Jamm í dag var ég sveimér dugleg! Fór í bæði bankann og á skattskrifstofuna.. eh.. skattstofuna? Heitir það kannski það frekar? Allavega. Tvö vonlaus erindi sem mér tókst að ljúka af í dag. Mjög stolt af mér. Er núna stoltur eigandi sænsks bankareiknings og tilvonandi eigandi sænsks visakorts, ásamt því að vera tilvonandi skattgreiðandi í Sverige (sem var svosem minna skemmtilegt).
Þetta gekk svosem ekki skandalalaust fyrir sig, frekar en flest sem ég tek mér fyrir hendur. Vildi óska að ég gæti sýnt svipinn sem kom á bankastarfsmanninn þegar ég sagðist vilja opna reikning.. já og ég er frá Íslandi. Hehe... bankamaður með húmor þar á ferð, var ekki á því að fá íslenskan kúnna í litla saklausa bankann sinn í rassgati ;)
Svo hringdi ég í skattinn og ætlaði að ath hvort ég gæti pantað tíma hjá þeim. Fékk samband við símsvara sem bauð góðan daginn og sagði hvert ég hefði hringt. Og svo beið ég. Og svo endurtók símsvarinn það sama aftur. Hmm. Skrítinn símsvari hugsaði ég. Og fattaði svo að þetta var lifandi alvöru kona en ekki símsvari. Fannst þetta gríðarlega fyndið og sprakk úr hlátri og sagðist hafa haldið að hún væri símsvari. Henni fannst þetta ekki fyndið. Ansans. Viss um að bankakallinum hefði fundist það!
Svo fór ég á skattstofuna og settist pent og beið í röð þar til kona kom fram og sagði næsti-eitthvað og labbaði e-ð á bakvið. Ég dreif mig nottla á eftir henni, rölti þarna með henni smá spotta, þangað til hún snýr sér við til að ganga frá gleraugunum sínum uppá hillu. Konan stoppar og horfir mjög svo spyrjandi á mig.. "jaaaaá?" segir hún. Og ég bara "jaaá" og brosi eitthvað. Svo horfir hún bara áfram á mig með furðusvip og spyr hvað ég sé að gera. "uhm.. þú sagðir næsti gjörðusvovel...?"
"Nei. Ég sagði 'næsta hurð' við konuna sem stóð á bakvið þig!"
"Óóóóóó... ehe.."
Aulinn ég! Haha! Sem betur fer fannst henni þetta álíka fyndið og mér og ákvað að afgreiða mig þá bara fyrst ég var mætt þarna hjá henni :P Svona fær maður skyndiafgreiðslu hjá skattinum, hihi..!
Fínasti dagur í vinnunni annars, fyrir utan einn veikan kött sem ég veit ekkert hvað ég á að gera við. Pirrandi. Er eiginlega búin að dömpa honum yfir á Karin, ég var orðin hálf ráðalaus eitthvað.
Bara einn maður sem kom með "ert þú virkilega dýralæknir" komment, en ég kýldi hann ekki því hann var með svo dásamlegt hár að það hefði aldrei verið hægt! Það var þunnt, sítt og appelsínugult.. og stóð BEINT útí loftið í allar áttir! Eins og mjög gamall og þunnhærður trúður! Ég hefði fyrirgefið þessum manni allt. Vildi að ég hefði getað myndað hann!
Fékk mér loksins minn fyrsta göngutúr í kringum vatnið, er ennþá of kvefuð til að leggja í skokk (hvað getur maður notað þá afsökun lengi??) en það eina sem ég hafði uppúr því var ofnæmiskast og ennþá meira stíflað nef! Fúlt að vera útimanneskja með frjókornaofnæmi, það er svo rosalega mikill gróður hérna í kring! Og samt er ég rosa dugleg að taka lyfin mín, ekki gott :/
Jæja. Ætla að horfa á fúúsboltann!
Hæstvirtur faðir minn bar fram kvörtun yfir "sóðalegu bloggi". Ég skil ekki, finnst bloggið mitt einmitt óvenju pent miðað við minn aldur og fyrri störf! En um að gera að bera fram kvartanir, ég ætla samt ekki að taka mark á þeim.
Kærlig hilsen
Inga kommentarer:
Skicka en kommentar