Er svona að reyna að setja inn merkilegustu fréttir Íslandsferðarinnar eftir því sem þær rifjast upp fyrir mér.
Tvær skemmtilegar hestafréttir:
Glódís mín fór undir stóðhest í fyrsta sinn! Sólon frá Skáney varð fyrir valinu, þar vonast ég til að fá frábæran reiðhest með snyrtilegum fótaburði - og að sjálfsögðu rauðblesótta hryssu. En af hverju Sólon?
Fyrir langa löngu þegar ég var að fletta eiðfaxa-blaði rakst ég á umfjöllun um Skáney. Þar var mynd af hryssu, Nútíð frá Skáney, sem mér fannst vera það allra fallegasta hross sem ég hafði séð. Þetta var sennilega bara venjuleg mynd af venjulegri hryssu, en samt. Það var eitthvað sem ég féll fyrir þarna...
Einhverjum árum seinna sá ég svo Sólon frá Skáney á Tekið til kostanna á Króknum. Fannst hann svo mjúkur og fallegur og virkaði eitthvað svo þjáll. Komst svo að því að þessi hestur var einmitt undan draumahryssunni minni, henni Nútíð!
Sólon kom svo til okkar á dýraspítalann eftir LM 2006, þar meiddist hann aðeins á sin og var hjá okkur einhverja daga. Þar féll ég ennþá meira fyrir honum, hann var svo ótrúlega þægilegur í umgengni að öllu leyti. Við héldum nokkrum hryssum undir hann á spítalanum og þar var hann svo kurteis og laus við alla stæla.
Í vetur fór ég svo að hugleiða að halda Dísu skvísu. Kíkkaði á stóðhestasíður og sá þar hverja rosa bombuna á fætur annarri, eeeendalaust af hæfileikaríkum ungum stóðhestum sem sprikluðu eins og enginn væri morgundagurinn. Mér féllust eiginlega hendur - þetta var alltof mikið! Og ekki hafði ég séð neinn af þessum hestum live (ekki svo ég myndi eftir amk - svaf nottla eins og steinn í brekkunni á stóðhestadeginum á LM 2008. Flott.)
Svo mundi ég eftir æskuástinni minni :) Spjallaði við Þóru systur sem hefur verið með nokkur afkvæmi undan honum sem henni fannst mjög fín, mjúk og geðgóð hross, svo ég ákvað að skella mér bara á þetta. Hann er svosem engin bomba - en hvað á ég svosem að gera við bombur?? Ég vonast til að fá gott reiðhross með snyrtilegum fótaburði undan þessu pari og held að það ætti ekki að vera ómögulegt :) Og að sjálfsögðu vil ég fá rauðblesótt! Mamma Glódísar var rauðblesótt og Sólon hefur gefið mjög mikið rauðblesótt, svo ég krossa alla mína fingur og tær!
En ég ætti kannski aðeins að róa mig í draumórunum - hún er rétt komin í hólfið, hehe ;)
Skemmtilega hestafrétt nr 2:
Ilmur hans Ívars kastaði rauðtvístjörnóttu folaldi undan Keili frá Miðsitju þann 19. júlí. Því miður var það hestfolald - hún hunsaði allar okkar bænir um hryssu! Þetta er fjórði hesturinn á móti einni hryssu. Skamm Ilmur, skamm! Annað sem hún má skammast sín fyrir er að hún kastaði ca 24 klst eftir að við yfirgáfum Ísland. Hversu týpískt er það?? Haha, svekkelsi aldarinnar!
En gott að allt gekk vel og gaman að fá lítið kríli þó það sé með bibba! ;)
Jæja. Ætla að druslast niðrí bæ og reyna að grátbiðja um linsur. Er með heimsendingarþjónustu til Köben og Ívar sendi pakkann af stað hingað á mánudaginn, en ekkert bólar á linsunum og núna á ég 2 pör eftir. VERÐ að reyna að redda þessu, en held því miður að það sé erfitt að fá linsur í "lausasölu" :/ En annars verð ég óvinnufær þangað til pakkinn kemur...!! Úffpúff..
Ætlaði annars að liggja eins og klessingur í sólbaði alla helgina. Gott plan - fyrir utan að það er ekki sól. Skamm!
L8er
Inga kommentarer:
Skicka en kommentar