Ívar skoppaði framúr rúminu eldsnemma í morgun og fór að brasa í eldhúsinu, kom svo skoppandi inn í svefnherbergi og tilkynnti að við værum að fara út að hlaupa. Kryddkakan væri komin í ofninn og við hefðum semsagt 30 mín til að skokka á meðan hún væri að bakast.
Jahá. Jaháá. Ég ákvað að þetta væri ekki að gerast og sneri mér á hina hliðina, en hinn skoppandi Ívar gafst ekki upp og ég varð að feisa það að lokum að þetta var því miður að gerast í alvörunni.
Svo ég stundi og dröslaðist nöldrandi á fætur og í íþróttagallann... Skelltum okkur svo út í hálftíma skógarskokk í frosti og stillu og glampandi sólskini.
Komum heim, fórum í sturtu og gæddum okkur svo á heitri kryddköku (að vísu örlítið skrítin því ívar þurfti að sjálfsögðu að breyta uppskriftinni....!!) og ferskum smoothie. Erum núna á leið á handverksmarkað hérna í sveitinni, kósí :)
Það er að segja ef Ívar getur staðið upp úr sófanum. Hann hefur semsagt ekki hreyft sig í um það bil þrjár aldir og staulast núna um og skammast yfir þessari fáránlegu hugmynd sinni! Híhí...
Býst semsagt ekki við því að þessi ferski helgarmorgunn endurtaki sig neitt á næstunni ;)
Jæja best að koma sér á markað! :)
L8er
lördag 6 november 2010
tisdag 26 oktober 2010
Non-existing Elsa á fimmtudaginn...
Komst að því í vinnunni að ég mun verða non-existing á fimmtudaginn. Það er að segja ég er hvorki skráð í vinnu né í fríi.. ég er bara hreinlega ekki með á skemanu. En ekki ætla ég að kvarta, heldur skella mér í... í... íííí... IIIIIKEAAAAA! Jibbidískibbidí!
Í öllu okkar húsgagnabrasi (sem ég hef að vísu ekki sagt frá hér, en í stuttu máli þá hefur hárið á Ívari gránað um allan helming.. og eitthvað segir mér að það tengist mér og væntanlegum húsgagnakaupum og smávægilegu ákvarðanatökuvandamáli sem ég á við að stríða) höfum við ekki enn komist í Ikea, það er nebbla ekki til í Övik. En það er nú pís of keik að rúnta til Sundsvall í fína bílnum okkar og kíkja á mubblur.. oh hlakka svo til!
Rólegur dagur í vinnunni í dag, komst út úr húsi kl 17 (aftur!!) og við Ívar fórum í göngutúr í dagsbirtu (eða já, svona síðustu birtunni) með stóran veiðihund sem félagsskap. Kósí :)
Þetta stefnir semsagt í góða viku!
Jæja ætla að horfa á Simpsons, hvíla heilann soldið :)
Í öllu okkar húsgagnabrasi (sem ég hef að vísu ekki sagt frá hér, en í stuttu máli þá hefur hárið á Ívari gránað um allan helming.. og eitthvað segir mér að það tengist mér og væntanlegum húsgagnakaupum og smávægilegu ákvarðanatökuvandamáli sem ég á við að stríða) höfum við ekki enn komist í Ikea, það er nebbla ekki til í Övik. En það er nú pís of keik að rúnta til Sundsvall í fína bílnum okkar og kíkja á mubblur.. oh hlakka svo til!
Rólegur dagur í vinnunni í dag, komst út úr húsi kl 17 (aftur!!) og við Ívar fórum í göngutúr í dagsbirtu (eða já, svona síðustu birtunni) með stóran veiðihund sem félagsskap. Kósí :)
Þetta stefnir semsagt í góða viku!
Jæja ætla að horfa á Simpsons, hvíla heilann soldið :)
lördag 23 oktober 2010
Long time no skrif
Sit hér á miðnætti, með rauðvínsglas og kertaljós og Ívar hrýtur á sófanum yfir ægilegri hasarmynd með tilheyrandi öskrum, sírenum og byssuskotum (þarf að taka það fram að hann fékk meirihlutann af flöskunni??)
Ákvað að þetta væri tilvalinn tími fyrir smá update fyrst ég er vakandi á þessum tíma sólarhrings, svona aldrei þessu vant.
Liggur beinast við að byrja þar sem ég endaði. Í síðustu viku kom mjög svo hrærð kona með börnin sín 2 að sækja hann Ulfzon. Hún hafði sett auglýsingu í blaðið sem við rákumst á og þóttumst nú þekkja köttinn á myndinni. Svo sú saga endaði eins og best varð á kosið og kisi litli komst heim til sín! Þetta endaði svo með blaðagrein þar sem var fjallað um litla kraftaverkið hann Ulfzon og góðmennsku Ulf að hafa bjargað honum. Gaman að því. Já og hann fær að halda nafninu sínu, heitir núna Mínus Ulfzon.
Annars er bara ágætt að frétta. Margt og mikið hefur gerst, en í stuttu máli síðan síðast:
* búin að tína fullt fullt af sveppum, endaði með að ég keypti mér sérhannaðan sveppaþurrkara og var farin útí stórframleiðslu á þurrkuðum sveppum. Sá fram á mikla möguleika í þessum bransa, en svo kom frost.
* fór í svokallað fitness box hjá sænskum homma, tíminn byrjaði á öndunaræfingum og ýmsum furðulegum stellingum, þar á meðal "bogamannastellingu" - já svona eins og þegar maður skýtur með píluboga, fyrst til hægri, svo til vinstri. Tíminn endaði á danssporum við Jackson 5. Hlæja? Gráta? Ég gerði bæði. Og hef ekki mætt aftur.
* íbbinn minn lagði í mikinn leiðangur frá köben og alla leið hingað, ekki nema 1200 km. Gekk rosa vel þangað til hann átti eftir svona 6 klst hingað. Þá fór bíllinn að hiksta og Ívar mundi að annað slagið er gott að fylla tankinn.
* eftir símtal með öskri og miklu reiðikasti (sem innihélt frasa eins og "ég er búin að skipuleggja allt.. ALLT!! Það EINA sem þú áttir að gera var að keyra hingað og taka bensín annað slagið á leiðinn - aaaarrrgggh!!!") hikstaði hann inná bensínstöð og allt reddaðist.
* nú lifum við í hamingju í svíaríkinu góða
* húsið er gult, skógurinn stór, himininn blár, dansbandskampen svíkur engan, Idol í fullum gangi, snabbmakkarónur í búðinni og svíar.. jah.. eru svíar.
* mikið að gera í vinnu, er þreytt þreytt og meira þreytt en íbbinn minn er góður við mig og eldar og hellir í rauðvínsglas handa mér þegar ég kem heim
* hann er ennþá heimavinnandi, málar hesthús og vinnur píparavinnu fyrir húsaleigunni þar til hann fær vinnu
* keyptum gardínur um daginn og handsaumuðum 8 st. (note to self: ekki hlusta á Ívar þegar hann þráir ekkert heitara en að komast út úr gardínubúð og segir "það er alls ekkert mál að sauma gardínur ástin mín, taktu bara þessar")
* eigum núna 8 st skakkar gardínur
* en það er sjarmerandi. Og hana nú.
* keypti minn fyrsta bíl um daginn! Og hlægilega fínan fyrsta bíl, hafði hugsað mér gamlan hikstandi golf, já eða þá audi 100 árgerð 1986, en endaði á fínasta bens jeppling. En ég fílann. Fæ mér samt audi 100 seinna.
* veturinn er kominn, -10 gráður í gær og fyrsti snjórinn í nótt.
Held að þetta sé það helsta. Hef sjaldan verið jafn stuttorð um jafn mikið. Sveimér þá.
Ætla að reyna að halda áfram að skrifa hérna annað slagið, þó ég hafi ekki lengur leiðast-tíma á kvöldin eins og áður. En nú er dýrið á sófanum risið upp svo ég ætla að skófla honum í rúmið með mér :)
Gúddnæt.
Ákvað að þetta væri tilvalinn tími fyrir smá update fyrst ég er vakandi á þessum tíma sólarhrings, svona aldrei þessu vant.
Liggur beinast við að byrja þar sem ég endaði. Í síðustu viku kom mjög svo hrærð kona með börnin sín 2 að sækja hann Ulfzon. Hún hafði sett auglýsingu í blaðið sem við rákumst á og þóttumst nú þekkja köttinn á myndinni. Svo sú saga endaði eins og best varð á kosið og kisi litli komst heim til sín! Þetta endaði svo með blaðagrein þar sem var fjallað um litla kraftaverkið hann Ulfzon og góðmennsku Ulf að hafa bjargað honum. Gaman að því. Já og hann fær að halda nafninu sínu, heitir núna Mínus Ulfzon.
Annars er bara ágætt að frétta. Margt og mikið hefur gerst, en í stuttu máli síðan síðast:
* búin að tína fullt fullt af sveppum, endaði með að ég keypti mér sérhannaðan sveppaþurrkara og var farin útí stórframleiðslu á þurrkuðum sveppum. Sá fram á mikla möguleika í þessum bransa, en svo kom frost.
* fór í svokallað fitness box hjá sænskum homma, tíminn byrjaði á öndunaræfingum og ýmsum furðulegum stellingum, þar á meðal "bogamannastellingu" - já svona eins og þegar maður skýtur með píluboga, fyrst til hægri, svo til vinstri. Tíminn endaði á danssporum við Jackson 5. Hlæja? Gráta? Ég gerði bæði. Og hef ekki mætt aftur.
* íbbinn minn lagði í mikinn leiðangur frá köben og alla leið hingað, ekki nema 1200 km. Gekk rosa vel þangað til hann átti eftir svona 6 klst hingað. Þá fór bíllinn að hiksta og Ívar mundi að annað slagið er gott að fylla tankinn.
* eftir símtal með öskri og miklu reiðikasti (sem innihélt frasa eins og "ég er búin að skipuleggja allt.. ALLT!! Það EINA sem þú áttir að gera var að keyra hingað og taka bensín annað slagið á leiðinn - aaaarrrgggh!!!") hikstaði hann inná bensínstöð og allt reddaðist.
* nú lifum við í hamingju í svíaríkinu góða
* húsið er gult, skógurinn stór, himininn blár, dansbandskampen svíkur engan, Idol í fullum gangi, snabbmakkarónur í búðinni og svíar.. jah.. eru svíar.
* mikið að gera í vinnu, er þreytt þreytt og meira þreytt en íbbinn minn er góður við mig og eldar og hellir í rauðvínsglas handa mér þegar ég kem heim
* hann er ennþá heimavinnandi, málar hesthús og vinnur píparavinnu fyrir húsaleigunni þar til hann fær vinnu
* keyptum gardínur um daginn og handsaumuðum 8 st. (note to self: ekki hlusta á Ívar þegar hann þráir ekkert heitara en að komast út úr gardínubúð og segir "það er alls ekkert mál að sauma gardínur ástin mín, taktu bara þessar")
* eigum núna 8 st skakkar gardínur
* en það er sjarmerandi. Og hana nú.
* keypti minn fyrsta bíl um daginn! Og hlægilega fínan fyrsta bíl, hafði hugsað mér gamlan hikstandi golf, já eða þá audi 100 árgerð 1986, en endaði á fínasta bens jeppling. En ég fílann. Fæ mér samt audi 100 seinna.
* veturinn er kominn, -10 gráður í gær og fyrsti snjórinn í nótt.
Held að þetta sé það helsta. Hef sjaldan verið jafn stuttorð um jafn mikið. Sveimér þá.
Ætla að reyna að halda áfram að skrifa hérna annað slagið, þó ég hafi ekki lengur leiðast-tíma á kvöldin eins og áður. En nú er dýrið á sófanum risið upp svo ég ætla að skófla honum í rúmið með mér :)
Gúddnæt.
lördag 25 september 2010
Ulfzon
Ég ætla að byrja þennan gráa, blauta og kalda laugardagsmorgun á fallegri sögu. Síðastu helgi var samstarfsmaður minn, Ulf, á vaktinni. Ég þurfti að röntga einn af mínum eigin sjúklingum, svo ég var að sniglast í vinnunni líka.
Þá komu inn ungur strákur og kona með lítinn kisa í fanginu. Þau höfðu fundið hann liggjandi útí skurði, kaldan og hrakinn og ansi illa farinn, sennilega var keyrt á hann. Þau höfðu reynt að hringja í lögregluna, en ekki tekist að ná sambandi við neinn og þess vegna komu þau til okkar.
Kisi var ómerktur og Ulf var í fyrstu nett pirraður yfir þessari truflun á vaktinni. Hver átti svosem að borga fyrir aflífun á þessum ónýta ketti? Við sendum fólkið heim og fórum að kíkja á köttinn.
Stór hluti af skinninu á annari afturlöppinni var eins og fláð af og hann var mjög marinn. Við ákváðum að smella einni röntgen mynd af afturhlutanum og jú - önnur mjaðmakúlan var brotin. Í öllu þessu brasi var kisi stilltur og góður og gerði ekki eina tilraun til að bíta okkur eða klóra. Ulf ákvað að svæfa hann og gá hvort það væri hægt að lappa honum saman. Þegar við fórum svo að skoða þetta betur var lærvöðvinn rifinn alveg í sundur við pelvis og við horfðum bara beint inn í mjaðmagrindina, sáum hvar þvagrásin lá og alles. Hann virtist samt frekar heillegur að innan. Ég horfði mjög svartsýn á þetta og fannst nú eiginlega best að leyfa kisa að sofna. Sérstaklega í ljósi þess að það var enginn til að borga dýralæknakostnaðinn. Kisi hafði hins vegar náð að bræða hjartað í Ulf - harðsvíruðum fimmtugum dýralækni - og hann ákvað að gefa honum séns. Á eigin kostnað.
Við saumuðum og saumuðum og honum tókst einhvern veginn að sauma vöðvann saman, draga húðina yfir opna svæðið og loka þessu öllu saman. Við vorum nú ennþá mjög svartsýn, dópuðum köttinn eins og við gátum, settum upp vökva og vonuðum hið besta. Daginn eftir var kisi farinn að rölta um. Þegar maður opnaði búrið hans brölti hann á fætur til þess að koma og nudda sér utan í okkur og malaði og malaði.
Og þannig hefur þetta gengið. Það er alveg sama hvað hann er bæklaður og bilaður og brotinn og bramlaður - hann elskar okkur öll! Hann hefur búið hjá okkur í vinnunni í viku og núna orðinn ansi brattur, hættur á sterku verkjalyfjunum og farinn að rölta um, alltaf jafn vinalegur og góður. Hann fékk að koma með mér heim núna um helgina og er innilega þakklátur fyrir að fá að kúra og knúsast allan heila daginn!
Og allt er þetta Ulf og hans þrautsegju að þakka. Mér finnst yndislegt að sjá að menn hafi ennþá tilfinningar eftir svona mörg ár í þessu starfi og séu tilbúnir til að leggja á sig blóð, svita og tár til að bjarga einu litlu kattarkvikindi.
Svo er spurning hvort við finnum eigendurna, ennþá hefur enginn dúkkað upp.. en ég veit amk 4 starfsmenn sem eru tilbúnir að slást um hann ef enginn eigandi lætur sjá sig, haha! Hann er algjörlega búinn að bræða alla þarna! :D
Við nánari athugun kom í ljós að vöðvinn var rifinn í tvennt og það var opið inn í grindarholið
En Ulf var þrautseigur og þetta er kisi í dag, viku eftir aðgerðina:
Hann var skírður Ulfzon :)
En Ulf var þrautseigur og þetta er kisi í dag, viku eftir aðgerðina:
Jæja. Ég er víst á helgarvakt og hef miklar áhyggjur af því að síminn hringir ekkert... einn sjúklingur í gær og eitt símtal, bæði fyrir kl 20 og síðan hefur síminn verið steindauður. Auðvitað á maður að gleðjast yfir því, en get ekki sleppt þeirri tilfinningu að þetta sé lognið á undan storminum...! Vona bara að veðrið sé nógu ógisslegt til að fólk og dýr haldi sig bara inni og séu ekkert að þvæla neitt og slasa sig ;)
Ég ætla að reyna að fara og skoða bíla í dag. Verð víst að kaupa mér einn soleiðis ef ég ætla að búa fyrir utan bæinn. Hef bara ekki séð neitt spennandi ennþá og nú er ég að falla á tíma... flytjum inn í næstu viku og þá verðum við strandaglópar í Haffsta, hehe ;)
Æ. Ætlaði að blogga amk 2 sögur í viðbót en þolinmæðin er búin. Þær fá að bíða betri tíma.
L8er
Ég ætla að reyna að fara og skoða bíla í dag. Verð víst að kaupa mér einn soleiðis ef ég ætla að búa fyrir utan bæinn. Hef bara ekki séð neitt spennandi ennþá og nú er ég að falla á tíma... flytjum inn í næstu viku og þá verðum við strandaglópar í Haffsta, hehe ;)
Æ. Ætlaði að blogga amk 2 sögur í viðbót en þolinmæðin er búin. Þær fá að bíða betri tíma.
L8er
lördag 18 september 2010
Almen krísa
Jæja gott fólk. Þá kom að því. Hið óumflýjanlega gerðist.
Aldurskrísa, tilvistarkreppa og almen lífskrísa.
Hef beðið lengi eftir aldurskrísunni.. í ljósi þess að ég skældi á 19 ára ammælisdaginn minn af því að ég var orðin svo gömul, þá hefur mér fundist mjög dularfullt hvað síðastliðnir ammælisdagar hafa gengið sársaukalaust fyrir sig. Bara næstum verið skemmtilegir.
En nú er komið að því... ég er göööööömul. Æ og ó. Held að mörg smáatriði hafi sett þessa krísu af stað; t.d. þegar ég var með 19 ára gamlan sjúklingskött um daginn og ætlaði að skrifa að hann væri fæddur 80-ogeitthvaðlítið. Hm. Fór svo að reikna. Skrítið.. hvernig gat hann verið 19 og verið fæddur 90-ogeitthvað?? Þá fóru illar grunsemdir að læðast að mér. Þessar grunsemdir styrkust enn frekar þegar ég stóð mig að því að kalla "kellingarnar" í vinnunni stelpur. Ó-ó. Svo fann ég hrukku um daginn. Ekki hrukku sem kemur þegar maður brosir og fer svo aftur. Nei. Þetta er permanent hrukka. Fer ekki alveg sama hvað ég geri. Í kjölfarið fór ég að leita að gráum hárum, en hætti þeirri leit von bráðar þar sem ég sá fram á að mín andlega heilsa myndi ekki þola grá hár. Svo kom myndarlegur maður með kött um daginn. Hann var fæddur 66. Altså maðurinn. Semsagt ekki bara gamall heldur eldgamall. Og svo framvegis. Ýmis smáatriði sem hafa rennt stoðum undir minn illa grun.
En það sem gerði endanlegt útslag var símtal við pabba minn áðan. Hann spurði hvort ég þekkti kall sem héti Sveinn Hjörleifsson. Kall. Já pabbi.. hann Sveinn var með mér í BEKK í grunnskóla!! Aaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaahh.
Hvar endar þetta??
Tilvistarkreppan er nú svona meira algeng í mínu lífi. Comes and goes. En samt svona óvenju slæm þegar hún lendir á sama tíma og aldurskrísan. Hvað er ég að gera að ráða mig hér í rassgati í eitt og hálft ár.. eitt og hálft ár?? Ég verð orðin ellidauð - eða nánast - eftir þann tíma. Þori varla að hugsa hvað talan verður komin uppí.. en gerði það samt. 28. 28. 28!!!! Aaaaaaaaaaaaaaaaaaahhhhh.
Ég ætla semsagt að enda líf mitt hér.. in the middle of nowhere. Gott plan Elsa, gott plan. Það jákvæða er að það eru þó amk smá líkur á því að ég verði étin af skógarbirni áður en ég drepst úr elli. En ég er samt hrædd við bjarndýr.
En þetta er týpískt fyrir mig. Búin að væla og vola yfir Köben í 6 ár og núna sé ég ekki sólina fyrir yndislegu elsku Köben. Köben er hérmeð besti staður á jarðríki og enginn nema algjör grasasni myndi yfirgefa Köben sjálfviljugur. Og hugsa sér öll mín hamingjusömu ár í Köben. Ég var nebbla ALLTAF hamingjusöm þar. Aldrei einmana. Aldrei með heimþrá. Aldrei að farast úr ástarsorg, einmanaleika og heimþrá. Mamma þurfti aldrei að koma í neyðarheimsókn til að bjarga minni andlegu geðheilsu þegar mér leið sem verst. Ég skældi aldrei. Ég hringdi ekki 50000 sinnum í Sveinu og bölvaði og ragnaði, skældi og vældi yfir því að þurfa að vera í Köben. Ég skældi aldrei í flugvélinni á leiðinni þangað eftir frí á Íslandi. Nei. Ég hlakkaði til að hitta elsku Köben. Ég bölvaði aldrei dönum, dönsku, danmörku, köben, skólanum, bílunum, malbikinu, hitanum, rigningunni, lestunum, strætóum. Nei. Ég var hamingjusöm. Frá innstu hjartarótum og fram í ystu fingurgóma. Og enginn skal halda öðru fram!
En núna. NÚNA. Nú er ég sko komin í heitasta helvíti. Hér er vonlaust að vera. Glatað. Svo öðruvísi en Köben. Hér er náttúra. Skógur. Elgir, hreindýr, bjarndýr. Kýr og kindur. Hestar. Fjöll. Skíðabrekkur. Góðir vinnufélagar. Fallegt rúmgott húsnæði. Skemmtilegir bændur. Skrítnir kúnnar. Hafið. Vötn. Baðstrendur. Útivist.
Jáh. Þetta sökkar.
Bigtæm.
En ætli þetta blessist ekki allt saman á endanum. Ég held það.
Og sennilega á ég ekkert eftir að sakna Köben mikið. Hins vegar á ég eftir að sakna elsku vinanna minna í Köben. Ég var ekki búin að átta mig á því hvað það yrði erfitt að kveðja. Ég hélt að flestir vinir mínir væru hvort sem er fluttir frá Köben, en áttaði mig á því um daginn að þeir bestustu vinir mínir eru ennþá á sínum stað þar. En þau eru samt búin að lofa að gleyma mér ekki þó ég sé stungin af í smá tíma. Hjúkket. Og ég mun allavega ekki gleyma þeim! Það er góð tilfinning að vita að maður á vini sem munu alltaf vera vinir manns, alveg sama þó það séu endalausar vegalengdir á milli og ekki daglegur hittingur. Það er allavega eitt sem litla hjartað mitt getur glaðst yfir í þessari miklu krísu ;)
Almenna lífskrísan er svo sambland af aldurskrísu, tilvistarkreppu og framtíðarstressi. Núna veit ég að ég verð hér í 1,5 ár. En hvað svo?? Hvert á ég að fara.. hvað á ég að gera? hvar á ég eiginlega heima??
Aaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaahhhh.
Jæja. Þetta var stuttur útdráttur úr skáldsögunni "Elsa's problem i Övik". Bíðum spennt eftir næsta kafla.
L8er
Aldurskrísa, tilvistarkreppa og almen lífskrísa.
Hef beðið lengi eftir aldurskrísunni.. í ljósi þess að ég skældi á 19 ára ammælisdaginn minn af því að ég var orðin svo gömul, þá hefur mér fundist mjög dularfullt hvað síðastliðnir ammælisdagar hafa gengið sársaukalaust fyrir sig. Bara næstum verið skemmtilegir.
En nú er komið að því... ég er göööööömul. Æ og ó. Held að mörg smáatriði hafi sett þessa krísu af stað; t.d. þegar ég var með 19 ára gamlan sjúklingskött um daginn og ætlaði að skrifa að hann væri fæddur 80-ogeitthvaðlítið. Hm. Fór svo að reikna. Skrítið.. hvernig gat hann verið 19 og verið fæddur 90-ogeitthvað?? Þá fóru illar grunsemdir að læðast að mér. Þessar grunsemdir styrkust enn frekar þegar ég stóð mig að því að kalla "kellingarnar" í vinnunni stelpur. Ó-ó. Svo fann ég hrukku um daginn. Ekki hrukku sem kemur þegar maður brosir og fer svo aftur. Nei. Þetta er permanent hrukka. Fer ekki alveg sama hvað ég geri. Í kjölfarið fór ég að leita að gráum hárum, en hætti þeirri leit von bráðar þar sem ég sá fram á að mín andlega heilsa myndi ekki þola grá hár. Svo kom myndarlegur maður með kött um daginn. Hann var fæddur 66. Altså maðurinn. Semsagt ekki bara gamall heldur eldgamall. Og svo framvegis. Ýmis smáatriði sem hafa rennt stoðum undir minn illa grun.
En það sem gerði endanlegt útslag var símtal við pabba minn áðan. Hann spurði hvort ég þekkti kall sem héti Sveinn Hjörleifsson. Kall. Já pabbi.. hann Sveinn var með mér í BEKK í grunnskóla!! Aaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaahh.
Hvar endar þetta??
Tilvistarkreppan er nú svona meira algeng í mínu lífi. Comes and goes. En samt svona óvenju slæm þegar hún lendir á sama tíma og aldurskrísan. Hvað er ég að gera að ráða mig hér í rassgati í eitt og hálft ár.. eitt og hálft ár?? Ég verð orðin ellidauð - eða nánast - eftir þann tíma. Þori varla að hugsa hvað talan verður komin uppí.. en gerði það samt. 28. 28. 28!!!! Aaaaaaaaaaaaaaaaaaahhhhh.
Ég ætla semsagt að enda líf mitt hér.. in the middle of nowhere. Gott plan Elsa, gott plan. Það jákvæða er að það eru þó amk smá líkur á því að ég verði étin af skógarbirni áður en ég drepst úr elli. En ég er samt hrædd við bjarndýr.
En þetta er týpískt fyrir mig. Búin að væla og vola yfir Köben í 6 ár og núna sé ég ekki sólina fyrir yndislegu elsku Köben. Köben er hérmeð besti staður á jarðríki og enginn nema algjör grasasni myndi yfirgefa Köben sjálfviljugur. Og hugsa sér öll mín hamingjusömu ár í Köben. Ég var nebbla ALLTAF hamingjusöm þar. Aldrei einmana. Aldrei með heimþrá. Aldrei að farast úr ástarsorg, einmanaleika og heimþrá. Mamma þurfti aldrei að koma í neyðarheimsókn til að bjarga minni andlegu geðheilsu þegar mér leið sem verst. Ég skældi aldrei. Ég hringdi ekki 50000 sinnum í Sveinu og bölvaði og ragnaði, skældi og vældi yfir því að þurfa að vera í Köben. Ég skældi aldrei í flugvélinni á leiðinni þangað eftir frí á Íslandi. Nei. Ég hlakkaði til að hitta elsku Köben. Ég bölvaði aldrei dönum, dönsku, danmörku, köben, skólanum, bílunum, malbikinu, hitanum, rigningunni, lestunum, strætóum. Nei. Ég var hamingjusöm. Frá innstu hjartarótum og fram í ystu fingurgóma. Og enginn skal halda öðru fram!
En núna. NÚNA. Nú er ég sko komin í heitasta helvíti. Hér er vonlaust að vera. Glatað. Svo öðruvísi en Köben. Hér er náttúra. Skógur. Elgir, hreindýr, bjarndýr. Kýr og kindur. Hestar. Fjöll. Skíðabrekkur. Góðir vinnufélagar. Fallegt rúmgott húsnæði. Skemmtilegir bændur. Skrítnir kúnnar. Hafið. Vötn. Baðstrendur. Útivist.
Jáh. Þetta sökkar.
Bigtæm.
En ætli þetta blessist ekki allt saman á endanum. Ég held það.
Og sennilega á ég ekkert eftir að sakna Köben mikið. Hins vegar á ég eftir að sakna elsku vinanna minna í Köben. Ég var ekki búin að átta mig á því hvað það yrði erfitt að kveðja. Ég hélt að flestir vinir mínir væru hvort sem er fluttir frá Köben, en áttaði mig á því um daginn að þeir bestustu vinir mínir eru ennþá á sínum stað þar. En þau eru samt búin að lofa að gleyma mér ekki þó ég sé stungin af í smá tíma. Hjúkket. Og ég mun allavega ekki gleyma þeim! Það er góð tilfinning að vita að maður á vini sem munu alltaf vera vinir manns, alveg sama þó það séu endalausar vegalengdir á milli og ekki daglegur hittingur. Það er allavega eitt sem litla hjartað mitt getur glaðst yfir í þessari miklu krísu ;)
Almenna lífskrísan er svo sambland af aldurskrísu, tilvistarkreppu og framtíðarstressi. Núna veit ég að ég verð hér í 1,5 ár. En hvað svo?? Hvert á ég að fara.. hvað á ég að gera? hvar á ég eiginlega heima??
Aaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaahhhh.
Jæja. Þetta var stuttur útdráttur úr skáldsögunni "Elsa's problem i Övik". Bíðum spennt eftir næsta kafla.
L8er
måndag 6 september 2010
Mánudagur...
..en ekkert venjulegur mánudagur. Eiginlega bara óvenjulega góður mánudagur á mánudagamælikvarða!
Það var röntgenkúrs í vinnunni næstum allan daginn, svo engir sjúklingar og ekkert stress. Og Iza og Kerstin (tvær af hjúkkunum okkar) elduðu handa okkur hinum í hádeginu! Namminamminamm! Þær hafa hérmeð ratað rétta leið að hjarta mínu; elduðu eggjahræru með skinku, osti, púrrulauk, kantarellum, tómötum ofl. og með ferskt salat með.. og eins og það hefði ekki verið nóg - í eftirrétt var súkkulaðikaka með lime-kremi oná.. óóójáá! Þær eru núna efstar á vinsældalista Elsu :)
Svo eignaðist ég líka sveppakörfu og sveppahníf... og er því reiðubúin í að nýta síðustu daga sveppatímabilsins í botn! Ég og Emma skruppum út á laugardaginn í sveppaleiðangur og fundum hellings hellings af trattkantarellum.. namminamm! Skógurinn var bókstaflega fullur! En margar þeirra voru pínkuponsulitlar, svo við spöruðum þær og ætlum aftur í næstu viku. Eins gott að enginn annar hafi þá komist í þær, þá verð ég vettttlaus! Ætluðum að merkja staðinn þar sem við fórum útaf stígnum og ég náði stolt í stóra spýtu og stillti henni upp... leit svo á Emmu, ægilega ánægð með mig. Emma horfði á mig með uppgjafarsvip og sagði.. "líttu í kringum þig". Þá mundi ég að ég var í sænskum skógi. Þar er soldið mikið af trjám. Og spýtum. Svona sirka útumallt. En ég dó ekki ráðalaus, heldur hlóð þá bara vörðu að gömlum og góðum íslenskum sið. Emma horfði á mig með vantrú þangað til verkið var búið og hún varð að viðurkenna að þetta var ekki mín vitlausasta hugmynd.. haha! Svo nú er staðurinn vandlega merktur og ég krossa fingur og vona að enginn svíi átti sig á því að íslensk varða þýði 'trattkantarellur í næsta nágrenni' :)
Planið er að fylla frystinn af sveppum til að eiga með öllum dýrindis steikunum sem ívar ætlar að elda handa mér þegar hann verður atvinnulaus hérna í sverige :P Eini gallinn er að ég hef ekki enn náð að bonda við elgveiðimann! Langar svo í elgskjöt og planið var að bjarga dýrmætum veiðihundi við dauðans dyr og græða þar af leiðandi ævilanga vináttu (og kjöt) veiðimannsins. Hingað til hefur mér því miður aðeins tekist að afskrifa þá hunda sem hafa komið til mín og dæmt þá í sjúkraleyfi og þar af leiðandi aðeins uppskorið fúla, bitra og vonsvikna veiðimenn. Ekki gott.. og tímabilið var að byrja í dag - er að falla á tíma með þetta!
Ég fór að skoða litla húsið hennar Marlene í gær og við erum búin að ákveða að flytja þangað! Spennó! Þetta er kannski ekki hús drauma minna, en díllinn sem þau buðu okkur var einum of góður til að afþakka. Ef Ívar leggur í hesthúsið þeirra og setur þakrennur þá fáum við að búa þarna frítt til 1. febrúar! Næs :) Og sérstaklega ef það tekur hann einhvern tíma að fá vinnu - þá hefur hann samt eð að gera OG við þurfum ekki að borga húsaleigu!
Húsið er staðsett svona 15 km fyrir utan bæinn, rétt fyrir utan pínkulítið þorp. Litla húsið okkar er á bakvið þeirra hús og þar fyrir aftan eru bara hestatúnin og svo stór skógur! Þar er svo endalaust af reið- og gönguleiðum og fullt af elg. Marlene segir að þeir kíki oft útúr skóginum við húsið okkar.. ótrúlega kósí! Og húsið er stórt á okkar mælikvarða, um 70 fermetrar með stóru eldhúsi (og stórum ísskáp!!!), stofu, svefnherbergi og gestaherbergi. Veit ekki hvernig við eigum að fylla uppí allt þetta pláss... *versli-versli-versl* :D
Jæja, langt bla-bla blogg. Ætlaði út að hlaupa en nú er orðið dimmt. Æææ-æ.
L8er
Það var röntgenkúrs í vinnunni næstum allan daginn, svo engir sjúklingar og ekkert stress. Og Iza og Kerstin (tvær af hjúkkunum okkar) elduðu handa okkur hinum í hádeginu! Namminamminamm! Þær hafa hérmeð ratað rétta leið að hjarta mínu; elduðu eggjahræru með skinku, osti, púrrulauk, kantarellum, tómötum ofl. og með ferskt salat með.. og eins og það hefði ekki verið nóg - í eftirrétt var súkkulaðikaka með lime-kremi oná.. óóójáá! Þær eru núna efstar á vinsældalista Elsu :)
Svo eignaðist ég líka sveppakörfu og sveppahníf... og er því reiðubúin í að nýta síðustu daga sveppatímabilsins í botn! Ég og Emma skruppum út á laugardaginn í sveppaleiðangur og fundum hellings hellings af trattkantarellum.. namminamm! Skógurinn var bókstaflega fullur! En margar þeirra voru pínkuponsulitlar, svo við spöruðum þær og ætlum aftur í næstu viku. Eins gott að enginn annar hafi þá komist í þær, þá verð ég vettttlaus! Ætluðum að merkja staðinn þar sem við fórum útaf stígnum og ég náði stolt í stóra spýtu og stillti henni upp... leit svo á Emmu, ægilega ánægð með mig. Emma horfði á mig með uppgjafarsvip og sagði.. "líttu í kringum þig". Þá mundi ég að ég var í sænskum skógi. Þar er soldið mikið af trjám. Og spýtum. Svona sirka útumallt. En ég dó ekki ráðalaus, heldur hlóð þá bara vörðu að gömlum og góðum íslenskum sið. Emma horfði á mig með vantrú þangað til verkið var búið og hún varð að viðurkenna að þetta var ekki mín vitlausasta hugmynd.. haha! Svo nú er staðurinn vandlega merktur og ég krossa fingur og vona að enginn svíi átti sig á því að íslensk varða þýði 'trattkantarellur í næsta nágrenni' :)
Planið er að fylla frystinn af sveppum til að eiga með öllum dýrindis steikunum sem ívar ætlar að elda handa mér þegar hann verður atvinnulaus hérna í sverige :P Eini gallinn er að ég hef ekki enn náð að bonda við elgveiðimann! Langar svo í elgskjöt og planið var að bjarga dýrmætum veiðihundi við dauðans dyr og græða þar af leiðandi ævilanga vináttu (og kjöt) veiðimannsins. Hingað til hefur mér því miður aðeins tekist að afskrifa þá hunda sem hafa komið til mín og dæmt þá í sjúkraleyfi og þar af leiðandi aðeins uppskorið fúla, bitra og vonsvikna veiðimenn. Ekki gott.. og tímabilið var að byrja í dag - er að falla á tíma með þetta!
Ég fór að skoða litla húsið hennar Marlene í gær og við erum búin að ákveða að flytja þangað! Spennó! Þetta er kannski ekki hús drauma minna, en díllinn sem þau buðu okkur var einum of góður til að afþakka. Ef Ívar leggur í hesthúsið þeirra og setur þakrennur þá fáum við að búa þarna frítt til 1. febrúar! Næs :) Og sérstaklega ef það tekur hann einhvern tíma að fá vinnu - þá hefur hann samt eð að gera OG við þurfum ekki að borga húsaleigu!
Húsið er staðsett svona 15 km fyrir utan bæinn, rétt fyrir utan pínkulítið þorp. Litla húsið okkar er á bakvið þeirra hús og þar fyrir aftan eru bara hestatúnin og svo stór skógur! Þar er svo endalaust af reið- og gönguleiðum og fullt af elg. Marlene segir að þeir kíki oft útúr skóginum við húsið okkar.. ótrúlega kósí! Og húsið er stórt á okkar mælikvarða, um 70 fermetrar með stóru eldhúsi (og stórum ísskáp!!!), stofu, svefnherbergi og gestaherbergi. Veit ekki hvernig við eigum að fylla uppí allt þetta pláss... *versli-versli-versl* :D
Jæja, langt bla-bla blogg. Ætlaði út að hlaupa en nú er orðið dimmt. Æææ-æ.
L8er
lördag 4 september 2010
Framtíð og fortíð.. já og smá nútíð.
Nútíðin er vægast sagt bissí. Búin að vinna eins og vitleysingur síðustu viku og lítur út fyrir að helgin verði ekki bara sofa sofa sofa eins og ég hafði hugsað mér. Það er ný stelpa í vinnunni sem er með helgarvaktina og ég asnaðist til að segja að hún gæti hringt í mig ef hana vantaði hjálp við eitthvað. Hún vakti mig rétt rúmlega 8 í morgun útaf einhverju sem ég get ómögulega hjálpað henni með og var þar að auki búin að hringja í annan og reyndari dýralækni fyrst. Hringdi svo aftur stuttu seinna útaf öðrum erfiðum sjúklingi sem er væntanlega að koma inn og var í stresskasti yfir óréttlæti heimsins að það væru TVEIR að koma inn samtímis.. Já shit happens. Get used to it :)
En semsagt, lítur út fyrir að rólega helgin mín sé dáin.
Planið mitt fyrir daginn var að sofa, fara í klippingu og kaupa mér buxur. Og sofa. Og lesa góða bók. Og sofa.
Planið fyrir morgundaginn var að sofa. Lesa góða bók. Fara og skoða hús... og já - þá erum við komin í framtíðina! Spennó!
Framtíðin lítur þannig út að ég ætla að setjast að hérna í Övik í ca 1,5 ár í viðbót!! Ívar ætlar að sjálfsögðu að koma og vera með mér í þessu litla ævintýri og er nú þegar búinn að segja upp vinnunni í Köben. Spennandi og skerí...!
Það var semsagt auglýst "långtidsvikariat" -hvað heitir það svosem á íslensku?- langtímaafleysingastaða..? og samstarfsfólkið mitt stóð allt á bakvið mig í að sækja um þessa stöðu og mikill hiti og æsingur í fólki. Yfirmaðurinn var semsagt soldið sló að ráða mig (er sló í öllu sem hún gerir) og allt var að verða vitlaust í vinnunni... fólk farið að boða til verkfalls ef ég fengi ekki stöðuna og ég veit ekki hvað og hvað.. haha! En gott að finna að maður sé velkomin á nýja vinnustaðnum! :)
Er að vísu ekki búin að skrifa undir neina pappíra ennþá og ætlaði þar af leiðandi að bíða með að setja þetta á veraldarvefinn, en komst að því í gær að bossinn er farinn í frí út september og ég gat ekki beðið svo lengi með að segja fréttirnar!
Húsið sem ég er að fara að skoða er hjá hjúkku sem vinnur með mér, hún er með auka hús á landareigninni sinni sem er akkúrat að losna núna. Þetta er útí sveit, ca 10-15 km frá bænum. Lítið hús, 75 fermetrar, byggt 98. Þau eru með hesthús þar sem við ívar gætum fengið að vera með hesta og snjósleðaleiðir rétt við húsið... næææs :)
Þetta verður óneitanlega töluvert öðruvísi líf en í Köben og ég á örugglega eftir að sakna stórborgarlífsins annað slagið, en hérna eru hins vegar miklir möguleikar á útivist, skíðum, veiðum, hestamennsku, snjósleðaferðum osfrv! Þetta verður vonandi gott ævintýri! Og ef ekki þá er þetta hvort sem er bara tímabundið ;)
Fortíðin... Í gær kvöddum við gamlan og góðan vin, Prinsinn hennar Þóru. Hann var felldur og grafinn í Hólshúsum. Það vakti upp margar minningar síðustu 10 ára og þá sérstaklega eldri minningar. Árin þegar við stigum okkar fyrstu skref í hestamennskunni. Vissum ekkert og kunnum ekkert, en elskuðum hesta. Riðum út eins og vitleysingar, helst á stökki því það var skemmtilegast. Reyndum að læra, en það gat verið erfitt. "Taktu fastar í tauminn til að láta hann tölta" má túlka á marga vegu; Þóra kreisti og kreisti tauminn þar til hnúarnir hvítnuðu en aldrei tölti hesturinn..!
Það rifjast upp sumrin sem við unnum við reiðskólann, gamla góða reiðskólagengið.. ég, Þóra, Sunna og hestarnir okkar, þau Gola, Prins, Rökkvi, og seinna Vinur og Hvítusunna ásamt ýmsum öðrum utanaðkomandi hestum sem slógust í hópinn, t.d. "Teppið" :) Mínírekstrarnir okkar þar sem allir hestarnir hlupu í mismunandi áttir og tók okkur marga klukkutíma að safna þeim saman aftur og komast af stað - ef við þá komumst af stað yfirhöfuð! Góðar stundir í sólskini útá túni, grillaðar samlokur og kakó með nokkrum kaffikornum útí. Berbaksreiðtúrar, sundreiðar með hinum og þessum skakkaföllum (!), kappreiðar, stökk yfir skurði, Baugaselsferðir, Landsmót, Einarsstaðir; í minningunni voru þessi ár svo áhyggjulaus og skemmtileg, sól og sumar, líf og fjör. Auðvitað voru þau það alls ekki alltaf, en þetta eru samt með mínum uppáhalds minningum. Og í gegnum öll þessi ár var Prins með. Það er skrítin tilfinning að hafa kvatt þennan gamla höfðingja þó að maður hafi vitað að þessi dagur kæmi. En ég er allavega þakklát fyrir að við skyldum hafa fengið að kynnast þessum stolta snillingi, hann hefur svo sannarlega gefið lífinu lit í gegnum þessi 10 ár!
tisdag 31 augusti 2010
Spákúlan..
Nei. Ég fann ekki spákúlu, því miður, en ég held samt að framtíðin sé kannski aðeins að skýrast. En meira um það seinna.
Búið að vera brjálað að gera undanfarið og ég er dáin úr þreytu. Ákvað að gefa nú samt frá mér örlítið lífsmark á þessum miðvikudagsmorgni áður en ég mæti örlítið of seint í vinnunna (sýnist stefna í það).
Búin að vera á tveimur næturvöktum í röð, á mánudaginn vann ég í 19 tíma streit, komst ekki heim fyrren hálf 3 um nóttina. Í gær vann ég svo í 12 tíma streit. Var vakin einu sinni í gærkvöldi af konu sem var með læðu að gjóta og kettlingur fastur. Hún vildi ekki koma inn á vaktina, hafði ekki efni á því og ég sagði henni að hringja í fyrramálið og hún gæti þá komið inn kl 8. Bað hana vinsamlegast að hringja ekki fyrir 7 nema það kæmi eitthvað uppá. Hún hringdi kl 6. Takk elsku kona. Hringdi til að spyrja hvort við gætum ekki örugglega lógað kettinum fyrir hana ef keisari yrði of dýr. Veit ekki með ykkur, en mér fannst nú að þessi spurning hefði jafnvel getað beðið til 7...? Gat að sjálfsögðu ekki sofnað eftir þetta og er frekar bitur yfir þessum glataða klukkutíma af svefni!
Jæja ég vissi það, nú er ég orðin sein!
Ætla að reyna að bæta mig í blogginu, lofa! :)
Búið að vera brjálað að gera undanfarið og ég er dáin úr þreytu. Ákvað að gefa nú samt frá mér örlítið lífsmark á þessum miðvikudagsmorgni áður en ég mæti örlítið of seint í vinnunna (sýnist stefna í það).
Búin að vera á tveimur næturvöktum í röð, á mánudaginn vann ég í 19 tíma streit, komst ekki heim fyrren hálf 3 um nóttina. Í gær vann ég svo í 12 tíma streit. Var vakin einu sinni í gærkvöldi af konu sem var með læðu að gjóta og kettlingur fastur. Hún vildi ekki koma inn á vaktina, hafði ekki efni á því og ég sagði henni að hringja í fyrramálið og hún gæti þá komið inn kl 8. Bað hana vinsamlegast að hringja ekki fyrir 7 nema það kæmi eitthvað uppá. Hún hringdi kl 6. Takk elsku kona. Hringdi til að spyrja hvort við gætum ekki örugglega lógað kettinum fyrir hana ef keisari yrði of dýr. Veit ekki með ykkur, en mér fannst nú að þessi spurning hefði jafnvel getað beðið til 7...? Gat að sjálfsögðu ekki sofnað eftir þetta og er frekar bitur yfir þessum glataða klukkutíma af svefni!
Jæja ég vissi það, nú er ég orðin sein!
Ætla að reyna að bæta mig í blogginu, lofa! :)
onsdag 18 augusti 2010
Afsakið hlé...
Búið að vera mikið að gera undanfarið og ég hef annað hvort ekki haft tíma eða orku til að blogga. Hef eytt öllum mínum frístundum með elsku Marlene sem er að hætta hjá okkur á morgun - ái litla hjartað mitt kremst við tilhugsunina! Yndislegri manneskju hef ég sjaldan kynnst!
Á morgun fer ég svo til Köben að knúsa kallinn minn, langþráð knús!! Og Albert og Júlíus ætla ég líka að knúsa, sama hvað þeim finnst um það ;)
Skrapp í búðir með Marlene í gær.. og þurfti á klósettið:
Jæja nú er ég orðin of sein í vinnunna. Of kors.
"Heyrumst" eftir helgi!
Á morgun fer ég svo til Köben að knúsa kallinn minn, langþráð knús!! Og Albert og Júlíus ætla ég líka að knúsa, sama hvað þeim finnst um það ;)
Skrapp í búðir með Marlene í gær.. og þurfti á klósettið:
Jæja nú er ég orðin of sein í vinnunna. Of kors.
"Heyrumst" eftir helgi!
lördag 14 augusti 2010
Einn tveir og anda..
Hugarástand mitt er núna svona álíka eins og hjá ljóskunni með "anda-inn anda út" vasadiskóið (eða sennilega er það nú ipod í nútímaútgáfu af þessum brandara). Heilinn minn er soðinn uppúr og ræður ekki við mikið meir en einmitt að einbeita sér að því að anda.
Er á helgarvakt og það er laaangt eftir af henni og minns er þreyttur. Var að vinna allan daginn í gær og svo í útköllum til að ganga eitt um nóttina, svaf illa, vakin í dag um 9 og var að koma heim núna, kl 17. Væri fínt ef fólk gæti sleppt því að hringja í smá stund. Takk. :)
En það hefur gengið ágætlega, ekkert beint disastercase enn sem komið er og allir á lífi (7-9-13 *bank bank bank*). Já allir nema þá helst uppúrsoðni heilinn minn!
Ætla að hvíla mig.
L8er
Er á helgarvakt og það er laaangt eftir af henni og minns er þreyttur. Var að vinna allan daginn í gær og svo í útköllum til að ganga eitt um nóttina, svaf illa, vakin í dag um 9 og var að koma heim núna, kl 17. Væri fínt ef fólk gæti sleppt því að hringja í smá stund. Takk. :)
En það hefur gengið ágætlega, ekkert beint disastercase enn sem komið er og allir á lífi (7-9-13 *bank bank bank*). Já allir nema þá helst uppúrsoðni heilinn minn!
Ætla að hvíla mig.
L8er
onsdag 11 augusti 2010
Búin að jafna mig
Það tók nokkra daga, en nú hef ég náð andlegu jafnvægi á ný eftir hið misheppnaða sveppanámskeið. Við fórum ekki aftur í skóginn, það er búið að rigna alla vikuna svo ég hef ekki getað spreytt mig aftur.. sem er kannski bara eins gott fyrir mína andlegu heilsu.
ehm. Það er víst miðvikudagur í dag sem þýðir að mánudagur og þriðjudagur hljóta að hafa liðið en ég bara man ekki hvað ég gerði. Sennilega var ég þreytt. Giska á það.
Jú bíddu! Í gær var ég inná skurðstofu að gelda ketti og aðstoða James við legbólguaðgerð á berner sennen hundi *gaaman*
Í dag fékk ég svo loksins að gera aðgerðir sjálf. Mér hefur hingað til ekki verið hleypt mikið inná skurðstofu þar sem ég þarf að vera undir eftirliti og það hefur ekki verið mannskapur (þarf amk 3) til þess að fylgjast með mér þegar ég tek mér hníf í hönd. Nei ókei, ekki 3. En einn reyndari þarf að vera memm svona í byrjun og það var loksins hægt í dag. Gerði svosem engar stóraðgerðir, en tók tvær læður úr sambandi og það eru nú að verða komin 2,5 ár síðan ég gerði það síðast ef ég man rétt (sem er reyndar ekki víst). Gott að æfa sig aðeins með hnífinn :)
Stórtíðindi dagsins eru annars sú að ég og Marlene skokkuðum 7 km áðan. Mjög stolt af mér. Mjög.
Já og önnur stórtíðindi sem ég veit ekki hvernig leggjast í mig eru að ég réði mig í tvo mánuði í viðbót hérna í Övik, semsagt út október. Hef svosem ekki aðra vinnu í rassvasanum (haha.. skrifaði óvart rassgatinu) og er skítblönk svo sennilega var þetta það rétta í stöðunni. En samt. Það gera þá 11 vikur í viðbót hérna. Án Ívars. Alein. Aaaaalein.
En ætli tíminn líði ekki eins og vanalega. Finnst hann nú yfirleitt gera það, svona einhvern veginn.
Jæja ég er orðin þreytt. Ennþá að flissa yfir vinnu í rassgatinu sem bendir til þess að það sé komin tími á rúmið mitt!
L8er
ehm. Það er víst miðvikudagur í dag sem þýðir að mánudagur og þriðjudagur hljóta að hafa liðið en ég bara man ekki hvað ég gerði. Sennilega var ég þreytt. Giska á það.
Jú bíddu! Í gær var ég inná skurðstofu að gelda ketti og aðstoða James við legbólguaðgerð á berner sennen hundi *gaaman*
Í dag fékk ég svo loksins að gera aðgerðir sjálf. Mér hefur hingað til ekki verið hleypt mikið inná skurðstofu þar sem ég þarf að vera undir eftirliti og það hefur ekki verið mannskapur (þarf amk 3) til þess að fylgjast með mér þegar ég tek mér hníf í hönd. Nei ókei, ekki 3. En einn reyndari þarf að vera memm svona í byrjun og það var loksins hægt í dag. Gerði svosem engar stóraðgerðir, en tók tvær læður úr sambandi og það eru nú að verða komin 2,5 ár síðan ég gerði það síðast ef ég man rétt (sem er reyndar ekki víst). Gott að æfa sig aðeins með hnífinn :)
Stórtíðindi dagsins eru annars sú að ég og Marlene skokkuðum 7 km áðan. Mjög stolt af mér. Mjög.
Já og önnur stórtíðindi sem ég veit ekki hvernig leggjast í mig eru að ég réði mig í tvo mánuði í viðbót hérna í Övik, semsagt út október. Hef svosem ekki aðra vinnu í rassvasanum (haha.. skrifaði óvart rassgatinu) og er skítblönk svo sennilega var þetta það rétta í stöðunni. En samt. Það gera þá 11 vikur í viðbót hérna. Án Ívars. Alein. Aaaaalein.
En ætli tíminn líði ekki eins og vanalega. Finnst hann nú yfirleitt gera það, svona einhvern veginn.
Jæja ég er orðin þreytt. Ennþá að flissa yfir vinnu í rassgatinu sem bendir til þess að það sé komin tími á rúmið mitt!
L8er
söndag 8 augusti 2010
Fratnámskeið
Pifff.. sveppanámskeið. Hver nennir svosem svoleiðis? Afþreying fyrir pensjónista sem eiga sér ekkert líf og hafa ekkert að gera.. Paufast um í blautum skógi og leita að ljótum sveppum. Já. Klárlega bara fyrir pensjónista og lúða. (lesist: ég fann enga sveppi!)
Ég var LÉLEGASTI nemandinn á sveppanámskeiðinu! Þvílíkur skandall! Ég sem elska að tína sveppi og er góð að finna þá.. á Íslandi. Ég labbaði og labbaði og paufaðist og paufaðist í þessum stóra ljóta sænska skógi sem var fullur af trjám og gróðri og ég fékk innilokunarkend og blotnaði í tærnar og var stungin af mýflugum og bitin af höggormi og stönguð af elg (neei ókei, smá ýkjur.. en samt!). Og ég bara fann ekki sveppi. Bara ekki.
Eftir laanga leit rakst ég á þrjú eintök af svart trumpetsvamp. Ef maður finnur einn þá eru þar fleiri, oft í stórum breiðum. Það lærði ég í bóklega tímanum. Svo ég fylltist hamingju og nýrri trú á lífinu. En nei. Það voru bara þessir þrír. Þeir hafa gleymt að lesa kaflann um útbreiðslu sína í bókinni. Asnar!
Svo var ég farin að örvænta og íhugaði alvarlega að láta mig bara hverfa í skóginum og aldrei snúa aftur. Það voru 5 mínútur í hitting (fika!) og ég var ennþá bara með 3 pínkulitla sveppi í körfunni og búin að sjá útundan mér hvernig allt hitt fólkið skreið um á fjórum fótum og tíndi í gríð og erg. Þá fann ég 7 kantarellur og 2 eitursveppi. Skellti þeim í körfuna (eitursveppirnir sem uppfyllingarefni svo þetta liti aðeins meira út) og neyddist svo til að labba tilbaka og feisa það að vera lélegasti nemandi námskeiðsins. Heimsku ljótu svíar með heimsku ljótu fullu sveppakörfurnar sínar.
Skandall. Ég segi ekki annað.
Og ég sem keypti nautasteik í gær til að hafa með öllum kantarellunum sem ég ætlaði að tína. Jamm og jæja. Við ætlum út í skóg aftur annað kvöld svo ég verð að reyna að standa mig betur. Þýðir ekki að gefast upp. En ég sver það - ef ég sný ekki tilbaka úr skógarferð morgundagins þá vitið þið af mér ráfandi einhvers staðar útí skógi með tóma körfu - of þrjósk og skömmustuleg til að láta sjá mig í mannabyggðum á ný.
Annað sem ég lærði í dag (fyrir utan að sveppanámskeið eru glötuð) var að það borgar sig að skrúfa lokið á neskaffibaukinn. Sérstaklega ef hann er stór. Og maður rekst í hann. Og hann dettur í gólfið. Og maður á ekki ryksugu. Já maður er alltaf að læra eitthvað nýtt.
Jú vissulega fann ég sveppi.. bara ekki rétta sveppi...
Svo fann ég líka kúk. Það voru nú ekki allir sem fundu kúk.
Kennarinn að segja frá og útskýra. Mjög pedagógísk.
Afrakstur dagsins. Þessi tveir til hægri eru óætir.
Ég var LÉLEGASTI nemandinn á sveppanámskeiðinu! Þvílíkur skandall! Ég sem elska að tína sveppi og er góð að finna þá.. á Íslandi. Ég labbaði og labbaði og paufaðist og paufaðist í þessum stóra ljóta sænska skógi sem var fullur af trjám og gróðri og ég fékk innilokunarkend og blotnaði í tærnar og var stungin af mýflugum og bitin af höggormi og stönguð af elg (neei ókei, smá ýkjur.. en samt!). Og ég bara fann ekki sveppi. Bara ekki.
Eftir laanga leit rakst ég á þrjú eintök af svart trumpetsvamp. Ef maður finnur einn þá eru þar fleiri, oft í stórum breiðum. Það lærði ég í bóklega tímanum. Svo ég fylltist hamingju og nýrri trú á lífinu. En nei. Það voru bara þessir þrír. Þeir hafa gleymt að lesa kaflann um útbreiðslu sína í bókinni. Asnar!
Svo var ég farin að örvænta og íhugaði alvarlega að láta mig bara hverfa í skóginum og aldrei snúa aftur. Það voru 5 mínútur í hitting (fika!) og ég var ennþá bara með 3 pínkulitla sveppi í körfunni og búin að sjá útundan mér hvernig allt hitt fólkið skreið um á fjórum fótum og tíndi í gríð og erg. Þá fann ég 7 kantarellur og 2 eitursveppi. Skellti þeim í körfuna (eitursveppirnir sem uppfyllingarefni svo þetta liti aðeins meira út) og neyddist svo til að labba tilbaka og feisa það að vera lélegasti nemandi námskeiðsins. Heimsku ljótu svíar með heimsku ljótu fullu sveppakörfurnar sínar.
Skandall. Ég segi ekki annað.
Og ég sem keypti nautasteik í gær til að hafa með öllum kantarellunum sem ég ætlaði að tína. Jamm og jæja. Við ætlum út í skóg aftur annað kvöld svo ég verð að reyna að standa mig betur. Þýðir ekki að gefast upp. En ég sver það - ef ég sný ekki tilbaka úr skógarferð morgundagins þá vitið þið af mér ráfandi einhvers staðar útí skógi með tóma körfu - of þrjósk og skömmustuleg til að láta sjá mig í mannabyggðum á ný.
Annað sem ég lærði í dag (fyrir utan að sveppanámskeið eru glötuð) var að það borgar sig að skrúfa lokið á neskaffibaukinn. Sérstaklega ef hann er stór. Og maður rekst í hann. Og hann dettur í gólfið. Og maður á ekki ryksugu. Já maður er alltaf að læra eitthvað nýtt.
Litlir ljótir svíar í halarófu :)
Jæja. Ég ætla útí búð að kaupa mér sveppakörfu. Og kannski sveppabók svo ég sé klár í slaginn á morgun. Svo vona ég bara að sveppirnir hafi lesið sömu bók og ég og geti nú haldið sig þar sem þeir eiga að vera og litið út eins og þeir eiga að gera. Og vaxið í stórum breiðum takk.
L8er
L8er
lördag 7 augusti 2010
Góður dagur!
Vá hvað það er langt síðan ég bloggaði! Biðst afsökunar á þessu, tíminn líður alltaf hraðar en ég held! Vikurnar hérna eru oftast eins og einn langur dagur; ég vakna, fer í vinnu, kem seint heim, borða, sef - vakna, fer í vinnu, kem seint heim, borða, sef - osfrv. Semsagt bara vinna.
Þessi vika var hins vegar öðruvísi að því leyti til að ég skellti mér á sveppanámskeið. Jamm og já. Þóra sagði að ég væri farin að hegða mér eins og fimmtugur leiðinlegur svíi - og sagði í næstu setningu að það ætti einstaklega vel við mig að fara á sveppanámskeið. Jahá. Hvernig á ég að skilja þetta? Hmm. ;)
Anyways, mér fannst bara gaman á sveppanámskeiðinu. Og hana nú! Á fimmtudaginn var bóklegur tími. Einstaklega skemmtilegt að stúdera skrítna svía - varð ekki fyrir vonbrigðum þar :) Á morgun förum við svo útí skóg með kennaranum. Hún er ekta ofur-pedagógískur svíi sem margtuggði ofan í mannskapinn að maður gæti fengið "jätteont i magen" ef maður borðar eitraða sveppi, hráa sveppi eða of mikið af sveppum. Eins gott að passa sig á því, ekki vil ég fá jätteont i magen!
Í dag var dásamlegur dagur (fyrir utan að mig vantaði íbbann minn með mér!). Fékk lánaðan bíl hjá Jenny (hjúkku) yfir helgina með því skilyrði að ég myndi rúlla og kíkja á hestana hennar. Veðrið var dásamlegt, steikjandi hiti en skýjaslæða fyrir sólinni svo hún var sem betur fer ekki sterk. Ég rúntaði og kíkti á hesta, fór svo í langan bíltúr um sveitina og fann að lokum baðströnd og henti mér loksins útí í fyrsta sinn í sumar!! Dásamlegt!
Hitti svo Emmu í kvöld, ætluðum út að borða sushi - nema bara að það lokar víst kl 17.00 á laugardögum hérna í övík. Spes ;) En fundum okkur annan stað, kósí útiveitingastað við höfnina. Maturinn var að vísu óhugnalega vondur, en yndislegt sumarkvöld engu að síður!
Jæja, verð að koma mér í háttinn svo ég verði fersk í sveppatínslu á morgun! :D
Þessi vika var hins vegar öðruvísi að því leyti til að ég skellti mér á sveppanámskeið. Jamm og já. Þóra sagði að ég væri farin að hegða mér eins og fimmtugur leiðinlegur svíi - og sagði í næstu setningu að það ætti einstaklega vel við mig að fara á sveppanámskeið. Jahá. Hvernig á ég að skilja þetta? Hmm. ;)
Anyways, mér fannst bara gaman á sveppanámskeiðinu. Og hana nú! Á fimmtudaginn var bóklegur tími. Einstaklega skemmtilegt að stúdera skrítna svía - varð ekki fyrir vonbrigðum þar :) Á morgun förum við svo útí skóg með kennaranum. Hún er ekta ofur-pedagógískur svíi sem margtuggði ofan í mannskapinn að maður gæti fengið "jätteont i magen" ef maður borðar eitraða sveppi, hráa sveppi eða of mikið af sveppum. Eins gott að passa sig á því, ekki vil ég fá jätteont i magen!
Í dag var dásamlegur dagur (fyrir utan að mig vantaði íbbann minn með mér!). Fékk lánaðan bíl hjá Jenny (hjúkku) yfir helgina með því skilyrði að ég myndi rúlla og kíkja á hestana hennar. Veðrið var dásamlegt, steikjandi hiti en skýjaslæða fyrir sólinni svo hún var sem betur fer ekki sterk. Ég rúntaði og kíkti á hesta, fór svo í langan bíltúr um sveitina og fann að lokum baðströnd og henti mér loksins útí í fyrsta sinn í sumar!! Dásamlegt!
Hitti svo Emmu í kvöld, ætluðum út að borða sushi - nema bara að það lokar víst kl 17.00 á laugardögum hérna í övík. Spes ;) En fundum okkur annan stað, kósí útiveitingastað við höfnina. Maturinn var að vísu óhugnalega vondur, en yndislegt sumarkvöld engu að síður!
Jæja, verð að koma mér í háttinn svo ég verði fersk í sveppatínslu á morgun! :D
onsdag 4 augusti 2010
Ekki fleiri ævintýri takk, þetta er orðið ágætt takk.
Var á vakt í gærkvöldi. T'íðindalaust þangað til ég var nýkomin inn úr dyrunum um 19-leytið eftir skýrsluskrif og hangs í vinnunni (síminn hringir einhvern veginn alltaf þegar ég er ný-eitthvað; nýkomin úr vinnufötunum, nýsest í bílinn til að keyra heim, nýkomin innúr dyrunum heima, nýbúin að setja hakkið á pönnuna.. osfrv.)
Jæja síminn hringdi semsagt. Hvolpur sem hafði lent í slag við stærri hund. Jamm og já. Já og augað hangir út. Ó. ó. ó. Ég sagði þeim að koma á spítalann og krossaði alla mína fingur og tær að þetta væru móðursjúkir eigendur og að augað væri á sínum stað.
Neibb.
Augað var ekki á sínum stað. Bara frekar langt í frá. Þetta var pínkulítill hvolpur, 1,5 kg af ónefndri ófríðri smáhundategund með útstandandi augu - og semsagt annað þeirra alveg óþarflega óvenjulega útstandandi. Dýrið argaði af öllum lífs og sálar kröftum og fjölskyldan skældi.
Úff púff. What to do? Sem betur fer var ég svo ótrúlega heppin að samstarfsmaður minn sem er í sumarfríi var staddur á klinikinni að brasa eitthvað og ég gat fengið hann til að hjálpa mér að koma auganu á sinn stað. Það gekk ekki áfallalaust, en hafðist fyrir rest og nú veit ég hvernig maður gerir það. Maður er víst alltaf að læra eitthvað nýtt.
Það merkilega við þessa sögu er hins vegar það að hundurinn sem orsakaði þennan augnskaða var einn af sjúklingunum mínum. Elsku uppáhalds bangsasjúklingurinn minn sem ég hef eytt vikum í að reyna að bjarga.. já einmitt.. auganu úr! Hún er með stórt hornhimnusár sem vill ekki gróa og ég hef gert ALLT fyrir hana M. mína! Núna síðast sendi ég hana til sérfræðings einhvers staðar langtíburtu.. og hún kom tilbaka og þakkaði mér fyrir með þessum hætti! Skamm!
En sagan er nú ekki búin enn. M. fékk nefnilega sinn augnskaða í slag við hund. Og sá hundur tilheyrir fjölskyldunni sem átti litla hvolpinn sem M. réðst á í gær.
Talandi um auga fyrir auga!
Þessar fjölskyldur eru semsagt nágrannar. Ég stakk upp á því að þau myndu smíða góða girðingu á milli. Fjölskyldan hafði ekki húmor fyrir því. Skrítið.
Af öðrum athyglisverðum atburðum dagsins má nefna að ég var að reyna að lækna 1 árs gamlan rottweilerhlunk, 53 kg takk fyrir takk. Hann asnaðist til að setjast oná fótinn á mér.. og ég sat föst! Ég er að meina það - ég gat ekki losað fótinn undan flykkinu, hann þurfti að standa upp á endanum! Hahaha.. mér fannst þetta alveg endalaust fyndið! Aldrei lent í svona vandamáli áður!
Namm namm. Ég eldaði mér snabbmakkó og mamma scan sænskar kjötbollur með tómatsósu. Eldaði mér helmingi meir en ég ætlaði að borða, ætlaði að taka afganginn í nesti. Nema bara það varð enginn afgangur. Úbbsííí...
Á morgun ætla ég að gerast sænskur lúði! Ég ætla að fara á sveppanámskeið! Emma og Jenny í vinnunni ætla að fara og buðu mér með.. þar sem það eru takmarkaðir afþreyingarmöguleikar í þessum bæ (ætli þær hafi einhvern tímann heyrt um að fara í bíó...?) þá ákvað ég að skella mér bara með :)
Á morgun er semsagt bóklegur tími í sveppatínslufræðum og svo förum við útí skóg á sunnudaginn að tína sveppi. Þá eigum við að hafa öðlast sjálfstæði og hugrekki til að tína okkar eigin sveppi og eigum ekki að spyrja kennarann mikið. En það er mjög mikilvægt að allir takið með sér "fika". Kannski bara saft & bulle. Jafnvel :)
Gaman gaman.. ég hlakka til! Haha.. Mest hlakka ég til að stúdera skrítna svía.. þetta getur nú varla klikkað?! :D
Jæja, það er víst kominn háttatími á mig. Svaf endalaust illa síðustu nótt, mig dreymdi bara hunda með augun útúr hausnum og móðursjúka eigendur og ég klúðraði öllu. Úff!
Góða nótt :)
Jæja síminn hringdi semsagt. Hvolpur sem hafði lent í slag við stærri hund. Jamm og já. Já og augað hangir út. Ó. ó. ó. Ég sagði þeim að koma á spítalann og krossaði alla mína fingur og tær að þetta væru móðursjúkir eigendur og að augað væri á sínum stað.
Neibb.
Augað var ekki á sínum stað. Bara frekar langt í frá. Þetta var pínkulítill hvolpur, 1,5 kg af ónefndri ófríðri smáhundategund með útstandandi augu - og semsagt annað þeirra alveg óþarflega óvenjulega útstandandi. Dýrið argaði af öllum lífs og sálar kröftum og fjölskyldan skældi.
Úff púff. What to do? Sem betur fer var ég svo ótrúlega heppin að samstarfsmaður minn sem er í sumarfríi var staddur á klinikinni að brasa eitthvað og ég gat fengið hann til að hjálpa mér að koma auganu á sinn stað. Það gekk ekki áfallalaust, en hafðist fyrir rest og nú veit ég hvernig maður gerir það. Maður er víst alltaf að læra eitthvað nýtt.
Það merkilega við þessa sögu er hins vegar það að hundurinn sem orsakaði þennan augnskaða var einn af sjúklingunum mínum. Elsku uppáhalds bangsasjúklingurinn minn sem ég hef eytt vikum í að reyna að bjarga.. já einmitt.. auganu úr! Hún er með stórt hornhimnusár sem vill ekki gróa og ég hef gert ALLT fyrir hana M. mína! Núna síðast sendi ég hana til sérfræðings einhvers staðar langtíburtu.. og hún kom tilbaka og þakkaði mér fyrir með þessum hætti! Skamm!
En sagan er nú ekki búin enn. M. fékk nefnilega sinn augnskaða í slag við hund. Og sá hundur tilheyrir fjölskyldunni sem átti litla hvolpinn sem M. réðst á í gær.
Talandi um auga fyrir auga!
Þessar fjölskyldur eru semsagt nágrannar. Ég stakk upp á því að þau myndu smíða góða girðingu á milli. Fjölskyldan hafði ekki húmor fyrir því. Skrítið.
Af öðrum athyglisverðum atburðum dagsins má nefna að ég var að reyna að lækna 1 árs gamlan rottweilerhlunk, 53 kg takk fyrir takk. Hann asnaðist til að setjast oná fótinn á mér.. og ég sat föst! Ég er að meina það - ég gat ekki losað fótinn undan flykkinu, hann þurfti að standa upp á endanum! Hahaha.. mér fannst þetta alveg endalaust fyndið! Aldrei lent í svona vandamáli áður!
Namm namm. Ég eldaði mér snabbmakkó og mamma scan sænskar kjötbollur með tómatsósu. Eldaði mér helmingi meir en ég ætlaði að borða, ætlaði að taka afganginn í nesti. Nema bara það varð enginn afgangur. Úbbsííí...
Á morgun ætla ég að gerast sænskur lúði! Ég ætla að fara á sveppanámskeið! Emma og Jenny í vinnunni ætla að fara og buðu mér með.. þar sem það eru takmarkaðir afþreyingarmöguleikar í þessum bæ (ætli þær hafi einhvern tímann heyrt um að fara í bíó...?) þá ákvað ég að skella mér bara með :)
Á morgun er semsagt bóklegur tími í sveppatínslufræðum og svo förum við útí skóg á sunnudaginn að tína sveppi. Þá eigum við að hafa öðlast sjálfstæði og hugrekki til að tína okkar eigin sveppi og eigum ekki að spyrja kennarann mikið. En það er mjög mikilvægt að allir takið með sér "fika". Kannski bara saft & bulle. Jafnvel :)
Gaman gaman.. ég hlakka til! Haha.. Mest hlakka ég til að stúdera skrítna svía.. þetta getur nú varla klikkað?! :D
Jæja, það er víst kominn háttatími á mig. Svaf endalaust illa síðustu nótt, mig dreymdi bara hunda með augun útúr hausnum og móðursjúka eigendur og ég klúðraði öllu. Úff!
Góða nótt :)
måndag 2 augusti 2010
Góðan daginn
Bara ein stutt morgunkveðja enn og aftur. Það var mikið að gera í gær og ég kom ekki heim úr vinnu fyrren um 20.30 og þá.. haldið ykkur fast.. þá fórum við Marlene út að skokka! Jibbíjey! Og það var meira að segja gaman! Ekkert smá yndislegt sumarkvöld með ilm af náttúru og nýslegnu heyi. Fengum meira að segja hund með okkur (sem samstarfskona á) svo þetta hefði ekki getað verið öllu betra!
Er heppin að hafa Marlene hérna, hún ætlar að taka þátt í 15 km hlaupi í september svo hún þarf að vera dugleg að æfa og ég get þá dröslast með henni :) Hentar mér mjög vel að hafa einhvern sem dregur mig með ;)
Í nótt er ég víst á vaktinni enn og aftur. Ég skil ekki hvað vikurnar fljúga áfram! Þetta er þriðja vaktin mín síðan ég fór frá íslandi.. sem þýðir að þetta er þriðja vikan mín! Og þá eru ekki nema 4 eftir þar til ég kemst til að knúsa kallinn og kettina í köben!
Úbbsííí... verð að fara að koma mér í vinnuna!
L8er
Er heppin að hafa Marlene hérna, hún ætlar að taka þátt í 15 km hlaupi í september svo hún þarf að vera dugleg að æfa og ég get þá dröslast með henni :) Hentar mér mjög vel að hafa einhvern sem dregur mig með ;)
Í nótt er ég víst á vaktinni enn og aftur. Ég skil ekki hvað vikurnar fljúga áfram! Þetta er þriðja vaktin mín síðan ég fór frá íslandi.. sem þýðir að þetta er þriðja vikan mín! Og þá eru ekki nema 4 eftir þar til ég kemst til að knúsa kallinn og kettina í köben!
Úbbsííí... verð að fara að koma mér í vinnuna!
L8er
söndag 1 augusti 2010
Að hlaupa eða ekki hlaupa...
Vaknaði kl 07.30 í morgun, harðákveðin í því að fara út að skokka. Núna er klukkan orðin 19.30 og það hefur ekki ennþá gerst. Skrítið.
Fór hins vegar í langan göngutúr í kringum vötnin, held það séu um 7 km. En það var samt ekki hlaup, heldur labb. Svo nú veit ég ekki hvort það má skipta þessu út eða hvort ég neyðist til að fara að hlaupa í kvöld. Hmm.
Mér er búið að leiðast alveg afspyrnumikið í dag. Ekki búin að hitta neinn. Búin að hanga á netinu, lesa næstum heila Twilight-bók (segir mjög mikið um hversu mikið mér hefur leiðst!), sortera myndir og laga til í tölvunni, lesa um húðsjúkdóma hjá dýrum (sem ég get aldrei troðið inní hausinn á mér hvort sem er), þvo þvott, fara í labbitúr og útí búð. *gaaaman*
Skil ekki hvers vegna þessar blessuðu Twilight bækur slógu svona í gegn. Mér finnst þetta hreint út sagt leiðinlegar bækur. Mér leiðist Edward og mér leiðist Bella. Hélt þetta myndi kannski lagast með tímanum, en núna er ég langt komin með bók 3 og mér finnst þetta ennþá jafn leiðinlegt.
Mig langar svo að sparka í Edward, aka mr. Boring. Er hægt að vera öllu leiðinlegri?! "ó búhú, ég get ekki verið kærastinn þinn því ég er vampíra.. en ég elska þig samt.. búhú. En það gengur ekki. Ég ætla að fara. Það er best fyrir þig. Nei ég kem aftur, það er betra. En ég vil ekki sofa hjá þér. Ég verð að fá að giftast þér. En þú mátt ekki verða vampíra. Ó búhú hvað allt er erfitt. Og ég er ekki með sál."
Og svona heldur hann áfram eeeendalaust! Og hún aftur á móti vælir og volar og vill endilega selja sálu sína fyrir þennan óhugnalega leiðinlega vampírugaur og eyða með honum restinni af þeirra eilífa vampírulífi. Og hann er meira að segja ískaldur. Ískaldur!! Halló.. ojbara.
Nei þá hefði ég frekar valið heita góða varúlfinn. Sem er prakkari og skemmtilegur og finnst gaman að vera til!
Jáh sveimér þá hvað ég skil þetta ekki. En ég ætla samt að klára allar bækurnar ;) Og sjá allar myndirnar.. og halda áfram að vona að hún dömpi Edward. *plísplísplííís*
Jæja. Þetta var allt sem ég hafði að segja eftir þennan dag ;) Á morgun hefst ný vika með nýjum ævintýrum. Og ég kann ennþá ekki neitt um húðsjúkdóma.
L8er
Fór hins vegar í langan göngutúr í kringum vötnin, held það séu um 7 km. En það var samt ekki hlaup, heldur labb. Svo nú veit ég ekki hvort það má skipta þessu út eða hvort ég neyðist til að fara að hlaupa í kvöld. Hmm.
Mér er búið að leiðast alveg afspyrnumikið í dag. Ekki búin að hitta neinn. Búin að hanga á netinu, lesa næstum heila Twilight-bók (segir mjög mikið um hversu mikið mér hefur leiðst!), sortera myndir og laga til í tölvunni, lesa um húðsjúkdóma hjá dýrum (sem ég get aldrei troðið inní hausinn á mér hvort sem er), þvo þvott, fara í labbitúr og útí búð. *gaaaman*
Skil ekki hvers vegna þessar blessuðu Twilight bækur slógu svona í gegn. Mér finnst þetta hreint út sagt leiðinlegar bækur. Mér leiðist Edward og mér leiðist Bella. Hélt þetta myndi kannski lagast með tímanum, en núna er ég langt komin með bók 3 og mér finnst þetta ennþá jafn leiðinlegt.
Mig langar svo að sparka í Edward, aka mr. Boring. Er hægt að vera öllu leiðinlegri?! "ó búhú, ég get ekki verið kærastinn þinn því ég er vampíra.. en ég elska þig samt.. búhú. En það gengur ekki. Ég ætla að fara. Það er best fyrir þig. Nei ég kem aftur, það er betra. En ég vil ekki sofa hjá þér. Ég verð að fá að giftast þér. En þú mátt ekki verða vampíra. Ó búhú hvað allt er erfitt. Og ég er ekki með sál."
Og svona heldur hann áfram eeeendalaust! Og hún aftur á móti vælir og volar og vill endilega selja sálu sína fyrir þennan óhugnalega leiðinlega vampírugaur og eyða með honum restinni af þeirra eilífa vampírulífi. Og hann er meira að segja ískaldur. Ískaldur!! Halló.. ojbara.
Nei þá hefði ég frekar valið heita góða varúlfinn. Sem er prakkari og skemmtilegur og finnst gaman að vera til!
Jáh sveimér þá hvað ég skil þetta ekki. En ég ætla samt að klára allar bækurnar ;) Og sjá allar myndirnar.. og halda áfram að vona að hún dömpi Edward. *plísplísplííís*
Jæja. Þetta var allt sem ég hafði að segja eftir þennan dag ;) Á morgun hefst ný vika með nýjum ævintýrum. Og ég kann ennþá ekki neitt um húðsjúkdóma.
L8er
lördag 31 juli 2010
Long tæm nó skrif...
Sit hérna heima í Övik og læt mér leiðast og er einmana. Þetta er nánast í fyrsta sinn sem ég hef haft tíma og orku í það. Yfirleitt finnst mér bara gott að vera ein og hvíla litla þreytta hausinn minn, en núna langar mig að hitta einhvern og gera eitthvað!
Var að vísu í Sollefteå hjá Isabelle í gær en það var ekki eins skemmtilegt og ég hafði vonast til. Við hættum semsagt við að fara á fimmtudagskvöldinu, Isabelle var slöpp og vildi ekki fá okkur, en ég ákvað að drífa mig ein í gær í staðinn.
Hún og vinnufélagar ætluðu að hittast og snarla saman og fara svo út á lífið, það var einhver útihátíð í gangi í bænum.
En þessi kvöldhittingur. Guð minn góður. Þetta voru allt dýralæknar eða dýrahjúkkur. Barnlaus að vísu - EN.. allir með hund með sér. Sem ung (?) og barnlaus stúlkukind hef ég oft orðið pínu þreytt á því í matarboðum þegar ekki er hægt að halda uppi samræðum við foreldra vegna barnanna þeirra sem annað hvort eru suðandi tuðandi vælandi skælandi ælandi eða að gera eitthvað af sér. Eftir þetta kvöld mun ég aldrei aftur pirra mig á þessu. Í þessu boði var ekki hægt að halda uppi samræðum útaf.. nú læt ég vaða.. helvítis bölvuðum óöguðum geltandi illalyktandi og illa uppöldum hundkvikindum! Endalaus slagsmál og áflog og sveittir eigendur að veltast um gólfin við að reyna að ná taki á sínu hundkvikindi til að skamma það. Til þess eins að sleppa því aftur inní hrúguna af hundum. Til þess eins að svitna enn meira við að reyna að ná taki á því aftur. Og aftur. Og aftur. Og aftur. Og svo var einum hent út. En þá tók annar við. Og svo kom nýr gestur. Með nýjan hund. Og allt vitlaust.
Það er eiginlega ekki hægt að lýsa þessu. Eitt dæmi. Reynið að sjá þetta fyrir ykkur: Nýi ofvirki risavaxni hvolpurinn hennar Isabelle, á stærð við íslenskan fjárhund, uppí gluggakistu (!) að hoppa uppá rúðuna til að reyna að komast í gegnum gluggann og út að veiða hænur. Með 3 geltandi hunda fyrir neðan gluggakistuna sem vildu líka vera með og 4 misdesperate eigendur að reyna að hafa stjórn á sínu dýri.
Ég held ég velji þá frekar fjölskylduboðin með óþægu börnunum heldur en dýralæknaboðin með brjáluðu hundunum!
Nú skil ég líka hvernig tilfinning það er þegar vinkona manns eignast barn og skyndilega er ekki lengur hægt að ná sambandi við hana. Isabelle var gjörsamlega sambandslaus útaf nýja hvolpinum, var einhvers staðar ein inní herbergi með kvikindinu hálft kvöldið á meðan ég var að reyna að spjalla við hitt hundafólkið. Þegar hún kom svo loksins fram þá varð hún að sitja með villidýrið í fanginu restina af kvöldinu og var þar af leiðandi alveg jafn sambandslaus og þegar hún var inní herbergi.
Eftir nokkrar klst af hundaáflogum voru allir orðnir svo þreyttir að það var ekki hægt að fara út á lífið.
Skrítið kvöld.
Kom svo heim til Övik áðan og hef látið mér leiðast síðan. Er boðið í grillveislu hjá vinnufélaga í kvöld, en þar sem ég er bíllaus og þetta er um 10-15 km fyrir utan bæinn lítur ekki út fyrir að ég komist þangað. Magnað.
Kannski ég kaupi mér bara gamlan Audi :)
L8er
Var að vísu í Sollefteå hjá Isabelle í gær en það var ekki eins skemmtilegt og ég hafði vonast til. Við hættum semsagt við að fara á fimmtudagskvöldinu, Isabelle var slöpp og vildi ekki fá okkur, en ég ákvað að drífa mig ein í gær í staðinn.
Hún og vinnufélagar ætluðu að hittast og snarla saman og fara svo út á lífið, það var einhver útihátíð í gangi í bænum.
En þessi kvöldhittingur. Guð minn góður. Þetta voru allt dýralæknar eða dýrahjúkkur. Barnlaus að vísu - EN.. allir með hund með sér. Sem ung (?) og barnlaus stúlkukind hef ég oft orðið pínu þreytt á því í matarboðum þegar ekki er hægt að halda uppi samræðum við foreldra vegna barnanna þeirra sem annað hvort eru suðandi tuðandi vælandi skælandi ælandi eða að gera eitthvað af sér. Eftir þetta kvöld mun ég aldrei aftur pirra mig á þessu. Í þessu boði var ekki hægt að halda uppi samræðum útaf.. nú læt ég vaða.. helvítis bölvuðum óöguðum geltandi illalyktandi og illa uppöldum hundkvikindum! Endalaus slagsmál og áflog og sveittir eigendur að veltast um gólfin við að reyna að ná taki á sínu hundkvikindi til að skamma það. Til þess eins að sleppa því aftur inní hrúguna af hundum. Til þess eins að svitna enn meira við að reyna að ná taki á því aftur. Og aftur. Og aftur. Og aftur. Og svo var einum hent út. En þá tók annar við. Og svo kom nýr gestur. Með nýjan hund. Og allt vitlaust.
Það er eiginlega ekki hægt að lýsa þessu. Eitt dæmi. Reynið að sjá þetta fyrir ykkur: Nýi ofvirki risavaxni hvolpurinn hennar Isabelle, á stærð við íslenskan fjárhund, uppí gluggakistu (!) að hoppa uppá rúðuna til að reyna að komast í gegnum gluggann og út að veiða hænur. Með 3 geltandi hunda fyrir neðan gluggakistuna sem vildu líka vera með og 4 misdesperate eigendur að reyna að hafa stjórn á sínu dýri.
Ég held ég velji þá frekar fjölskylduboðin með óþægu börnunum heldur en dýralæknaboðin með brjáluðu hundunum!
Nú skil ég líka hvernig tilfinning það er þegar vinkona manns eignast barn og skyndilega er ekki lengur hægt að ná sambandi við hana. Isabelle var gjörsamlega sambandslaus útaf nýja hvolpinum, var einhvers staðar ein inní herbergi með kvikindinu hálft kvöldið á meðan ég var að reyna að spjalla við hitt hundafólkið. Þegar hún kom svo loksins fram þá varð hún að sitja með villidýrið í fanginu restina af kvöldinu og var þar af leiðandi alveg jafn sambandslaus og þegar hún var inní herbergi.
Eftir nokkrar klst af hundaáflogum voru allir orðnir svo þreyttir að það var ekki hægt að fara út á lífið.
Skrítið kvöld.
Kom svo heim til Övik áðan og hef látið mér leiðast síðan. Er boðið í grillveislu hjá vinnufélaga í kvöld, en þar sem ég er bíllaus og þetta er um 10-15 km fyrir utan bæinn lítur ekki út fyrir að ég komist þangað. Magnað.
Kannski ég kaupi mér bara gamlan Audi :)
L8er
onsdag 28 juli 2010
Morgunkveðja
Geisp. Eftir fjögurra tíma svefn síðustu nótt og vondan svefn í nótt útaf partístandi í blokkinni er minns þreyttur. Mjöög þreyttur.
Langar bara enn og aftur að þakka hundaeigandanum sem hringdi í mig í gær morgun kl 5.40 til að tilkynna mér að hundurinn sinn hefði slasast en hún vildi ekki koma inn á vaktatíma. Neihei.. en takk fyrir að láta mig vita. Spes.
Jæja það verður víst eitthvað minna um fréttir héðan í dag. Ég og Marlene ætlum að reyna að heimsækja Isabelle í Sollefteå beint eftir vinnu - þeas ef það verður ekki mikil yfirvinna.
Geisp.
Langar bara enn og aftur að þakka hundaeigandanum sem hringdi í mig í gær morgun kl 5.40 til að tilkynna mér að hundurinn sinn hefði slasast en hún vildi ekki koma inn á vaktatíma. Neihei.. en takk fyrir að láta mig vita. Spes.
Jæja það verður víst eitthvað minna um fréttir héðan í dag. Ég og Marlene ætlum að reyna að heimsækja Isabelle í Sollefteå beint eftir vinnu - þeas ef það verður ekki mikil yfirvinna.
Geisp.
tisdag 27 juli 2010
Næturkveðja
Afsakið bloggleysi síðustu daga, þeas ef einhver er þá yfirhöfuð að lesa þetta. Annars bara tek ég afsökunina tilbaka og geymi til betri tíma. Þetta er eins og með missisippíin.. ekki gott að eyða þeim í óþarfa.
Ég hef verið gríðarlega upptekin í vinnu, kom heim um hálf tíu í gær og nennti ekki að blogga. Í dag er ég á vakt og var að skrifa skýrslur í vinnunni til ca 20. Ekki nema einn sjúklingur kominn og hann var dauður, svo það hefði nú ekki getað verið auðveldara. Alveg þangað til ég var að fara heim - eins og vanalega þegar ég er á vakt. Var komin úr klinikbuxunum þegar bóndi nokkur hringdi sem átti belju sem hafði spýtt aftanúr sér leginu. Ok ég kem. Sagði ég og skellti á. Áttaði mig svo á því að ég hef séð þetta framkvæmt einu sinni á ævinni. Nota bene: SÉÐ þetta framkvæmt. Ekki framkvæmt sjálf. Og það eru ca 2 ár síðan. Hm.
Hringdi í smá stressi í Emmu stórdýralækni, hún útskýrði hvað ég ætti að gera og ég skrifaði lítinn minnismiða. Dríbbaði mig svo í sveitina og kíkkaði aðeins á svindlimiðann minn áður en ég fór inn. Þóttist svo vera ægilega klár og held það hafi bara gengið nokkuð vel. Tókst að troða öllu heila draslinu inn og loka fyrir og allir ægilega ánægðir. Svo flýtti ég mér heim og slökkti á vaktasímanum og vona að beljan sé enn á lífi ;)
Nei nei, smá ýkjur. Það er kveikt á símanum. Og beljan virtist hress. Allavega er ég stolt af mér að hafa komið þessu inn. Og mjög svo ánægð með alla boxþjálfunina í vetur og vor! Veitti ekki af smá vöðvum.
En nú er kominn háttatími og rúmlega það. Vaknitími eftir 5 tíma. Hlakka til á morgun. Not. Kannski ætti ég samt að slökkva á símanum - væri synd að eyðileggja þessa fáu tíma.
Góða nótt!
Ég hef verið gríðarlega upptekin í vinnu, kom heim um hálf tíu í gær og nennti ekki að blogga. Í dag er ég á vakt og var að skrifa skýrslur í vinnunni til ca 20. Ekki nema einn sjúklingur kominn og hann var dauður, svo það hefði nú ekki getað verið auðveldara. Alveg þangað til ég var að fara heim - eins og vanalega þegar ég er á vakt. Var komin úr klinikbuxunum þegar bóndi nokkur hringdi sem átti belju sem hafði spýtt aftanúr sér leginu. Ok ég kem. Sagði ég og skellti á. Áttaði mig svo á því að ég hef séð þetta framkvæmt einu sinni á ævinni. Nota bene: SÉÐ þetta framkvæmt. Ekki framkvæmt sjálf. Og það eru ca 2 ár síðan. Hm.
Hringdi í smá stressi í Emmu stórdýralækni, hún útskýrði hvað ég ætti að gera og ég skrifaði lítinn minnismiða. Dríbbaði mig svo í sveitina og kíkkaði aðeins á svindlimiðann minn áður en ég fór inn. Þóttist svo vera ægilega klár og held það hafi bara gengið nokkuð vel. Tókst að troða öllu heila draslinu inn og loka fyrir og allir ægilega ánægðir. Svo flýtti ég mér heim og slökkti á vaktasímanum og vona að beljan sé enn á lífi ;)
Nei nei, smá ýkjur. Það er kveikt á símanum. Og beljan virtist hress. Allavega er ég stolt af mér að hafa komið þessu inn. Og mjög svo ánægð með alla boxþjálfunina í vetur og vor! Veitti ekki af smá vöðvum.
En nú er kominn háttatími og rúmlega það. Vaknitími eftir 5 tíma. Hlakka til á morgun. Not. Kannski ætti ég samt að slökkva á símanum - væri synd að eyðileggja þessa fáu tíma.
Góða nótt!
söndag 25 juli 2010
Söndagsmys :)
Nammnamm. Var að ljúka við alveg hreint dásemdar kvöldmat. Ótrúlegt að mér skyldi ekki takast að klúðra þessu. Alltaf þegar ég kaupi eitthvað gott og geri mér miklar vonir og væntingar þá fer allt í vaskinn. Bjóst þess vegna ekki við því að þetta myndi takast hjá mér, en þar af leiðandi varð þetta ennþá betri máltíð fyrir vikið! Eldaði mér nautalund með kantarellusósu og ferskum kantarellum. Namminamm! Bara ágætis kvöldstund, nema ég klikkaði á rauðvíni! Skandall.
Annars hefur mér gengið alveg hreint framúrskarandi vel að gera ekkineitt um helgina. Eiginlega bara betur en ég bjóst við. Fór að vísu í bæjarleiðangur í gær til að reyna að redda linsum og það gekk nú álíka vel og allt annað í þessum litla lorta-bæ = illa. Í Övik eru 6 linsubúðir. Hversu margar eru opnar á laugardögum? Núll. Til að reyna að dempa aðeins gremjuna yfir þessu skrapp ég í búðir og skoðaði föt eins og ég ætti lífið að leysa í nokkrar klst. Endaði svo daginn á því að fara í matarbúð og ætlaði svo að skella mér í strætó heim með matarpokana. Eftir klst bið í strætóskýlinu læddist að mér illur grunur. Bara grunur samt, því í Övik eru engir auglýstir strætótímar. Amk ekki í linje 1, 6 og 22 sem eru þær línur sem ég get tekið heim. Í hinum skýlunum voru upplímdir pappírsseðlar og ég fór að kíkja á þá og það renndi enn frekari stoðum undir minn illa grun. Allir þeir strætóar sem var plan fyrir hættu að ganga á laugardögum milli 14 og 15. Klukkan var þarna orðin rúmlega 16. Eftir að hafa beðið soldið lengur, hringt í Ívar og öskrað yfir þessum hörmulegasta bæ veraldar neyddist ég til að horfast í augu við það að það myndi ekki koma neinn strætó og ég varð því enn og aftur að plampast upp brekkurnar og alla leið heim með þunga innkaupapoka. Arrgh arrggh og aftur arrrggh! Héðan í frá stíg ég ekki fæti mínum niður í þennan bæ. Punktur og Pasta. Nema nottla á morgun. Þarf víst að endurtaka linsuleiðangurinn. Demit.
Í dag var svo dagurinn sem ég gerði ekki neitt. Það hellirigndi nánast allan daginn, svo þetta var eiginlega fullkominn geraekkineittdagur. Búin að hanga á netinu og facebook og núna veit ég allt um alla. Loksins. Var farin að hafa áhyggjur af því að ég hefði misst af svo miklu. Hefði varla getað byrjað nýja vinnuviku án þess að vita hverjir þrifu íbúðina sína, hverjir bökuðu köku, hverjir fóru í útilegu og hver átti sætasta barnið. En núna er það allt komið á hreint. Hjúkket.
Fór að vísu í smá labbitúr áðan eftir að rigningin gat ekki meir. Skrapp hérna upp í skóginn fyrir ofan húsið mitt, en þangað hef ég aldrei farið áður. Endaði ekki betur en svo að ég varð ofurtaugaveikluð og myrkfælin (samt var ekki myrkur) því ég var eina manneskjan á ferli þarna. Byrjaði vel samt, fann sætan lítinn fuglsunga og sá dádýr. Svo fann ég líka aðalbláber. Svo fann ég skítahrúgu frá dýri sem ég vissi ekki hvað var. Þá fór ég að ímynda mér að það væru bjarndýr í skóginum. Og að þau væru líka sólgin í bláber. Og væru öll að bíða bakvið næsta runna. Og svo mundi ég að það eru höggormar í svíþjóð. Þeir voru líka á bakvið hvern stein og hverja grein að bíða eftir að ráðast á mig. Maður á að vera í stígvélum. Svo eftir að fallegi skógurinn varð allt í einu uppfullur af vondum dýrum, jah auðvitað fylltist hann þá líka af vondu fólki. Einhvers staðar verða vondir að vera og þarna hafði ég akkúrat fundið staðinn þar sem öll vondu dýrin og vondu mennirnir í Övik búa. Obbobobb. Svo ég flýtti mér heim og ákvað að héðan í frá skyldi ég bara labba í kringum litla saklausa vatnið mitt þar sem allt góða fólkið labbar með góðu hundana sína. Og stundum eru góðar kisur líka. Jebb.
Þetta voru helstu viðburðir dagsins. Á morgun byrjar ný vinnuvika og ég er ekki alveg búin að ákveða hvort ég sé úthvíld, ofhvíld eða bara ennþá þreytt. Hallast samt frekar að ofhvíld svona miðað við þá staðreynd að ég svaf í 11 tíma fyrri nóttina og 10 þá seinni.
Já nú man ég. Müslíupdate. Nýja draslið var vont, jafnvel verra en það fyrra. Svo nú er hörð barátta - það er ógó vont og ég fæ mér oftast bara lítið.. en ef ég hins vegar myndi fá mér mikið þá myndi það klárast fyrr. Hmm.
Keypti Polarbröd í fyrradag. Hef ekki gert það hingað til, því ég var hrædd um að ég myndi éta allan pokann í einu. Ákvað að leyfa mér það samt núna og gera bara tilraun. Lofaði sjálfri mér að éta bara eina brauðköku á dag. Það gekk bara mjög vel. Í gær. Í dag er ég búin með 3. Ansans. Held ég sé fallin og það verður ekki keypt meira sona :(
Anyways. L8er.
Annars hefur mér gengið alveg hreint framúrskarandi vel að gera ekkineitt um helgina. Eiginlega bara betur en ég bjóst við. Fór að vísu í bæjarleiðangur í gær til að reyna að redda linsum og það gekk nú álíka vel og allt annað í þessum litla lorta-bæ = illa. Í Övik eru 6 linsubúðir. Hversu margar eru opnar á laugardögum? Núll. Til að reyna að dempa aðeins gremjuna yfir þessu skrapp ég í búðir og skoðaði föt eins og ég ætti lífið að leysa í nokkrar klst. Endaði svo daginn á því að fara í matarbúð og ætlaði svo að skella mér í strætó heim með matarpokana. Eftir klst bið í strætóskýlinu læddist að mér illur grunur. Bara grunur samt, því í Övik eru engir auglýstir strætótímar. Amk ekki í linje 1, 6 og 22 sem eru þær línur sem ég get tekið heim. Í hinum skýlunum voru upplímdir pappírsseðlar og ég fór að kíkja á þá og það renndi enn frekari stoðum undir minn illa grun. Allir þeir strætóar sem var plan fyrir hættu að ganga á laugardögum milli 14 og 15. Klukkan var þarna orðin rúmlega 16. Eftir að hafa beðið soldið lengur, hringt í Ívar og öskrað yfir þessum hörmulegasta bæ veraldar neyddist ég til að horfast í augu við það að það myndi ekki koma neinn strætó og ég varð því enn og aftur að plampast upp brekkurnar og alla leið heim með þunga innkaupapoka. Arrgh arrggh og aftur arrrggh! Héðan í frá stíg ég ekki fæti mínum niður í þennan bæ. Punktur og Pasta. Nema nottla á morgun. Þarf víst að endurtaka linsuleiðangurinn. Demit.
Í dag var svo dagurinn sem ég gerði ekki neitt. Það hellirigndi nánast allan daginn, svo þetta var eiginlega fullkominn geraekkineittdagur. Búin að hanga á netinu og facebook og núna veit ég allt um alla. Loksins. Var farin að hafa áhyggjur af því að ég hefði misst af svo miklu. Hefði varla getað byrjað nýja vinnuviku án þess að vita hverjir þrifu íbúðina sína, hverjir bökuðu köku, hverjir fóru í útilegu og hver átti sætasta barnið. En núna er það allt komið á hreint. Hjúkket.
Fór að vísu í smá labbitúr áðan eftir að rigningin gat ekki meir. Skrapp hérna upp í skóginn fyrir ofan húsið mitt, en þangað hef ég aldrei farið áður. Endaði ekki betur en svo að ég varð ofurtaugaveikluð og myrkfælin (samt var ekki myrkur) því ég var eina manneskjan á ferli þarna. Byrjaði vel samt, fann sætan lítinn fuglsunga og sá dádýr. Svo fann ég líka aðalbláber. Svo fann ég skítahrúgu frá dýri sem ég vissi ekki hvað var. Þá fór ég að ímynda mér að það væru bjarndýr í skóginum. Og að þau væru líka sólgin í bláber. Og væru öll að bíða bakvið næsta runna. Og svo mundi ég að það eru höggormar í svíþjóð. Þeir voru líka á bakvið hvern stein og hverja grein að bíða eftir að ráðast á mig. Maður á að vera í stígvélum. Svo eftir að fallegi skógurinn varð allt í einu uppfullur af vondum dýrum, jah auðvitað fylltist hann þá líka af vondu fólki. Einhvers staðar verða vondir að vera og þarna hafði ég akkúrat fundið staðinn þar sem öll vondu dýrin og vondu mennirnir í Övik búa. Obbobobb. Svo ég flýtti mér heim og ákvað að héðan í frá skyldi ég bara labba í kringum litla saklausa vatnið mitt þar sem allt góða fólkið labbar með góðu hundana sína. Og stundum eru góðar kisur líka. Jebb.
Þetta voru helstu viðburðir dagsins. Á morgun byrjar ný vinnuvika og ég er ekki alveg búin að ákveða hvort ég sé úthvíld, ofhvíld eða bara ennþá þreytt. Hallast samt frekar að ofhvíld svona miðað við þá staðreynd að ég svaf í 11 tíma fyrri nóttina og 10 þá seinni.
Já nú man ég. Müslíupdate. Nýja draslið var vont, jafnvel verra en það fyrra. Svo nú er hörð barátta - það er ógó vont og ég fæ mér oftast bara lítið.. en ef ég hins vegar myndi fá mér mikið þá myndi það klárast fyrr. Hmm.
Keypti Polarbröd í fyrradag. Hef ekki gert það hingað til, því ég var hrædd um að ég myndi éta allan pokann í einu. Ákvað að leyfa mér það samt núna og gera bara tilraun. Lofaði sjálfri mér að éta bara eina brauðköku á dag. Það gekk bara mjög vel. Í gær. Í dag er ég búin með 3. Ansans. Held ég sé fallin og það verður ekki keypt meira sona :(
Anyways. L8er.
lördag 24 juli 2010
Fleiri sumarfréttir!
Er svona að reyna að setja inn merkilegustu fréttir Íslandsferðarinnar eftir því sem þær rifjast upp fyrir mér.
Tvær skemmtilegar hestafréttir:
Glódís mín fór undir stóðhest í fyrsta sinn! Sólon frá Skáney varð fyrir valinu, þar vonast ég til að fá frábæran reiðhest með snyrtilegum fótaburði - og að sjálfsögðu rauðblesótta hryssu. En af hverju Sólon?
Fyrir langa löngu þegar ég var að fletta eiðfaxa-blaði rakst ég á umfjöllun um Skáney. Þar var mynd af hryssu, Nútíð frá Skáney, sem mér fannst vera það allra fallegasta hross sem ég hafði séð. Þetta var sennilega bara venjuleg mynd af venjulegri hryssu, en samt. Það var eitthvað sem ég féll fyrir þarna...
Einhverjum árum seinna sá ég svo Sólon frá Skáney á Tekið til kostanna á Króknum. Fannst hann svo mjúkur og fallegur og virkaði eitthvað svo þjáll. Komst svo að því að þessi hestur var einmitt undan draumahryssunni minni, henni Nútíð!
Sólon kom svo til okkar á dýraspítalann eftir LM 2006, þar meiddist hann aðeins á sin og var hjá okkur einhverja daga. Þar féll ég ennþá meira fyrir honum, hann var svo ótrúlega þægilegur í umgengni að öllu leyti. Við héldum nokkrum hryssum undir hann á spítalanum og þar var hann svo kurteis og laus við alla stæla.
Í vetur fór ég svo að hugleiða að halda Dísu skvísu. Kíkkaði á stóðhestasíður og sá þar hverja rosa bombuna á fætur annarri, eeeendalaust af hæfileikaríkum ungum stóðhestum sem sprikluðu eins og enginn væri morgundagurinn. Mér féllust eiginlega hendur - þetta var alltof mikið! Og ekki hafði ég séð neinn af þessum hestum live (ekki svo ég myndi eftir amk - svaf nottla eins og steinn í brekkunni á stóðhestadeginum á LM 2008. Flott.)
Svo mundi ég eftir æskuástinni minni :) Spjallaði við Þóru systur sem hefur verið með nokkur afkvæmi undan honum sem henni fannst mjög fín, mjúk og geðgóð hross, svo ég ákvað að skella mér bara á þetta. Hann er svosem engin bomba - en hvað á ég svosem að gera við bombur?? Ég vonast til að fá gott reiðhross með snyrtilegum fótaburði undan þessu pari og held að það ætti ekki að vera ómögulegt :) Og að sjálfsögðu vil ég fá rauðblesótt! Mamma Glódísar var rauðblesótt og Sólon hefur gefið mjög mikið rauðblesótt, svo ég krossa alla mína fingur og tær!
En ég ætti kannski aðeins að róa mig í draumórunum - hún er rétt komin í hólfið, hehe ;)
Skemmtilega hestafrétt nr 2:
Ilmur hans Ívars kastaði rauðtvístjörnóttu folaldi undan Keili frá Miðsitju þann 19. júlí. Því miður var það hestfolald - hún hunsaði allar okkar bænir um hryssu! Þetta er fjórði hesturinn á móti einni hryssu. Skamm Ilmur, skamm! Annað sem hún má skammast sín fyrir er að hún kastaði ca 24 klst eftir að við yfirgáfum Ísland. Hversu týpískt er það?? Haha, svekkelsi aldarinnar!
En gott að allt gekk vel og gaman að fá lítið kríli þó það sé með bibba! ;)
Jæja. Ætla að druslast niðrí bæ og reyna að grátbiðja um linsur. Er með heimsendingarþjónustu til Köben og Ívar sendi pakkann af stað hingað á mánudaginn, en ekkert bólar á linsunum og núna á ég 2 pör eftir. VERÐ að reyna að redda þessu, en held því miður að það sé erfitt að fá linsur í "lausasölu" :/ En annars verð ég óvinnufær þangað til pakkinn kemur...!! Úffpúff..
Ætlaði annars að liggja eins og klessingur í sólbaði alla helgina. Gott plan - fyrir utan að það er ekki sól. Skamm!
L8er
Tvær skemmtilegar hestafréttir:
Glódís mín fór undir stóðhest í fyrsta sinn! Sólon frá Skáney varð fyrir valinu, þar vonast ég til að fá frábæran reiðhest með snyrtilegum fótaburði - og að sjálfsögðu rauðblesótta hryssu. En af hverju Sólon?
Fyrir langa löngu þegar ég var að fletta eiðfaxa-blaði rakst ég á umfjöllun um Skáney. Þar var mynd af hryssu, Nútíð frá Skáney, sem mér fannst vera það allra fallegasta hross sem ég hafði séð. Þetta var sennilega bara venjuleg mynd af venjulegri hryssu, en samt. Það var eitthvað sem ég féll fyrir þarna...
Einhverjum árum seinna sá ég svo Sólon frá Skáney á Tekið til kostanna á Króknum. Fannst hann svo mjúkur og fallegur og virkaði eitthvað svo þjáll. Komst svo að því að þessi hestur var einmitt undan draumahryssunni minni, henni Nútíð!
Sólon kom svo til okkar á dýraspítalann eftir LM 2006, þar meiddist hann aðeins á sin og var hjá okkur einhverja daga. Þar féll ég ennþá meira fyrir honum, hann var svo ótrúlega þægilegur í umgengni að öllu leyti. Við héldum nokkrum hryssum undir hann á spítalanum og þar var hann svo kurteis og laus við alla stæla.
Í vetur fór ég svo að hugleiða að halda Dísu skvísu. Kíkkaði á stóðhestasíður og sá þar hverja rosa bombuna á fætur annarri, eeeendalaust af hæfileikaríkum ungum stóðhestum sem sprikluðu eins og enginn væri morgundagurinn. Mér féllust eiginlega hendur - þetta var alltof mikið! Og ekki hafði ég séð neinn af þessum hestum live (ekki svo ég myndi eftir amk - svaf nottla eins og steinn í brekkunni á stóðhestadeginum á LM 2008. Flott.)
Svo mundi ég eftir æskuástinni minni :) Spjallaði við Þóru systur sem hefur verið með nokkur afkvæmi undan honum sem henni fannst mjög fín, mjúk og geðgóð hross, svo ég ákvað að skella mér bara á þetta. Hann er svosem engin bomba - en hvað á ég svosem að gera við bombur?? Ég vonast til að fá gott reiðhross með snyrtilegum fótaburði undan þessu pari og held að það ætti ekki að vera ómögulegt :) Og að sjálfsögðu vil ég fá rauðblesótt! Mamma Glódísar var rauðblesótt og Sólon hefur gefið mjög mikið rauðblesótt, svo ég krossa alla mína fingur og tær!
En ég ætti kannski aðeins að róa mig í draumórunum - hún er rétt komin í hólfið, hehe ;)
Skemmtilega hestafrétt nr 2:
Ilmur hans Ívars kastaði rauðtvístjörnóttu folaldi undan Keili frá Miðsitju þann 19. júlí. Því miður var það hestfolald - hún hunsaði allar okkar bænir um hryssu! Þetta er fjórði hesturinn á móti einni hryssu. Skamm Ilmur, skamm! Annað sem hún má skammast sín fyrir er að hún kastaði ca 24 klst eftir að við yfirgáfum Ísland. Hversu týpískt er það?? Haha, svekkelsi aldarinnar!
En gott að allt gekk vel og gaman að fá lítið kríli þó það sé með bibba! ;)
Jæja. Ætla að druslast niðrí bæ og reyna að grátbiðja um linsur. Er með heimsendingarþjónustu til Köben og Ívar sendi pakkann af stað hingað á mánudaginn, en ekkert bólar á linsunum og núna á ég 2 pör eftir. VERÐ að reyna að redda þessu, en held því miður að það sé erfitt að fá linsur í "lausasölu" :/ En annars verð ég óvinnufær þangað til pakkinn kemur...!! Úffpúff..
Ætlaði annars að liggja eins og klessingur í sólbaði alla helgina. Gott plan - fyrir utan að það er ekki sól. Skamm!
L8er
fredag 23 juli 2010
Loksins helgi..!
Ah þvílík dásemd! Mikið hlakka ég til að sofa út í fyrramálið.. vakna... og vera að fara að gera ekki-neitt. Þetta verður fyrsti sofa-út morguninn í fleiri vikur! Sumar"fríið" á íslandi var svo þéttskipað að engin leti kom til greina, enda þurfti að deila tíma á milli tveggja fjölskyldna, barna, hesta, hunds og vina. Nóg að gera semsagt!
Ég gleymdi að segja frá hápunkti síðastliðinna mánaða, en það var þegar snillingurinn hann Guðjón gat bjargað öllum gögnum (lesist MYNDUM) af harða diskinum úr gömlu tölvunni minni sem hrundi í fyrra og allir voru búnir að dæma endanlega dauða og vonlaust að ná myndunum. Mikill missir þar, enda milljón myndir frá mínum fyrstu 4 árum í Köben og því yndislega grallaralífi sem við lifðum þar í byrjun námsins! En semsagt - Guðjón framkvæmdi hið ómögulega og bjargaði þeim allesammen! Allihopa! Jíbbíjey!! Held að maðurinn eigi inni hjá mér ævilangar birgðir af viskí fyrir þetta afrek.. hehe ;)
Svo þarf ég "bara" að sortera myndirnar.. þetta eru núna mörg þúsund myndir í kássu í tölvunni, en skítt með það - tek nokkra góða rigningardaga í það verk. Seinna.
Í dag bar helst til tíðinda að náungi að nafni Hrafn Gilsson "addaði" mér sem vin á facebook. Ég klóraði mér lengi í mínum þreytta haus yfir þessu. Kannaðist ekki við þennan dúdda. Sá svo að við áttum einn sameiginlegan vin sem var Þóra systir. Þá fór ég að hafa áhyggjur af því að hún hefði hitt einhvern sækó gaur í USA sem ætlaði að ofsækja fjölskyldu hennar. Velti þessu lengi fyrir mér.. þar til ég talaði við Þóru og komst að því að þetta eru mammsen og pappsen í HrafnaGilsstræti. Vá. Trega ég :)
Já. Ma og Pa eru semsagt komin á facebook. Hver hefði trúað þessu? (og hver hjálpaði þeim??) Vissi nú ekki alveg hvað mér ætti að finnast um það að hafa foreldrana að sniglast um í mínu sukklífi á fésinu, en áttaði mig svo á því að ég þyrfti kannski ekki að hafa stórar áhyggjur. Þeim finnst msn flókið. Heyrði svo frá Þóru að mamma væri búin að gleyma hvernig maður loggar inn á facebook - og þá fuku nú allar áhyggjur útí hafsauga. Reyniði bara.. þetta mun aldrei takast! Múhahahahaaa...!!
Síðasta merkilega frétt fyrir svefninn: Við Ívar áttum 4 ára ammælisdag í dag :) Skrítið hvað tíminn líður. Skál fyrir okkur!
Núna: Háttatími og sofaút... aaaaahhhh...!
L8er
PS1: Sorrí ma og pa fyrir facebook-grínið, varð bara að fá að stríða smá!
PS2: Kannski áttum við 4 ára ammæli í gær. Munum ekki alveg *blúbb-blúbb*. En allavega áttum við ammæli... einhvern dag. Punktur. Og skál.
Ég gleymdi að segja frá hápunkti síðastliðinna mánaða, en það var þegar snillingurinn hann Guðjón gat bjargað öllum gögnum (lesist MYNDUM) af harða diskinum úr gömlu tölvunni minni sem hrundi í fyrra og allir voru búnir að dæma endanlega dauða og vonlaust að ná myndunum. Mikill missir þar, enda milljón myndir frá mínum fyrstu 4 árum í Köben og því yndislega grallaralífi sem við lifðum þar í byrjun námsins! En semsagt - Guðjón framkvæmdi hið ómögulega og bjargaði þeim allesammen! Allihopa! Jíbbíjey!! Held að maðurinn eigi inni hjá mér ævilangar birgðir af viskí fyrir þetta afrek.. hehe ;)
Svo þarf ég "bara" að sortera myndirnar.. þetta eru núna mörg þúsund myndir í kássu í tölvunni, en skítt með það - tek nokkra góða rigningardaga í það verk. Seinna.
Í dag bar helst til tíðinda að náungi að nafni Hrafn Gilsson "addaði" mér sem vin á facebook. Ég klóraði mér lengi í mínum þreytta haus yfir þessu. Kannaðist ekki við þennan dúdda. Sá svo að við áttum einn sameiginlegan vin sem var Þóra systir. Þá fór ég að hafa áhyggjur af því að hún hefði hitt einhvern sækó gaur í USA sem ætlaði að ofsækja fjölskyldu hennar. Velti þessu lengi fyrir mér.. þar til ég talaði við Þóru og komst að því að þetta eru mammsen og pappsen í HrafnaGilsstræti. Vá. Trega ég :)
Já. Ma og Pa eru semsagt komin á facebook. Hver hefði trúað þessu? (og hver hjálpaði þeim??) Vissi nú ekki alveg hvað mér ætti að finnast um það að hafa foreldrana að sniglast um í mínu sukklífi á fésinu, en áttaði mig svo á því að ég þyrfti kannski ekki að hafa stórar áhyggjur. Þeim finnst msn flókið. Heyrði svo frá Þóru að mamma væri búin að gleyma hvernig maður loggar inn á facebook - og þá fuku nú allar áhyggjur útí hafsauga. Reyniði bara.. þetta mun aldrei takast! Múhahahahaaa...!!
Síðasta merkilega frétt fyrir svefninn: Við Ívar áttum 4 ára ammælisdag í dag :) Skrítið hvað tíminn líður. Skál fyrir okkur!
Núna: Háttatími og sofaút... aaaaahhhh...!
L8er
PS1: Sorrí ma og pa fyrir facebook-grínið, varð bara að fá að stríða smá!
PS2: Kannski áttum við 4 ára ammæli í gær. Munum ekki alveg *blúbb-blúbb*. En allavega áttum við ammæli... einhvern dag. Punktur. Og skál.
torsdag 22 juli 2010
Hvar á ég að byrja...
Ekki hugmynd.. það er afleitt að taka svona langa bloggpásu, því þá er svo erfitt að byrja aftur. Ég er nú ekki þekkt fyrir að vera stuttorð, svo bara tilhugsunin um að ætla að segja frá síðastliðnum 20 dögum fær mig til að loka mig inní kústaskáp og skæla.
En ég kom útúr skápnum (ehe ehe) áðan og ákvað að brjóta ísinn.
Byrja bara á stuttri skemmtisögu. Ég og Marlene, nýja hjúkkan (sem er rosa rosa fín!), ætluðum að gera okkur glaðan dag og fara og fá okkur pítsu áðan. Hún er búin að vera hér í 4 daga, ég að vísu lengur en hef ekki farið mikið út af klinikinni, svo við vissum ekkert hvert við ættum að halda í þennan leiðangur. Auluðumst eð niðrí bæ og fundum pítsastaðinn MammaMia. Ákváðum að skella okkur inn, fengum að vísu smá bakþanka þegar við sáum staðinn - virkaði óþarflega fínn. En jæja, létum vaða fyrst við vorum komnar inn. Var vísað til borðs af þeim mest pirrandi þjóni sem ég hef á ævinni lent í - ekki smá kreistur að reyna að vera fyndinn! Og gerði grín að því að Marlene væri frá Vilhelmina (þar búa sko um 4 þús manns) EINS OG Övik sé einhver stórborg.. ohhhh pirrandi!! Hélt því svo fram að ég væri þaðan líka og þar af leiðandi væru einu íbúar Vilhelmina á staðnum.. úúúú einmitt.. af því að þú býrð í stórborg?! Jú skill mí? Ó. Þol. Andi. Anyways, ákváðum að leiða þetta pent hjá okkur og kíkkuðum á matseðilinn.. hólí shit. Margaríta kostaði 100 sænskar og var ódýrasta pítsan. Einmitt. Og ekkert úrval af mat eða neinu. Ojbarasta. Og þjónninn hélt áfram að vera pirrandi; Marlene spurði hvort það væri klósett þarna. "Nei. Ekkert klósett" eheeee fyndinn. Not.
Eftir þetta langaði okkur að fara, en kunnum ekki alveg við það.. ég fékk þarna þá snilldarhugmynd að láta eins og ég væri á vakt og segja að ég hefði fengið akút útkall. Marlene fannst það nú soldið gróft þar sem ekki væri eitt sannleikskorn í þessu.. "en ég get bætt við að ég sé dýralæknir..? Það er satt..." Haha.. við sættumst á þetta, svo þegar aulinn kom að borðinu til að taka við pöntunum, þá var ég aaagalega bissí í símanum og veifaði honum eitthvað frá og tilkynnti svo (alveg að springa úr hlátri inní mér) að því miður yrðum við að fara í útkall en við myndum koma aftur... je riiight. Lúúúser!
Fundum svo nýjan stað þar sem pítsa og gos kostaði 70 kall. Takk fyrir takk. Og hann er hérna nánast beint fyrir utan hjá mér. Mí læk :)
Gaman að þessu.
Annars er bara búið að vera klikkað að gera, þetta er eiginlega í fyrsta sinn síðan ég kom á sunnudaginn sem ég hef einu sinni haft tíma til að hugsa um að blogga (fyrir utan tímann sem ég sat inní kústaskáp).
Ég lenti hérna á sunnudaginn eftir enn eina snilldarhugmyndina, sem var sú að vera í bænum í reykjavík til 4 og fara svo beint til keflavíkur í flug kl 5. Frábær hugmynd Elsa, frábær. Alveg með þeim betri. En það var gaaaaman í bænum! Við ívar fórum út að borða með Óskari og Ásdísi í þvílíka matarveislu að ég verð södd bara við tilhugsunina. Svo voru Páll Óskar og Haffi Haff að spila og ekki gat ég nú sleppt því! Þvílik snilld!
En ekki jafn mikil snilld að ferðast daginn eftir, úrvinda og þunn. Úffpúff. Svo endaði ferðin á því að ég kom með flugrútunni (já það er líka svoleiðis hérna megin) niðrí miðbæ í Övik og ætlaði að skella mér í strætó heim. Þá komst ég að því að í Övik keyra engir strætóar á sunnudögum. Ha? Já. Það er satt. Svo litla þunna þreytta sveitta leiða einmana og örmagna ég, þurfti að LABBA upp allar brekkurnar (35 mín labb) heim til mín með allan farangurinn í steikjandi sól. Aaaaaarrrrrgggghhhhhh!!! Enda tilkynnti ég ívari það um kvöldið að ég ætlaði aldrei að flytja hingað. Haha ;)
Svo er búið að vera klikk að gera í vinnunni, langir langir dagar, ein vakt og lítill svefn síðan ég kom, svo minns er ennþá úrvinda og núna komin með hósta og hálsbólgu. Og ekki dirfast að segja að þetta sé sjálfri mér að kenna! Ekki var ég að segja Palla og Haffa Haff að vera í bænum akkúrat þetta kvöld.. díses.
Hlakka til um helgina, ætla bara að soooooofa og hafa hygge með sjálfri mér! :D
Jæja. Þá er ég vonandi búin að brjóta ísinn og get farið að blogga aftur. Og Þóra - hvað ert þú að tuða yfir mínu bloggi? Má ég spyrja hvar öll meilin frá þér eru?? ;)
L8er
En ég kom útúr skápnum (ehe ehe) áðan og ákvað að brjóta ísinn.
Byrja bara á stuttri skemmtisögu. Ég og Marlene, nýja hjúkkan (sem er rosa rosa fín!), ætluðum að gera okkur glaðan dag og fara og fá okkur pítsu áðan. Hún er búin að vera hér í 4 daga, ég að vísu lengur en hef ekki farið mikið út af klinikinni, svo við vissum ekkert hvert við ættum að halda í þennan leiðangur. Auluðumst eð niðrí bæ og fundum pítsastaðinn MammaMia. Ákváðum að skella okkur inn, fengum að vísu smá bakþanka þegar við sáum staðinn - virkaði óþarflega fínn. En jæja, létum vaða fyrst við vorum komnar inn. Var vísað til borðs af þeim mest pirrandi þjóni sem ég hef á ævinni lent í - ekki smá kreistur að reyna að vera fyndinn! Og gerði grín að því að Marlene væri frá Vilhelmina (þar búa sko um 4 þús manns) EINS OG Övik sé einhver stórborg.. ohhhh pirrandi!! Hélt því svo fram að ég væri þaðan líka og þar af leiðandi væru einu íbúar Vilhelmina á staðnum.. úúúú einmitt.. af því að þú býrð í stórborg?! Jú skill mí? Ó. Þol. Andi. Anyways, ákváðum að leiða þetta pent hjá okkur og kíkkuðum á matseðilinn.. hólí shit. Margaríta kostaði 100 sænskar og var ódýrasta pítsan. Einmitt. Og ekkert úrval af mat eða neinu. Ojbarasta. Og þjónninn hélt áfram að vera pirrandi; Marlene spurði hvort það væri klósett þarna. "Nei. Ekkert klósett" eheeee fyndinn. Not.
Eftir þetta langaði okkur að fara, en kunnum ekki alveg við það.. ég fékk þarna þá snilldarhugmynd að láta eins og ég væri á vakt og segja að ég hefði fengið akút útkall. Marlene fannst það nú soldið gróft þar sem ekki væri eitt sannleikskorn í þessu.. "en ég get bætt við að ég sé dýralæknir..? Það er satt..." Haha.. við sættumst á þetta, svo þegar aulinn kom að borðinu til að taka við pöntunum, þá var ég aaagalega bissí í símanum og veifaði honum eitthvað frá og tilkynnti svo (alveg að springa úr hlátri inní mér) að því miður yrðum við að fara í útkall en við myndum koma aftur... je riiight. Lúúúser!
Fundum svo nýjan stað þar sem pítsa og gos kostaði 70 kall. Takk fyrir takk. Og hann er hérna nánast beint fyrir utan hjá mér. Mí læk :)
Gaman að þessu.
Annars er bara búið að vera klikkað að gera, þetta er eiginlega í fyrsta sinn síðan ég kom á sunnudaginn sem ég hef einu sinni haft tíma til að hugsa um að blogga (fyrir utan tímann sem ég sat inní kústaskáp).
Ég lenti hérna á sunnudaginn eftir enn eina snilldarhugmyndina, sem var sú að vera í bænum í reykjavík til 4 og fara svo beint til keflavíkur í flug kl 5. Frábær hugmynd Elsa, frábær. Alveg með þeim betri. En það var gaaaaman í bænum! Við ívar fórum út að borða með Óskari og Ásdísi í þvílíka matarveislu að ég verð södd bara við tilhugsunina. Svo voru Páll Óskar og Haffi Haff að spila og ekki gat ég nú sleppt því! Þvílik snilld!
En ekki jafn mikil snilld að ferðast daginn eftir, úrvinda og þunn. Úffpúff. Svo endaði ferðin á því að ég kom með flugrútunni (já það er líka svoleiðis hérna megin) niðrí miðbæ í Övik og ætlaði að skella mér í strætó heim. Þá komst ég að því að í Övik keyra engir strætóar á sunnudögum. Ha? Já. Það er satt. Svo litla þunna þreytta sveitta leiða einmana og örmagna ég, þurfti að LABBA upp allar brekkurnar (35 mín labb) heim til mín með allan farangurinn í steikjandi sól. Aaaaaarrrrrgggghhhhhh!!! Enda tilkynnti ég ívari það um kvöldið að ég ætlaði aldrei að flytja hingað. Haha ;)
Svo er búið að vera klikk að gera í vinnunni, langir langir dagar, ein vakt og lítill svefn síðan ég kom, svo minns er ennþá úrvinda og núna komin með hósta og hálsbólgu. Og ekki dirfast að segja að þetta sé sjálfri mér að kenna! Ekki var ég að segja Palla og Haffa Haff að vera í bænum akkúrat þetta kvöld.. díses.
Hlakka til um helgina, ætla bara að soooooofa og hafa hygge með sjálfri mér! :D
Jæja. Þá er ég vonandi búin að brjóta ísinn og get farið að blogga aftur. Og Þóra - hvað ert þú að tuða yfir mínu bloggi? Má ég spyrja hvar öll meilin frá þér eru?? ;)
L8er
torsdag 1 juli 2010
Fríið nálgast óðfluga
Tæpur sólarhringur í að ég láti mig hverfa héðan og fari til Köben að knúsa kallinn minn og held svo til elsku AK á laugardaginn! Jibbíjey!!
Þetta gæti að vísu orðið ansi strembinn sólarhingur. Var í vinnu til 19.30 í dag (og við fáum enga yfirvinnu borgaða), er á vakt til 08.00 í fyrramálið, fer þá í vinnu og fer svo beint úr vinnunni á völlinn um 16. Fyrir þann tíma þarf ég að hafa afgreitt alla sjúklinga og skrifað allar skýrslur (sem tekur á venjulegum degi svona 2 tíma í yfirvinnu). Þetta verður stress. Mikið verð ég fegin þegar ég get sest um borð í vélina á mrg og andað út. Að vísu til þess eins að anda aftur inn og halda niðrí mér andanum í klst eftir að hún hefur sig á loft. Jebb, sama flugfélag og síðast (þeas eina flugfélagið sem fyrirfinnst hér) og sennilega álíka traustvekjandi flugvélargrey.
En allavega - þegar ég kemst í SAS vélina ætti ég að geta slakað á! Hlakka til! Og hlakka til að knúsa kallinn minn! Og sofa í rúminu mínu! Verst að kettirnir verða farnir í pössun þegar ég lendi, svo ég næ ekki að knúsa litlu ormana mína.. :/
Ágætis dagur í vinnunni í dag, bara nokkuð sátt við eigin frammistöðu. Kannski af því að ég fékk enga erfiða sjúklinga - en samt, maður verður að muna að gefa sjálfum sér stig! :P Held ég hafi ekki gert neitt aulalegt í dag. Sveimér þá...! Annað stig handa mér :)
Er eitthvað voðalega andlaus þessa stundina, man ekki hvort það gerðist neitt spennandi í dag. Man eiginlega mest lítið hvað gerðist í dag yfirhöfuð (kannski þess vegna sem ég held ég hafi staðið mig svona vel..!)
Þetta verður sennilega síðasta bloggið í bili, fer nú ekki að skrifa á problem-síðuna mína á akureyri! ó nei.. vaktasíminn.. aaaaaaaaah
Haha... hjúkket. Bara Frida í vinnunni að biðja um eitthvað símanúmer :P Krossa alla mína fingur og tær að það verði ekki vesen í kvöld/nótt.
Æjj. Var að klára síðasta hnetunammið fyrir næstu 2 vikurnar :(
Ætla að taka með mér hákarl hingað, svíarnir vilja endilega að ég smakki surströmming og ég ætla þá að vera með mótleik! Múhahaha...! James hefur smakkað bæði og segir að hákarl sé MUN verri.. múúúúhahahahah!!
Jæja. Farin að einbeita mér að því að stara á símann og segja honum að hringja EKKI.
Ég sný aftur eftir 2 vikur ;)
Elsa í Övik
PS. Ég afsaka að hafa svikist um múslíupdate, en það vildi svo óheppilega til að það var nóg eftir í gamla pokanum útá súrmjólkina í morgun. Þið sem bíðið spennt þurfið að bíða eitthvað lengur. :P
Þetta gæti að vísu orðið ansi strembinn sólarhingur. Var í vinnu til 19.30 í dag (og við fáum enga yfirvinnu borgaða), er á vakt til 08.00 í fyrramálið, fer þá í vinnu og fer svo beint úr vinnunni á völlinn um 16. Fyrir þann tíma þarf ég að hafa afgreitt alla sjúklinga og skrifað allar skýrslur (sem tekur á venjulegum degi svona 2 tíma í yfirvinnu). Þetta verður stress. Mikið verð ég fegin þegar ég get sest um borð í vélina á mrg og andað út. Að vísu til þess eins að anda aftur inn og halda niðrí mér andanum í klst eftir að hún hefur sig á loft. Jebb, sama flugfélag og síðast (þeas eina flugfélagið sem fyrirfinnst hér) og sennilega álíka traustvekjandi flugvélargrey.
En allavega - þegar ég kemst í SAS vélina ætti ég að geta slakað á! Hlakka til! Og hlakka til að knúsa kallinn minn! Og sofa í rúminu mínu! Verst að kettirnir verða farnir í pössun þegar ég lendi, svo ég næ ekki að knúsa litlu ormana mína.. :/
Ágætis dagur í vinnunni í dag, bara nokkuð sátt við eigin frammistöðu. Kannski af því að ég fékk enga erfiða sjúklinga - en samt, maður verður að muna að gefa sjálfum sér stig! :P Held ég hafi ekki gert neitt aulalegt í dag. Sveimér þá...! Annað stig handa mér :)
Er eitthvað voðalega andlaus þessa stundina, man ekki hvort það gerðist neitt spennandi í dag. Man eiginlega mest lítið hvað gerðist í dag yfirhöfuð (kannski þess vegna sem ég held ég hafi staðið mig svona vel..!)
Þetta verður sennilega síðasta bloggið í bili, fer nú ekki að skrifa á problem-síðuna mína á akureyri! ó nei.. vaktasíminn.. aaaaaaaaah
Haha... hjúkket. Bara Frida í vinnunni að biðja um eitthvað símanúmer :P Krossa alla mína fingur og tær að það verði ekki vesen í kvöld/nótt.
Æjj. Var að klára síðasta hnetunammið fyrir næstu 2 vikurnar :(
Ætla að taka með mér hákarl hingað, svíarnir vilja endilega að ég smakki surströmming og ég ætla þá að vera með mótleik! Múhahaha...! James hefur smakkað bæði og segir að hákarl sé MUN verri.. múúúúhahahahah!!
Jæja. Farin að einbeita mér að því að stara á símann og segja honum að hringja EKKI.
Ég sný aftur eftir 2 vikur ;)
Elsa í Övik
PS. Ég afsaka að hafa svikist um múslíupdate, en það vildi svo óheppilega til að það var nóg eftir í gamla pokanum útá súrmjólkina í morgun. Þið sem bíðið spennt þurfið að bíða eitthvað lengur. :P
onsdag 30 juni 2010
Erfiður dagur
Já í dag var svo sannarlega vonlaus dagur. Var sybbin og allt var erfitt og það fór svo margt úrskeiðis að ég held það tæki mig alla nóttina að segja frá því. Dagurinn byrjaði á því að ég gramsaði fram húsaleigureikninginn minn sem átti að borgast í síðasta lagi í dag - bara til að gera þá frábæru uppgötvun að þetta var ekki einn heldur tveir reikningar - og sá fyrri átti að borgast seinast 13. júní. Það var að vísu áður en ég kom hingað, en hann stóð samt í mínu nafni og var þá fyrir restina af júní. Þessi sem átti að borgast í dag var fyrir júlí en ekki júní eins og ég hélt. Semsagt tveir reikningar, samtals 5700 sænskar. Og launaávísunin í Köben. Verrara.
Var svo í endalausu stressi í vinnunni og losnaði ekki fyrren 12.30 til að reyna að komast í bankann, með næsta sjúkling bókaðan 13.10. Komst í bankann, en þá gátu bankastúlkurnar að sjálfsögðu ekki tekið dankortið mitt. Þær reyndu - og ég þurfti að sýna passa til að fá að reyna að borga reikninginn minn (!) en ég var svo snjöll að grípa hann með í morgun í þessu landi þar sem ekki má prumpa án þess að sýna passa. Eitt stig fyrir mig. Því miður var það eina stig dagsins.
Þær bentu mér að fara í hraðbanka og taka út. Ég reyndi það, en fékk ekki krónu útúr hel***** maskínunni. Fór aftur inn og tilkynnti þetta. "jaaá.. hraðbankinn okkar er soldið skrítinn stundum, prófaðu bara einhvern annan" Þá var kl alveg að verða 13 og ég farin að svitna. Hljóp í næsta hraðbanka, þar voru 5 manns á undan mér. Hringdi í Ívar og öskraði yfir þessum aðstæðum, sennilega með reyk útúr eyrunum, og skyndilega var fólkið horfið. Reyndi við hraðbankann... jú hann vildi gefa mér peninga, en ekki nema 2500 sem vildi svo skemmtilega til að að var hámarksupphæð. Ég fór í fýlu og reyndi x 3 í viðbót.. á meðan röðin á bakvið mig lengdist í ca 10 manns. Og svo bilaði hraðbankinn. Haha. Greyið gafst bara upp og tilkynnti tekniskt problem. Oj vilket problem.
Þá var kl orðin 13.10 og ég varð að fara uppá spítala að taka á móti fúlum eiganda sem hafði þurft að bíða. Með 2500 í veskinu. Í 100-seðlum. Takk hraðbanki, takk.
Svo var fúll eigandi, sorgmæddur eigandi, eigandi sem bókaði ekki tíma heldur mætti bara og ég þurfti samt að sinna, ásamt svaka drama í kringum æðalegg sem brotnaði inní æð á ketti (ég gerði það samt ekki!!). Þvílíkur dagur.
Átti gott móment þegar eigandi kom að ná í köttinn sinn eftir geldingu. Hann sagði að kötturinn héti Fredrik (hélt ég) og ég hljóp um allan spítala að leita að kettinum Fredrik. Fann hann ekki og var orðin frekar örvæntingarfull þegar ég fór að spyrja hitt starfsfólkið útí köttinn Fredrik. Allir horfðu á mig eins og spurningamerki og enginn vissi neitt. Þangað til það fattaðist að eigandinn hét Fredrik en ekki kötturinn. Hjúkket - ég sem hélt við hefðum týnt Fredrik, hefði ekki komið mér á óvart miðað við daginn.
Hehe.. Enski strákurinn var fyndinn í dag. Hann hélt ég væri hjúkka en ekki dýralæknir (arg!!). Hann er svona voðalega enskur eitthvað, svona mr. perfect, og svo var ég eitthvað að undirbúa fyrir blóðprufu þegar hann kemur til mín og spyr hvort hjúkkur í svíþjóð megi taka blóð. "Uhh.. veitiggi alveg" sagði ég. Hann horfði eitthvað skrítilega á mig og fór svo eitthvað að tala um eitthvað sem mætti ekki í englandi. Neihei.. sagði ég, ekki alveg að hlusta, og hélt áfram að græja. Hann hélt svo eitthvað áfram að tuða um ensku reglurnar og ég skildi ekki alveg hvað hann ætti við, skildi hann fyrst þannig að hjúkkurnar tækju alltaf blóð í englandi og að hann væri hissa á því að ég væri að gera það. Svo fattaði ég að hann var að ruglast og hélt ÉG væri hjúkka að fara að taka blóð. Hann fattaði það greinlega á sama tíma að hann væri kannski að misskilja eitthvað, en í staðinn fyrir að segja það bara þá varð hann gríðarlega vandræðalegur og muldraði eitthvað um hjúkkur og dýralækna á meðan hann reyndi í mesta ofboði að lesa á pínkulitla nafnskiltið framan á mér.. hahaha.. það var yndislegt að fylgjast með þessu hjá aumingja perfect guy, hihi ;) Á endanum varð hann að aula því útúr sér hvort ég væri dýralæknir. Jesssör - þarna sér maður hvað ég er sannfærandi!! Hmm...
En að öðru. Ég tók nokkrar myndir í vinnunni áðan. Bara að vara við áður en ég set þær hérna inn, það er soldið mikið af rusli! Það fer alveg í mínar fínustu að það skuli vera svona erfitt að ganga frá eftir sig..! Eins og ég er nú mikill ruslari og draslari heima hjá mér, þá vil ég að vinnustaðurinn sé í lagi! Það á að vera hreint og fínt og hlutirnir á sínum stað! Hér koma myndir:
Og að lokum - mikilvægasti staðurinn sem ég sé alltof sjaldan þessa dagana - kaffistofan! :D
Var svo í endalausu stressi í vinnunni og losnaði ekki fyrren 12.30 til að reyna að komast í bankann, með næsta sjúkling bókaðan 13.10. Komst í bankann, en þá gátu bankastúlkurnar að sjálfsögðu ekki tekið dankortið mitt. Þær reyndu - og ég þurfti að sýna passa til að fá að reyna að borga reikninginn minn (!) en ég var svo snjöll að grípa hann með í morgun í þessu landi þar sem ekki má prumpa án þess að sýna passa. Eitt stig fyrir mig. Því miður var það eina stig dagsins.
Þær bentu mér að fara í hraðbanka og taka út. Ég reyndi það, en fékk ekki krónu útúr hel***** maskínunni. Fór aftur inn og tilkynnti þetta. "jaaá.. hraðbankinn okkar er soldið skrítinn stundum, prófaðu bara einhvern annan" Þá var kl alveg að verða 13 og ég farin að svitna. Hljóp í næsta hraðbanka, þar voru 5 manns á undan mér. Hringdi í Ívar og öskraði yfir þessum aðstæðum, sennilega með reyk útúr eyrunum, og skyndilega var fólkið horfið. Reyndi við hraðbankann... jú hann vildi gefa mér peninga, en ekki nema 2500 sem vildi svo skemmtilega til að að var hámarksupphæð. Ég fór í fýlu og reyndi x 3 í viðbót.. á meðan röðin á bakvið mig lengdist í ca 10 manns. Og svo bilaði hraðbankinn. Haha. Greyið gafst bara upp og tilkynnti tekniskt problem. Oj vilket problem.
Þá var kl orðin 13.10 og ég varð að fara uppá spítala að taka á móti fúlum eiganda sem hafði þurft að bíða. Með 2500 í veskinu. Í 100-seðlum. Takk hraðbanki, takk.
Svo var fúll eigandi, sorgmæddur eigandi, eigandi sem bókaði ekki tíma heldur mætti bara og ég þurfti samt að sinna, ásamt svaka drama í kringum æðalegg sem brotnaði inní æð á ketti (ég gerði það samt ekki!!). Þvílíkur dagur.
Átti gott móment þegar eigandi kom að ná í köttinn sinn eftir geldingu. Hann sagði að kötturinn héti Fredrik (hélt ég) og ég hljóp um allan spítala að leita að kettinum Fredrik. Fann hann ekki og var orðin frekar örvæntingarfull þegar ég fór að spyrja hitt starfsfólkið útí köttinn Fredrik. Allir horfðu á mig eins og spurningamerki og enginn vissi neitt. Þangað til það fattaðist að eigandinn hét Fredrik en ekki kötturinn. Hjúkket - ég sem hélt við hefðum týnt Fredrik, hefði ekki komið mér á óvart miðað við daginn.
Hehe.. Enski strákurinn var fyndinn í dag. Hann hélt ég væri hjúkka en ekki dýralæknir (arg!!). Hann er svona voðalega enskur eitthvað, svona mr. perfect, og svo var ég eitthvað að undirbúa fyrir blóðprufu þegar hann kemur til mín og spyr hvort hjúkkur í svíþjóð megi taka blóð. "Uhh.. veitiggi alveg" sagði ég. Hann horfði eitthvað skrítilega á mig og fór svo eitthvað að tala um eitthvað sem mætti ekki í englandi. Neihei.. sagði ég, ekki alveg að hlusta, og hélt áfram að græja. Hann hélt svo eitthvað áfram að tuða um ensku reglurnar og ég skildi ekki alveg hvað hann ætti við, skildi hann fyrst þannig að hjúkkurnar tækju alltaf blóð í englandi og að hann væri hissa á því að ég væri að gera það. Svo fattaði ég að hann var að ruglast og hélt ÉG væri hjúkka að fara að taka blóð. Hann fattaði það greinlega á sama tíma að hann væri kannski að misskilja eitthvað, en í staðinn fyrir að segja það bara þá varð hann gríðarlega vandræðalegur og muldraði eitthvað um hjúkkur og dýralækna á meðan hann reyndi í mesta ofboði að lesa á pínkulitla nafnskiltið framan á mér.. hahaha.. það var yndislegt að fylgjast með þessu hjá aumingja perfect guy, hihi ;) Á endanum varð hann að aula því útúr sér hvort ég væri dýralæknir. Jesssör - þarna sér maður hvað ég er sannfærandi!! Hmm...
En að öðru. Ég tók nokkrar myndir í vinnunni áðan. Bara að vara við áður en ég set þær hérna inn, það er soldið mikið af rusli! Það fer alveg í mínar fínustu að það skuli vera svona erfitt að ganga frá eftir sig..! Eins og ég er nú mikill ruslari og draslari heima hjá mér, þá vil ég að vinnustaðurinn sé í lagi! Það á að vera hreint og fínt og hlutirnir á sínum stað! Hér koma myndir:
Jæja, best að fara að hætta þessu, hringja í kallinn og fara að sjófa :)
L8er.
PS. Komst að því í dag að ICA er ekki alltaf ástin í lífi mínu... ekki þegar ég þarf að versla og er dauðþreytt eftir laaangan og vonlausan dag, vantar müsli og það eru 30 tegundir fyrir framan mig. Ég veit ekki hvað ég stóð lengi fyrir framan hilluna, en það var sem betur fer ennþá miðvikudagur þegar ég komst loksins út með eitthvað skrambans müsli. Og það er pottþétt vont. Kemur update á mrg ;)
L8er.
PS. Komst að því í dag að ICA er ekki alltaf ástin í lífi mínu... ekki þegar ég þarf að versla og er dauðþreytt eftir laaangan og vonlausan dag, vantar müsli og það eru 30 tegundir fyrir framan mig. Ég veit ekki hvað ég stóð lengi fyrir framan hilluna, en það var sem betur fer ennþá miðvikudagur þegar ég komst loksins út með eitthvað skrambans müsli. Og það er pottþétt vont. Kemur update á mrg ;)
tisdag 29 juni 2010
Kúlulaus geimvera
Afrek dagsins: gelding á geimveru. Eða nánar tiltekið þessu fyrirbæri:
"nei elsa mín, það er líka hægt að fá ofnæmi fyrir hárlausum köttum"
"ó... -en má ég fá frosk?
-og svona hélt þetta víst áfram í ansi mörg ár.. fann líka kattategund sem er næstum því jafn ljót, cornish rex (þessir með krullurnar), sem átti að vera einstaklega hentug fyrir ofnæmisfólk. En nei. Allt kom fyrir ekki. Ekkert dýr inná heimilið.
En semsagt, loksins fékk ég að koma við svona dýr. *gaaaman*
Af öðrum afrekum dagsins má nefna að ég klippti gat á kött. Kafloðið grey, allt í flækju og ég var einum of effektiv á skærunum. Úbbsí :/ Þurfti að sauma 2 spor. Stórt klapp fyrir mér. *klapp* En nú veit ég allavega hvað ég á að gera til að fá að æfa mig að sauma. Ehee..
Nei svona í alvöru, þetta var ekki sniðugt, en kallgreyið sem átti köttinn tók þessu sem betur fer vel. Þetta er nú eitthvað sem getur alltaf gerst (og flestir á staðnum höfðu lent í) en bara leiðinlegt þegar maður er nýr.
Hm. Af hverju finnst mér eins og allar aulasögurnar mínar endi hérna - en engin afrekasaga?! Verð að muna að skrifa amk eina sögu sem endaði vel fyrir hver 10 aulamistök ;) T.d. í dag, þá bólusetti ég hvolp. Það gekk vel.
Mmm núna er ég í alvörunni að borða góðan kvöldmat :) "Jibbíkleina" eins og hún Sif segir. Chili con carne og hrísgrjón. Að vísu er chili con carne-ið úr krukku, en það er samt gott. Og það besta er að það er nægur afgangur fyrir morgundaginn ;)
Æ og ó. Enn og aftur inneignarlaus. Þetta er vonlaust ástand. Mér finnst ég ekki gera annað en að kaupa inneign og inneign og meiri inneign. Og það versta er samt að ég þarf að fara alla leið útí búð til að kaupa, því það er ekki hægt á netinu nema maður sé með sænskt kort. Svindl.
Jæja ég ætla að fara að einbeita mér að matnum mínum :)
L8er
måndag 28 juni 2010
"Mmm.. noodlesoup"
Já alveg ljómandi góður kvöldmatur.. núðlusúpa með túnfiski. Namminamminamm. Not. Var að koma heim úr vinnu og nenni ekki að elda úr þessu.. ætli hakkið í ísskápnum skemmist ekki bara á endanum, alveg eins og fiskurinn um daginn. Ekki gott.
Þetta var langur dagur, en samt ótrúlega fljótur að líða. Það eru komnir 3 nýir afleysingadýralæknar og allt í einu líf og fjör í vinnunni :) Einn enskur.. haha.. ætlaði að skrifa englenskur.. heilinn soðinn uppúr eftir daginn! Sem sagt, einn enskur strákur sem talar enga sænsku - gangi honum vel. Held að það verði ansi erfitt að læra á tölvukerfið ef maður skilur ekki sænsku, en kannski er hann skarpur ;) Hann verður í allt sumar og mér líst bara vel á það, virkar fínn. Svo er ein norsk stelpa/kona (?) - enn eitt táknið um að aldurinn sé að færast yfir mig - farin að kalla 35+ fyrir stelpur ;) Líst líka vel á hana, og svo er ein sænsk sem verður bara í 10 daga. Hún er amk stelpa - það hlýtur bara að vera - ekki nema tveimur árum eldri en ég. Ég er stelpa. Er það ekki örugglega? Bara stór stelpa. Ekkert svo fullorðin. Bara ponku. Anyways, hún er hress og ég vildi óska þess að hún gæti verið lengur..!
Sjúklingar kjúklingar. Fullt af þeim í dag, en enginn neitt sérlega spennandi. Eyru eyru eyru (oj þau eru svo ógissleg) og já, svona sitt lítið af hverju. Lærði ég eitthvað í dag? Já. Það er gott að vera með hanska þegar maður hreinsar illalyktandi eyru. Og ég lærði á ljósritunarvélina. Maður setur blaðið í og ýtir á græna takkann. Flott hjá mér.
Svo fékk ég launin mín. Það var svosem gott, nema að sænska jordbruksverkinu fannst best að senda mér ávísun. Til Danmerkur. Mhm. Það verður þægilegt að borga húsaleiguna í Övik með ávísun sem er Í DANMÖRKU!!!!!!!
Allt að fara í vaskinn hérna. Fattaði í gær að ég er ekki búin að redda kattapössun fyrir ferðina heim. Stórt klapp fyrir mér. *klapp*
Fattaði svo að ég var ekki búin að pósta bréf sem Jordbruksverkið vill fá í síðasta lagi á morgun. Það mun ekki komast til skila. Annað stórt klapp fyrir mér. *klapp*
Já það minnir mig á annað sem ég lærði í dag. Póstkassar í Svíþjóð eru gráir. Gráir?! Hvað er málið! Ekki skrítið að mér skyldi ekki takast að finna póstkassa á þessum tveimur vikum..! Þeir eru svo innilega gráir og ómerkilegir að þeir renna saman við umhverfið. Sem betur fer fór ég að spyrja hvar maður gæti fundið rauðan póstkassa í vinnunni áðan og þá leiðréttist þessi misskilningur fljótt eftir að 5 spurningamerki höfðu velt fyrir sér í smá stund til hvers í ands**** mig vantaði eiginlega rauðan póstkassa. Gott mál :)
Jæja. Ætla að leggjast útaf og sogast inní sjónvarpið.
L8er.
PS. Þið sem skrifið öll þessi komment á síðuna mína - viljið þið plís hætta. Ég hef bara ekki tíma til að lesa svona mörg komment! Því miður. Þykir það rosa leitt. Rosa.
Þetta var langur dagur, en samt ótrúlega fljótur að líða. Það eru komnir 3 nýir afleysingadýralæknar og allt í einu líf og fjör í vinnunni :) Einn enskur.. haha.. ætlaði að skrifa englenskur.. heilinn soðinn uppúr eftir daginn! Sem sagt, einn enskur strákur sem talar enga sænsku - gangi honum vel. Held að það verði ansi erfitt að læra á tölvukerfið ef maður skilur ekki sænsku, en kannski er hann skarpur ;) Hann verður í allt sumar og mér líst bara vel á það, virkar fínn. Svo er ein norsk stelpa/kona (?) - enn eitt táknið um að aldurinn sé að færast yfir mig - farin að kalla 35+ fyrir stelpur ;) Líst líka vel á hana, og svo er ein sænsk sem verður bara í 10 daga. Hún er amk stelpa - það hlýtur bara að vera - ekki nema tveimur árum eldri en ég. Ég er stelpa. Er það ekki örugglega? Bara stór stelpa. Ekkert svo fullorðin. Bara ponku. Anyways, hún er hress og ég vildi óska þess að hún gæti verið lengur..!
Sjúklingar kjúklingar. Fullt af þeim í dag, en enginn neitt sérlega spennandi. Eyru eyru eyru (oj þau eru svo ógissleg) og já, svona sitt lítið af hverju. Lærði ég eitthvað í dag? Já. Það er gott að vera með hanska þegar maður hreinsar illalyktandi eyru. Og ég lærði á ljósritunarvélina. Maður setur blaðið í og ýtir á græna takkann. Flott hjá mér.
Svo fékk ég launin mín. Það var svosem gott, nema að sænska jordbruksverkinu fannst best að senda mér ávísun. Til Danmerkur. Mhm. Það verður þægilegt að borga húsaleiguna í Övik með ávísun sem er Í DANMÖRKU!!!!!!!
Allt að fara í vaskinn hérna. Fattaði í gær að ég er ekki búin að redda kattapössun fyrir ferðina heim. Stórt klapp fyrir mér. *klapp*
Fattaði svo að ég var ekki búin að pósta bréf sem Jordbruksverkið vill fá í síðasta lagi á morgun. Það mun ekki komast til skila. Annað stórt klapp fyrir mér. *klapp*
Já það minnir mig á annað sem ég lærði í dag. Póstkassar í Svíþjóð eru gráir. Gráir?! Hvað er málið! Ekki skrítið að mér skyldi ekki takast að finna póstkassa á þessum tveimur vikum..! Þeir eru svo innilega gráir og ómerkilegir að þeir renna saman við umhverfið. Sem betur fer fór ég að spyrja hvar maður gæti fundið rauðan póstkassa í vinnunni áðan og þá leiðréttist þessi misskilningur fljótt eftir að 5 spurningamerki höfðu velt fyrir sér í smá stund til hvers í ands**** mig vantaði eiginlega rauðan póstkassa. Gott mál :)
Jæja. Ætla að leggjast útaf og sogast inní sjónvarpið.
L8er.
PS. Þið sem skrifið öll þessi komment á síðuna mína - viljið þið plís hætta. Ég hef bara ekki tíma til að lesa svona mörg komment! Því miður. Þykir það rosa leitt. Rosa.
söndag 27 juni 2010
Skrítinn dagur
Gudrun vakti mig um hálf 10 í morgun og spurði hvort ég vildi koma með í doðabelju. Jajamen, endilega - enda langt síðan ég hef lent í svoleiðis og einmitt mjög algengt útkall á vöktum. Ég rauk uppúr rúminu, skellti í mig morgunmat (súrmjólkin mín sem ég var svo dugleg að kaupa í gær) og dríbbaði mig út.
Var einhverra hluta vegna með alveg gríðarlegan hausverk og leið ekkert sérlega vel á leiðinni. Svo var mér orðið eitthvað hálf óglatt, en hugsaði með mér að það væri sennilega vegna þess að hún Gudrun keyrði pínu skrykkjótt. Þegar við komum svo á staðinn og fórum að skoða beljuna varð mér ennþá meira óglatt, og heimsóknin endaði eiginlega bara þannig að ég var inná baði á meðan Gudrun meðhöndlaði beljuna. Ældi að vísu ekki, en þorði ekki að fara langt frá klósettinu. Svo vorum við á leið í næsta sjúkling og mér leið soldið betur og hélt þetta væri að fara að gefa sig, nema allt í einu hellist yfir mig þvílík ógleði og hún þurfti að stoppa þannig að ég gæti hlaupið út og ælt úr mér lifur og lungum. Skemmtilegt svona með yfirmanninum, hehe ;) En svo eftir það var bara ekkert að mér og ég var alveg stálhress. Weeeeird. Hún stakk uppá morgunógleði en ég hló nú bara að því og sagðist ekkert vera ólétt. "neei.. en þú veist kannski ekki af því" Hm. Þá hætti ég að hlæja.
Ívar heldur því fram að þetta sé bara eldhúshæfileikum mínum - eða þeas skorti á þeim - að kenna, og ætli ég hallist ekki frekar að hans tillögu! Ætla að vanda mig betur næst!
Ég gerði merkilega uppgötvun í dag (þeas fyrir utan "morgunógleðina", haha!) - uppgötvaði nýtt hestakyn! Við fórum að skoða haltan hest, og þegar við komum á staðinn þá glápti ég úr mér augun og klóraði mér mikið í hausnum yfir hestastóðinu sem stóð fyrir framan okkur. Litlir hestar, aðeins stærri en íslenskir og aðeins meira klossaðir, en í öllum mögulegum litum alveg eins og íslenskir hestar og annars mjög líkir þeim að öllu leyti. Komst svo að því að þetta er rússneskt hestakyn, mjög sjaldgæft hérna í svíþjóð, sem heitir Basjkir. Gömul og forn hestategund, eins og íslenski hesturinn. Ég fór strax að spyrja og spyrja (lét Gudrun um halta hestinn, ehe) og komst að því að þetta kyn hefur 6 gangtegundir! Þar á meðal bæði tölt og skeið! Sjötta gangtegundin er svo einhvers konar valhopp skilst mér. Þetta fannst mér gríðarlega merkilegt alltsaman og komst svo að því mér til mikillar ánægju að konan þarna er með hestaleigu, og ekki bara hestaleigu heldur er líka hægt að leigja sér kofa yfir helgi með 300 m niður að vatni og bátaleigu. Ég veit hvað við Ívar ætlum að gera ef hann kemur í heimsókn!!
Jæja þá var Gudrun að hringja, hundur sem var keyrt á á leiðinni til okkar. Best að tölta sér niðreftir, hún kann ekki á röntgengræjurnar og ég ætla að þykjast kunna á þær, haha :P
L8er
Var einhverra hluta vegna með alveg gríðarlegan hausverk og leið ekkert sérlega vel á leiðinni. Svo var mér orðið eitthvað hálf óglatt, en hugsaði með mér að það væri sennilega vegna þess að hún Gudrun keyrði pínu skrykkjótt. Þegar við komum svo á staðinn og fórum að skoða beljuna varð mér ennþá meira óglatt, og heimsóknin endaði eiginlega bara þannig að ég var inná baði á meðan Gudrun meðhöndlaði beljuna. Ældi að vísu ekki, en þorði ekki að fara langt frá klósettinu. Svo vorum við á leið í næsta sjúkling og mér leið soldið betur og hélt þetta væri að fara að gefa sig, nema allt í einu hellist yfir mig þvílík ógleði og hún þurfti að stoppa þannig að ég gæti hlaupið út og ælt úr mér lifur og lungum. Skemmtilegt svona með yfirmanninum, hehe ;) En svo eftir það var bara ekkert að mér og ég var alveg stálhress. Weeeeird. Hún stakk uppá morgunógleði en ég hló nú bara að því og sagðist ekkert vera ólétt. "neei.. en þú veist kannski ekki af því" Hm. Þá hætti ég að hlæja.
Ívar heldur því fram að þetta sé bara eldhúshæfileikum mínum - eða þeas skorti á þeim - að kenna, og ætli ég hallist ekki frekar að hans tillögu! Ætla að vanda mig betur næst!
Ég gerði merkilega uppgötvun í dag (þeas fyrir utan "morgunógleðina", haha!) - uppgötvaði nýtt hestakyn! Við fórum að skoða haltan hest, og þegar við komum á staðinn þá glápti ég úr mér augun og klóraði mér mikið í hausnum yfir hestastóðinu sem stóð fyrir framan okkur. Litlir hestar, aðeins stærri en íslenskir og aðeins meira klossaðir, en í öllum mögulegum litum alveg eins og íslenskir hestar og annars mjög líkir þeim að öllu leyti. Komst svo að því að þetta er rússneskt hestakyn, mjög sjaldgæft hérna í svíþjóð, sem heitir Basjkir. Gömul og forn hestategund, eins og íslenski hesturinn. Ég fór strax að spyrja og spyrja (lét Gudrun um halta hestinn, ehe) og komst að því að þetta kyn hefur 6 gangtegundir! Þar á meðal bæði tölt og skeið! Sjötta gangtegundin er svo einhvers konar valhopp skilst mér. Þetta fannst mér gríðarlega merkilegt alltsaman og komst svo að því mér til mikillar ánægju að konan þarna er með hestaleigu, og ekki bara hestaleigu heldur er líka hægt að leigja sér kofa yfir helgi með 300 m niður að vatni og bátaleigu. Ég veit hvað við Ívar ætlum að gera ef hann kemur í heimsókn!!
Jæja þá var Gudrun að hringja, hundur sem var keyrt á á leiðinni til okkar. Best að tölta sér niðreftir, hún kann ekki á röntgengræjurnar og ég ætla að þykjast kunna á þær, haha :P
L8er
lördag 26 juni 2010
Á vakt - en samt ekki...
Furðulegt. Bossinn kom til að leysa mig undan þessari helgarvakt, en samt var ég að vinna í dag. Keyrði veitekkihvaðlangt (yfir klst) til að komast útí rassgat til hests með sár á afturlöpp. Það átti að skipta um sáraumbúðir en það var ekki hægt nema með því að gefa hestinum róandi, svo ég lagði semsagt bara upp í saklausan deyfa-hest leiðangur. Gekk rosa vel að deyfa hestinn, og ég fór svo að plokka umbúðirnar af og fékk illan grun alveg um leið.. ekki góð lykt. Þegar ég komst loks inn að sárinu þá var það allt í greftri og ógeði, og stóð eiginlega galopið þrátt fyrir tilraunir til að sauma það saman um daginn. Þreif það vel og testaði svo hversu djúpt það væri opið, og jújú, potaði bara beint í bein. Síðasta umbúðaskipti var í fyrradag og þá leit þetta víst voða vel út, en það hefur þá eitthvað mikið gerst síðan þá.
Saklausi auðveldi leiðangurinn endaði semsagt í heljarinnar sáraþrifum og veseni og var bara alls ekkert auðveldur!
Þetta tók eiginlega bara allan daginn, að vísu með smá tiltekt í bílnum líka. Fékk kast þegar ég ætlaði að fara að nota þennan fína dýralæknabíl og allt var bara gjörsamlega í rúst.. ef maður hafði ekki sjálfur búið til hrúguna í skottinu þá var engin leið að finna neitt! Svo ég tók mig til og tók bílinn í gegn, nú finnur sjálfsagt enginn annar neitt.. allir vanir því að nálarnar séu í skúffunni þar sem eitthvað allt annað á að vera osfrv. ;)
Fór svo heim eftir þetta, en kjella ætlar að hringja í mig ef eitthvað spennandi gerist. Um að gera að nýta þá helgina til að vera með henni eins mikið og ég get.
Hehe.. myndirnar í síðasta bloggi tókust ekki sérlega vel hjá mér - þær urðu ennþá meira klesstar á sjálfri síðunni..! Vandræðalegt :P
Ætla að gera nýja tilraun:
Þetta er fallega litla vatnið mitt, einn sólríkan og dásamlega kyrrlátan morgun á leið í vinnuna :)
Gæs og maríuerla að njóta veðursins, oftast sitja þarna tvær kríur. Það finnst mér svo notalegt :)
Þetta er gönguleiðin í vinnuna mína, notalegt ekki satt? :)
Að lokum tvær myndir frá því í gærkvöldi, aftur við fallega vatnið mitt :)
Jæja það tókst betur að setja inn myndir í þetta sinn! :P Var að drífa mig svo í morgun og allt fór einhvern veginn í klessu. Lofa að vanda mig betur framvegis ;)
Þarf að fara í búð og nenni því ekki. Veit samt að ég fer í fýlu ef ég fæ ekki súrmjólk í fyrramálið, svo það er sennilega best að dríbba sig. Ekki vil ég að ég fari í fýlu.
L8er
Saklausi auðveldi leiðangurinn endaði semsagt í heljarinnar sáraþrifum og veseni og var bara alls ekkert auðveldur!
Þetta tók eiginlega bara allan daginn, að vísu með smá tiltekt í bílnum líka. Fékk kast þegar ég ætlaði að fara að nota þennan fína dýralæknabíl og allt var bara gjörsamlega í rúst.. ef maður hafði ekki sjálfur búið til hrúguna í skottinu þá var engin leið að finna neitt! Svo ég tók mig til og tók bílinn í gegn, nú finnur sjálfsagt enginn annar neitt.. allir vanir því að nálarnar séu í skúffunni þar sem eitthvað allt annað á að vera osfrv. ;)
Fór svo heim eftir þetta, en kjella ætlar að hringja í mig ef eitthvað spennandi gerist. Um að gera að nýta þá helgina til að vera með henni eins mikið og ég get.
Hehe.. myndirnar í síðasta bloggi tókust ekki sérlega vel hjá mér - þær urðu ennþá meira klesstar á sjálfri síðunni..! Vandræðalegt :P
Ætla að gera nýja tilraun:
Þarf að fara í búð og nenni því ekki. Veit samt að ég fer í fýlu ef ég fæ ekki súrmjólk í fyrramálið, svo það er sennilega best að dríbba sig. Ekki vil ég að ég fari í fýlu.
L8er
Prenumerera på:
Kommentarer (Atom)