söndag 20 juni 2010

Brúðkaupshamingja

...og þá var kátt í höllinni!

Má víst með sanni segja að eigi við hérna í svíaríki þessa dagana. Taumlaus gleði og hamingja og táraflóð yfir brúðkaupi prinsessunnar og frosksins.
Ég og Isabelle slógumst í hóp klikkaðra svía og keyptum okkur snarl og -reyndar ekki kampavín, skiptum því út fyrir brennivín sem okkur leist mun betur á.. og sátum fyrir framan sjónvarpið og fylgdumst með útsendingunni frá brúðkaupinu og skáluðum með reglulegu millibili fyrir þessu öllu saman. Dásamlegur dagur! Og mikið var prinsessan falleg og froskurinn aulalegur. Og svo ekki sé minnst á kjólinn.. yndislegur kjóll! Isabelle hringdi strax í kærastann og pantaði alveg eins, hehe ;)

Fórum svo í staffapartí, fyrst í heimahúsi þar sem var haldið áfram að horfa á brúðkaupsútsendinguna og háma í sig prinsessusúkkulaði úr væmnum öskjum með myndum af parinu á. Skemmtilegt. Hefði átt að kaupa eina svona bara til að eiga sem minningu um þennan merka dag sem ég fékk að upplifa í svíþjóð!

Svo tókst loksins að slíta sig frá sjónvarpinu, og við tók skemmtilegt kvöld með góðum mat og í skemmtilega skrítnum félagsskap af hressum kellingum. Eftir matinn var farið á útiball þar sem var band að spila, hörkustuð þar! Málið var að það var risastórt paintball mót í Sollefteå í vikunni og þetta ball var einhver afslutning á því, þ.a.l. fullt af fólki og bara gaman :)

Í dag var letidagur. Fórum að vísu í langan göngutúr með hestinn hennar. Já þið lásuð rétt, göngutúr með hestinn (útlendingar ERU bara skrítnir, get over it!) og lágum svo uppí rúmi að horfa á vampírumynd, nr.2 mynd um hann Edward. Hann Edward fer reyndar alveg í mínar fínustu taugar, en þessar myndir eru nú næstum möst sí svo ég læt mig hafa það.

Núna er ég komin heim, þreytt, þunn og með hálsbólgu. Gott mál. Ætla að koma mér í háttinn bara.

Gúddnæt

Inga kommentarer:

Skicka en kommentar