onsdag 18 augusti 2010

Afsakið hlé...

Búið að vera mikið að gera undanfarið og ég hef annað hvort ekki haft tíma eða orku til að blogga. Hef eytt öllum mínum frístundum með elsku Marlene sem er að hætta hjá okkur á morgun - ái litla hjartað mitt kremst við tilhugsunina! Yndislegri manneskju hef ég sjaldan kynnst!

Á morgun fer ég svo til Köben að knúsa kallinn minn, langþráð knús!! Og Albert og Júlíus ætla ég líka að knúsa, sama hvað þeim finnst um það ;)

Skrapp í búðir með Marlene í gær.. og þurfti á klósettið:

Þetta merki var á hurðinni.. ég klóraði mér smá í hausnum.



Aha. Hvar annars staðar en í Svíþjóð??

Jæja nú er ég orðin of sein í vinnunna. Of kors.

"Heyrumst" eftir helgi!

1 kommentar:

  1. Æji svindl! Ég kommentaði hér um daginn en það skilaði sér greinilega ekki...

    SvaraRadera