Það tók nokkra daga, en nú hef ég náð andlegu jafnvægi á ný eftir hið misheppnaða sveppanámskeið. Við fórum ekki aftur í skóginn, það er búið að rigna alla vikuna svo ég hef ekki getað spreytt mig aftur.. sem er kannski bara eins gott fyrir mína andlegu heilsu.
ehm. Það er víst miðvikudagur í dag sem þýðir að mánudagur og þriðjudagur hljóta að hafa liðið en ég bara man ekki hvað ég gerði. Sennilega var ég þreytt. Giska á það.
Jú bíddu! Í gær var ég inná skurðstofu að gelda ketti og aðstoða James við legbólguaðgerð á berner sennen hundi *gaaman*
Í dag fékk ég svo loksins að gera aðgerðir sjálf. Mér hefur hingað til ekki verið hleypt mikið inná skurðstofu þar sem ég þarf að vera undir eftirliti og það hefur ekki verið mannskapur (þarf amk 3) til þess að fylgjast með mér þegar ég tek mér hníf í hönd. Nei ókei, ekki 3. En einn reyndari þarf að vera memm svona í byrjun og það var loksins hægt í dag. Gerði svosem engar stóraðgerðir, en tók tvær læður úr sambandi og það eru nú að verða komin 2,5 ár síðan ég gerði það síðast ef ég man rétt (sem er reyndar ekki víst). Gott að æfa sig aðeins með hnífinn :)
Stórtíðindi dagsins eru annars sú að ég og Marlene skokkuðum 7 km áðan. Mjög stolt af mér. Mjög.
Já og önnur stórtíðindi sem ég veit ekki hvernig leggjast í mig eru að ég réði mig í tvo mánuði í viðbót hérna í Övik, semsagt út október. Hef svosem ekki aðra vinnu í rassvasanum (haha.. skrifaði óvart rassgatinu) og er skítblönk svo sennilega var þetta það rétta í stöðunni. En samt. Það gera þá 11 vikur í viðbót hérna. Án Ívars. Alein. Aaaaalein.
En ætli tíminn líði ekki eins og vanalega. Finnst hann nú yfirleitt gera það, svona einhvern veginn.
Jæja ég er orðin þreytt. Ennþá að flissa yfir vinnu í rassgatinu sem bendir til þess að það sé komin tími á rúmið mitt!
L8er
"réði mig í tvo mánuði" segir maður það? Það virkar skrítt. Ég er búin að búa of lengi í útlöndum.
SvaraRadera