tisdag 31 augusti 2010

Spákúlan..

Nei. Ég fann ekki spákúlu, því miður, en ég held samt að framtíðin sé kannski aðeins að skýrast. En meira um það seinna.
Búið að vera brjálað að gera undanfarið og ég er dáin úr þreytu. Ákvað að gefa nú samt frá mér örlítið lífsmark á þessum miðvikudagsmorgni áður en ég mæti örlítið of seint í vinnunna (sýnist stefna í það).
Búin að vera á tveimur næturvöktum í röð, á mánudaginn vann ég í 19 tíma streit, komst ekki heim fyrren hálf 3 um nóttina. Í gær vann ég svo í 12 tíma streit. Var vakin einu sinni í gærkvöldi af konu sem var með læðu að gjóta og kettlingur fastur. Hún vildi ekki koma inn á vaktina, hafði ekki efni á því og ég sagði henni að hringja í fyrramálið og hún gæti þá komið inn kl 8. Bað hana vinsamlegast að hringja ekki fyrir 7 nema það kæmi eitthvað uppá. Hún hringdi kl 6. Takk elsku kona. Hringdi til að spyrja hvort við gætum ekki örugglega lógað kettinum fyrir hana ef keisari yrði of dýr. Veit ekki með ykkur, en mér fannst nú að þessi spurning hefði jafnvel getað beðið til 7...? Gat að sjálfsögðu ekki sofnað eftir þetta og er frekar bitur yfir þessum glataða klukkutíma af svefni!

Jæja ég vissi það, nú er ég orðin sein!

Ætla að reyna að bæta mig í blogginu, lofa! :)

Inga kommentarer:

Skicka en kommentar