Afsakið bloggleysi síðustu daga, þeas ef einhver er þá yfirhöfuð að lesa þetta. Annars bara tek ég afsökunina tilbaka og geymi til betri tíma. Þetta er eins og með missisippíin.. ekki gott að eyða þeim í óþarfa.
Ég hef verið gríðarlega upptekin í vinnu, kom heim um hálf tíu í gær og nennti ekki að blogga. Í dag er ég á vakt og var að skrifa skýrslur í vinnunni til ca 20. Ekki nema einn sjúklingur kominn og hann var dauður, svo það hefði nú ekki getað verið auðveldara. Alveg þangað til ég var að fara heim - eins og vanalega þegar ég er á vakt. Var komin úr klinikbuxunum þegar bóndi nokkur hringdi sem átti belju sem hafði spýtt aftanúr sér leginu. Ok ég kem. Sagði ég og skellti á. Áttaði mig svo á því að ég hef séð þetta framkvæmt einu sinni á ævinni. Nota bene: SÉÐ þetta framkvæmt. Ekki framkvæmt sjálf. Og það eru ca 2 ár síðan. Hm.
Hringdi í smá stressi í Emmu stórdýralækni, hún útskýrði hvað ég ætti að gera og ég skrifaði lítinn minnismiða. Dríbbaði mig svo í sveitina og kíkkaði aðeins á svindlimiðann minn áður en ég fór inn. Þóttist svo vera ægilega klár og held það hafi bara gengið nokkuð vel. Tókst að troða öllu heila draslinu inn og loka fyrir og allir ægilega ánægðir. Svo flýtti ég mér heim og slökkti á vaktasímanum og vona að beljan sé enn á lífi ;)
Nei nei, smá ýkjur. Það er kveikt á símanum. Og beljan virtist hress. Allavega er ég stolt af mér að hafa komið þessu inn. Og mjög svo ánægð með alla boxþjálfunina í vetur og vor! Veitti ekki af smá vöðvum.
En nú er kominn háttatími og rúmlega það. Vaknitími eftir 5 tíma. Hlakka til á morgun. Not. Kannski ætti ég samt að slökkva á símanum - væri synd að eyðileggja þessa fáu tíma.
Góða nótt!
Inga kommentarer:
Skicka en kommentar