lördag 14 augusti 2010

Einn tveir og anda..

Hugarástand mitt er núna svona álíka eins og hjá ljóskunni með "anda-inn anda út" vasadiskóið (eða sennilega er það nú ipod í nútímaútgáfu af þessum brandara). Heilinn minn er soðinn uppúr og ræður ekki við mikið meir en einmitt að einbeita sér að því að anda.

Er á helgarvakt og það er laaangt eftir af henni og minns er þreyttur. Var að vinna allan daginn í gær og svo í útköllum til að ganga eitt um nóttina, svaf illa, vakin í dag um 9 og var að koma heim núna, kl 17. Væri fínt ef fólk gæti sleppt því að hringja í smá stund. Takk. :)
En það hefur gengið ágætlega, ekkert beint disastercase enn sem komið er og allir á lífi (7-9-13 *bank bank bank*). Já allir nema þá helst uppúrsoðni heilinn minn!

Ætla að hvíla mig.

L8er

Inga kommentarer:

Skicka en kommentar