Enn einn góður dagur hérna í Övik.. bíddu við, það gerir þá heila 3 góða daga. Næs.
Fékk minn fyrsta sjúkling í dag sem ég átti aaaalveg sjálf :) Gaaaaman *klapp-klapp* Lítill (og voða góður!) smáhundur, stóð eins og engill og lét mig gera allt við sig. Mjög heppilegur fyrsti sjúklingur! Veit svosem ekkert hvað var að tíkargreyinu, en góður sjúklingur samt. Hehe ;)
Svo fór ég í sveitina aftur.. ég fíla sveitina. Úff hvar á ég eiginlega eftir að enda?? Stundum er ég hrædd um að ég endi sem beljulæknir. Sveimér þá. Mér finnst það alveg lúmskt gaman. En samt. Langar að vera hestalæknir. Eða hundalæknir. Allavega ekki kattalæknir. Kettir eru evil.
Fórum m.a. í mjög skrítið case. Hugmyndir eru mjög vel þegnar. Belja sem fékk hellings hornös fyrir 3 dögum, smá slöpp og borðaði aðeins minna en vanalega fannst bóndanum. Í morgun tók hann eftir því að hún var bólgin neðan á kjálkunum og kinnunum og hann fann viðbjóðslega lykt útúr henni. Við komum um 13-leytið og þá var beljan orðin stokkbólgin, nánast eins og hálfur fótbolti undir neðri kjálkanum, grjóthart og algjörlega symmetriskt. Hún var ekki með hita og ekki lengur slöpp og hámaði í sig hey og kraftfóður á meðan við skoðuðum hana, og vonda lyktin og hornösin var farin. Kíktum uppí hana, engin sár eða neitt að sjá þar, og heldur ekki á hausnum eða neins staðar í kring. Hvar eredda?? Ég veit ekkert um kýr og dýralæknirinn vissi ekki heldur.
Jæja, klukkan orðin margt og kominn háttatími. Kom heim úr vinnunni hálf 10 svo það er ekki mikill tími fyrir fréttapistil.
Over and out frá Övik.
Inga kommentarer:
Skicka en kommentar