Tæpur sólarhringur í að ég láti mig hverfa héðan og fari til Köben að knúsa kallinn minn og held svo til elsku AK á laugardaginn! Jibbíjey!!
Þetta gæti að vísu orðið ansi strembinn sólarhingur. Var í vinnu til 19.30 í dag (og við fáum enga yfirvinnu borgaða), er á vakt til 08.00 í fyrramálið, fer þá í vinnu og fer svo beint úr vinnunni á völlinn um 16. Fyrir þann tíma þarf ég að hafa afgreitt alla sjúklinga og skrifað allar skýrslur (sem tekur á venjulegum degi svona 2 tíma í yfirvinnu). Þetta verður stress. Mikið verð ég fegin þegar ég get sest um borð í vélina á mrg og andað út. Að vísu til þess eins að anda aftur inn og halda niðrí mér andanum í klst eftir að hún hefur sig á loft. Jebb, sama flugfélag og síðast (þeas eina flugfélagið sem fyrirfinnst hér) og sennilega álíka traustvekjandi flugvélargrey.
En allavega - þegar ég kemst í SAS vélina ætti ég að geta slakað á! Hlakka til! Og hlakka til að knúsa kallinn minn! Og sofa í rúminu mínu! Verst að kettirnir verða farnir í pössun þegar ég lendi, svo ég næ ekki að knúsa litlu ormana mína.. :/
Ágætis dagur í vinnunni í dag, bara nokkuð sátt við eigin frammistöðu. Kannski af því að ég fékk enga erfiða sjúklinga - en samt, maður verður að muna að gefa sjálfum sér stig! :P Held ég hafi ekki gert neitt aulalegt í dag. Sveimér þá...! Annað stig handa mér :)
Er eitthvað voðalega andlaus þessa stundina, man ekki hvort það gerðist neitt spennandi í dag. Man eiginlega mest lítið hvað gerðist í dag yfirhöfuð (kannski þess vegna sem ég held ég hafi staðið mig svona vel..!)
Þetta verður sennilega síðasta bloggið í bili, fer nú ekki að skrifa á problem-síðuna mína á akureyri! ó nei.. vaktasíminn.. aaaaaaaaah
Haha... hjúkket. Bara Frida í vinnunni að biðja um eitthvað símanúmer :P Krossa alla mína fingur og tær að það verði ekki vesen í kvöld/nótt.
Æjj. Var að klára síðasta hnetunammið fyrir næstu 2 vikurnar :(
Ætla að taka með mér hákarl hingað, svíarnir vilja endilega að ég smakki surströmming og ég ætla þá að vera með mótleik! Múhahaha...! James hefur smakkað bæði og segir að hákarl sé MUN verri.. múúúúhahahahah!!
Jæja. Farin að einbeita mér að því að stara á símann og segja honum að hringja EKKI.
Ég sný aftur eftir 2 vikur ;)
Elsa í Övik
PS. Ég afsaka að hafa svikist um múslíupdate, en það vildi svo óheppilega til að það var nóg eftir í gamla pokanum útá súrmjólkina í morgun. Þið sem bíðið spennt þurfið að bíða eitthvað lengur. :P
Þú ert ekki að standa þig kona! Fékk þessa agalegu hugljómun að tékka á svíafréttum og svo er bara ekkert!
SvaraRadera