Ekki hugmynd.. það er afleitt að taka svona langa bloggpásu, því þá er svo erfitt að byrja aftur. Ég er nú ekki þekkt fyrir að vera stuttorð, svo bara tilhugsunin um að ætla að segja frá síðastliðnum 20 dögum fær mig til að loka mig inní kústaskáp og skæla.
En ég kom útúr skápnum (ehe ehe) áðan og ákvað að brjóta ísinn.
Byrja bara á stuttri skemmtisögu. Ég og Marlene, nýja hjúkkan (sem er rosa rosa fín!), ætluðum að gera okkur glaðan dag og fara og fá okkur pítsu áðan. Hún er búin að vera hér í 4 daga, ég að vísu lengur en hef ekki farið mikið út af klinikinni, svo við vissum ekkert hvert við ættum að halda í þennan leiðangur. Auluðumst eð niðrí bæ og fundum pítsastaðinn MammaMia. Ákváðum að skella okkur inn, fengum að vísu smá bakþanka þegar við sáum staðinn - virkaði óþarflega fínn. En jæja, létum vaða fyrst við vorum komnar inn. Var vísað til borðs af þeim mest pirrandi þjóni sem ég hef á ævinni lent í - ekki smá kreistur að reyna að vera fyndinn! Og gerði grín að því að Marlene væri frá Vilhelmina (þar búa sko um 4 þús manns) EINS OG Övik sé einhver stórborg.. ohhhh pirrandi!! Hélt því svo fram að ég væri þaðan líka og þar af leiðandi væru einu íbúar Vilhelmina á staðnum.. úúúú einmitt.. af því að þú býrð í stórborg?! Jú skill mí? Ó. Þol. Andi. Anyways, ákváðum að leiða þetta pent hjá okkur og kíkkuðum á matseðilinn.. hólí shit. Margaríta kostaði 100 sænskar og var ódýrasta pítsan. Einmitt. Og ekkert úrval af mat eða neinu. Ojbarasta. Og þjónninn hélt áfram að vera pirrandi; Marlene spurði hvort það væri klósett þarna. "Nei. Ekkert klósett" eheeee fyndinn. Not.
Eftir þetta langaði okkur að fara, en kunnum ekki alveg við það.. ég fékk þarna þá snilldarhugmynd að láta eins og ég væri á vakt og segja að ég hefði fengið akút útkall. Marlene fannst það nú soldið gróft þar sem ekki væri eitt sannleikskorn í þessu.. "en ég get bætt við að ég sé dýralæknir..? Það er satt..." Haha.. við sættumst á þetta, svo þegar aulinn kom að borðinu til að taka við pöntunum, þá var ég aaagalega bissí í símanum og veifaði honum eitthvað frá og tilkynnti svo (alveg að springa úr hlátri inní mér) að því miður yrðum við að fara í útkall en við myndum koma aftur... je riiight. Lúúúser!
Fundum svo nýjan stað þar sem pítsa og gos kostaði 70 kall. Takk fyrir takk. Og hann er hérna nánast beint fyrir utan hjá mér. Mí læk :)
Gaman að þessu.
Annars er bara búið að vera klikkað að gera, þetta er eiginlega í fyrsta sinn síðan ég kom á sunnudaginn sem ég hef einu sinni haft tíma til að hugsa um að blogga (fyrir utan tímann sem ég sat inní kústaskáp).
Ég lenti hérna á sunnudaginn eftir enn eina snilldarhugmyndina, sem var sú að vera í bænum í reykjavík til 4 og fara svo beint til keflavíkur í flug kl 5. Frábær hugmynd Elsa, frábær. Alveg með þeim betri. En það var gaaaaman í bænum! Við ívar fórum út að borða með Óskari og Ásdísi í þvílíka matarveislu að ég verð södd bara við tilhugsunina. Svo voru Páll Óskar og Haffi Haff að spila og ekki gat ég nú sleppt því! Þvílik snilld!
En ekki jafn mikil snilld að ferðast daginn eftir, úrvinda og þunn. Úffpúff. Svo endaði ferðin á því að ég kom með flugrútunni (já það er líka svoleiðis hérna megin) niðrí miðbæ í Övik og ætlaði að skella mér í strætó heim. Þá komst ég að því að í Övik keyra engir strætóar á sunnudögum. Ha? Já. Það er satt. Svo litla þunna þreytta sveitta leiða einmana og örmagna ég, þurfti að LABBA upp allar brekkurnar (35 mín labb) heim til mín með allan farangurinn í steikjandi sól. Aaaaaarrrrrgggghhhhhh!!! Enda tilkynnti ég ívari það um kvöldið að ég ætlaði aldrei að flytja hingað. Haha ;)
Svo er búið að vera klikk að gera í vinnunni, langir langir dagar, ein vakt og lítill svefn síðan ég kom, svo minns er ennþá úrvinda og núna komin með hósta og hálsbólgu. Og ekki dirfast að segja að þetta sé sjálfri mér að kenna! Ekki var ég að segja Palla og Haffa Haff að vera í bænum akkúrat þetta kvöld.. díses.
Hlakka til um helgina, ætla bara að soooooofa og hafa hygge með sjálfri mér! :D
Jæja. Þá er ég vonandi búin að brjóta ísinn og get farið að blogga aftur. Og Þóra - hvað ert þú að tuða yfir mínu bloggi? Má ég spyrja hvar öll meilin frá þér eru?? ;)
L8er
Inga kommentarer:
Skicka en kommentar