Furðulegt. Bossinn kom til að leysa mig undan þessari helgarvakt, en samt var ég að vinna í dag. Keyrði veitekkihvaðlangt (yfir klst) til að komast útí rassgat til hests með sár á afturlöpp. Það átti að skipta um sáraumbúðir en það var ekki hægt nema með því að gefa hestinum róandi, svo ég lagði semsagt bara upp í saklausan deyfa-hest leiðangur. Gekk rosa vel að deyfa hestinn, og ég fór svo að plokka umbúðirnar af og fékk illan grun alveg um leið.. ekki góð lykt. Þegar ég komst loks inn að sárinu þá var það allt í greftri og ógeði, og stóð eiginlega galopið þrátt fyrir tilraunir til að sauma það saman um daginn. Þreif það vel og testaði svo hversu djúpt það væri opið, og jújú, potaði bara beint í bein. Síðasta umbúðaskipti var í fyrradag og þá leit þetta víst voða vel út, en það hefur þá eitthvað mikið gerst síðan þá.
Saklausi auðveldi leiðangurinn endaði semsagt í heljarinnar sáraþrifum og veseni og var bara alls ekkert auðveldur!
Þetta tók eiginlega bara allan daginn, að vísu með smá tiltekt í bílnum líka. Fékk kast þegar ég ætlaði að fara að nota þennan fína dýralæknabíl og allt var bara gjörsamlega í rúst.. ef maður hafði ekki sjálfur búið til hrúguna í skottinu þá var engin leið að finna neitt! Svo ég tók mig til og tók bílinn í gegn, nú finnur sjálfsagt enginn annar neitt.. allir vanir því að nálarnar séu í skúffunni þar sem eitthvað allt annað á að vera osfrv. ;)
Fór svo heim eftir þetta, en kjella ætlar að hringja í mig ef eitthvað spennandi gerist. Um að gera að nýta þá helgina til að vera með henni eins mikið og ég get.
Hehe.. myndirnar í síðasta bloggi tókust ekki sérlega vel hjá mér - þær urðu ennþá meira klesstar á sjálfri síðunni..! Vandræðalegt :P
Ætla að gera nýja tilraun:

Þetta er fallega litla vatnið mitt, einn sólríkan og dásamlega kyrrlátan morgun á leið í vinnuna :)

Gæs og maríuerla að njóta veðursins, oftast sitja þarna tvær kríur. Það finnst mér svo notalegt :)

Þetta er gönguleiðin í vinnuna mína, notalegt ekki satt? :)

Að lokum tvær myndir frá því í gærkvöldi, aftur við fallega vatnið mitt :)

Jæja það tókst betur að setja inn myndir í þetta sinn! :P Var að drífa mig svo í morgun og allt fór einhvern veginn í klessu. Lofa að vanda mig betur framvegis ;)
Þarf að fara í búð og nenni því ekki. Veit samt að ég fer í fýlu ef ég fæ ekki súrmjólk í fyrramálið, svo það er sennilega best að dríbba sig. Ekki vil ég að ég fari í fýlu.
L8er
Inga kommentarer:
Skicka en kommentar