Komst að því í vinnunni að ég mun verða non-existing á fimmtudaginn. Það er að segja ég er hvorki skráð í vinnu né í fríi.. ég er bara hreinlega ekki með á skemanu. En ekki ætla ég að kvarta, heldur skella mér í... í... íííí... IIIIIKEAAAAA! Jibbidískibbidí!
Í öllu okkar húsgagnabrasi (sem ég hef að vísu ekki sagt frá hér, en í stuttu máli þá hefur hárið á Ívari gránað um allan helming.. og eitthvað segir mér að það tengist mér og væntanlegum húsgagnakaupum og smávægilegu ákvarðanatökuvandamáli sem ég á við að stríða) höfum við ekki enn komist í Ikea, það er nebbla ekki til í Övik. En það er nú pís of keik að rúnta til Sundsvall í fína bílnum okkar og kíkja á mubblur.. oh hlakka svo til!
Rólegur dagur í vinnunni í dag, komst út úr húsi kl 17 (aftur!!) og við Ívar fórum í göngutúr í dagsbirtu (eða já, svona síðustu birtunni) með stóran veiðihund sem félagsskap. Kósí :)
Þetta stefnir semsagt í góða viku!
Jæja ætla að horfa á Simpsons, hvíla heilann soldið :)
Inga kommentarer:
Skicka en kommentar