lördag 7 augusti 2010

Góður dagur!

Vá hvað það er langt síðan ég bloggaði! Biðst afsökunar á þessu, tíminn líður alltaf hraðar en ég held! Vikurnar hérna eru oftast eins og einn langur dagur; ég vakna, fer í vinnu, kem seint heim, borða, sef - vakna, fer í vinnu, kem seint heim, borða, sef - osfrv. Semsagt bara vinna.

Þessi vika var hins vegar öðruvísi að því leyti til að ég skellti mér á sveppanámskeið. Jamm og já. Þóra sagði að ég væri farin að hegða mér eins og fimmtugur leiðinlegur svíi - og sagði í næstu setningu að það ætti einstaklega vel við mig að fara á sveppanámskeið. Jahá. Hvernig á ég að skilja þetta? Hmm. ;)
Anyways, mér fannst bara gaman á sveppanámskeiðinu. Og hana nú! Á fimmtudaginn var bóklegur tími. Einstaklega skemmtilegt að stúdera skrítna svía - varð ekki fyrir vonbrigðum þar :) Á morgun förum við svo útí skóg með kennaranum. Hún er ekta ofur-pedagógískur svíi sem margtuggði ofan í mannskapinn að maður gæti fengið "jätteont i magen" ef maður borðar eitraða sveppi, hráa sveppi eða of mikið af sveppum. Eins gott að passa sig á því, ekki vil ég fá jätteont i magen!

Í dag var dásamlegur dagur (fyrir utan að mig vantaði íbbann minn með mér!). Fékk lánaðan bíl hjá Jenny (hjúkku) yfir helgina með því skilyrði að ég myndi rúlla og kíkja á hestana hennar. Veðrið var dásamlegt, steikjandi hiti en skýjaslæða fyrir sólinni svo hún var sem betur fer ekki sterk. Ég rúntaði og kíkti á hesta, fór svo í langan bíltúr um sveitina og fann að lokum baðströnd og henti mér loksins útí í fyrsta sinn í sumar!! Dásamlegt!

Hitti svo Emmu í kvöld, ætluðum út að borða sushi - nema bara að það lokar víst kl 17.00 á laugardögum hérna í övík. Spes ;) En fundum okkur annan stað, kósí útiveitingastað við höfnina. Maturinn var að vísu óhugnalega vondur, en yndislegt sumarkvöld engu að síður!

Jæja, verð að koma mér í háttinn svo ég verði fersk í sveppatínslu á morgun! :D

Inga kommentarer:

Skicka en kommentar