Ah þvílík dásemd! Mikið hlakka ég til að sofa út í fyrramálið.. vakna... og vera að fara að gera ekki-neitt. Þetta verður fyrsti sofa-út morguninn í fleiri vikur! Sumar"fríið" á íslandi var svo þéttskipað að engin leti kom til greina, enda þurfti að deila tíma á milli tveggja fjölskyldna, barna, hesta, hunds og vina. Nóg að gera semsagt!
Ég gleymdi að segja frá hápunkti síðastliðinna mánaða, en það var þegar snillingurinn hann Guðjón gat bjargað öllum gögnum (lesist MYNDUM) af harða diskinum úr gömlu tölvunni minni sem hrundi í fyrra og allir voru búnir að dæma endanlega dauða og vonlaust að ná myndunum. Mikill missir þar, enda milljón myndir frá mínum fyrstu 4 árum í Köben og því yndislega grallaralífi sem við lifðum þar í byrjun námsins! En semsagt - Guðjón framkvæmdi hið ómögulega og bjargaði þeim allesammen! Allihopa! Jíbbíjey!! Held að maðurinn eigi inni hjá mér ævilangar birgðir af viskí fyrir þetta afrek.. hehe ;)
Svo þarf ég "bara" að sortera myndirnar.. þetta eru núna mörg þúsund myndir í kássu í tölvunni, en skítt með það - tek nokkra góða rigningardaga í það verk. Seinna.
Í dag bar helst til tíðinda að náungi að nafni Hrafn Gilsson "addaði" mér sem vin á facebook. Ég klóraði mér lengi í mínum þreytta haus yfir þessu. Kannaðist ekki við þennan dúdda. Sá svo að við áttum einn sameiginlegan vin sem var Þóra systir. Þá fór ég að hafa áhyggjur af því að hún hefði hitt einhvern sækó gaur í USA sem ætlaði að ofsækja fjölskyldu hennar. Velti þessu lengi fyrir mér.. þar til ég talaði við Þóru og komst að því að þetta eru mammsen og pappsen í HrafnaGilsstræti. Vá. Trega ég :)
Já. Ma og Pa eru semsagt komin á facebook. Hver hefði trúað þessu? (og hver hjálpaði þeim??) Vissi nú ekki alveg hvað mér ætti að finnast um það að hafa foreldrana að sniglast um í mínu sukklífi á fésinu, en áttaði mig svo á því að ég þyrfti kannski ekki að hafa stórar áhyggjur. Þeim finnst msn flókið. Heyrði svo frá Þóru að mamma væri búin að gleyma hvernig maður loggar inn á facebook - og þá fuku nú allar áhyggjur útí hafsauga. Reyniði bara.. þetta mun aldrei takast! Múhahahahaaa...!!
Síðasta merkilega frétt fyrir svefninn: Við Ívar áttum 4 ára ammælisdag í dag :) Skrítið hvað tíminn líður. Skál fyrir okkur!
Núna: Háttatími og sofaút... aaaaahhhh...!
L8er
PS1: Sorrí ma og pa fyrir facebook-grínið, varð bara að fá að stríða smá!
PS2: Kannski áttum við 4 ára ammæli í gær. Munum ekki alveg *blúbb-blúbb*. En allavega áttum við ammæli... einhvern dag. Punktur. Og skál.
Inga kommentarer:
Skicka en kommentar