Vaknaði kl 07.30 í morgun, harðákveðin í því að fara út að skokka. Núna er klukkan orðin 19.30 og það hefur ekki ennþá gerst. Skrítið.
Fór hins vegar í langan göngutúr í kringum vötnin, held það séu um 7 km. En það var samt ekki hlaup, heldur labb. Svo nú veit ég ekki hvort það má skipta þessu út eða hvort ég neyðist til að fara að hlaupa í kvöld. Hmm.
Mér er búið að leiðast alveg afspyrnumikið í dag. Ekki búin að hitta neinn. Búin að hanga á netinu, lesa næstum heila Twilight-bók (segir mjög mikið um hversu mikið mér hefur leiðst!), sortera myndir og laga til í tölvunni, lesa um húðsjúkdóma hjá dýrum (sem ég get aldrei troðið inní hausinn á mér hvort sem er), þvo þvott, fara í labbitúr og útí búð. *gaaaman*
Skil ekki hvers vegna þessar blessuðu Twilight bækur slógu svona í gegn. Mér finnst þetta hreint út sagt leiðinlegar bækur. Mér leiðist Edward og mér leiðist Bella. Hélt þetta myndi kannski lagast með tímanum, en núna er ég langt komin með bók 3 og mér finnst þetta ennþá jafn leiðinlegt.
Mig langar svo að sparka í Edward, aka mr. Boring. Er hægt að vera öllu leiðinlegri?! "ó búhú, ég get ekki verið kærastinn þinn því ég er vampíra.. en ég elska þig samt.. búhú. En það gengur ekki. Ég ætla að fara. Það er best fyrir þig. Nei ég kem aftur, það er betra. En ég vil ekki sofa hjá þér. Ég verð að fá að giftast þér. En þú mátt ekki verða vampíra. Ó búhú hvað allt er erfitt. Og ég er ekki með sál."
Og svona heldur hann áfram eeeendalaust! Og hún aftur á móti vælir og volar og vill endilega selja sálu sína fyrir þennan óhugnalega leiðinlega vampírugaur og eyða með honum restinni af þeirra eilífa vampírulífi. Og hann er meira að segja ískaldur. Ískaldur!! Halló.. ojbara.
Nei þá hefði ég frekar valið heita góða varúlfinn. Sem er prakkari og skemmtilegur og finnst gaman að vera til!
Jáh sveimér þá hvað ég skil þetta ekki. En ég ætla samt að klára allar bækurnar ;) Og sjá allar myndirnar.. og halda áfram að vona að hún dömpi Edward. *plísplísplííís*
Jæja. Þetta var allt sem ég hafði að segja eftir þennan dag ;) Á morgun hefst ný vika með nýjum ævintýrum. Og ég kann ennþá ekki neitt um húðsjúkdóma.
L8er
Inga kommentarer:
Skicka en kommentar