Átti ótrúlega góðan dag í gær og má segja að ég hafi skorað þrennu, því mér tókst að gera 3 hluti sem ég hef hugsað um á hverjum degi síðan ég kom hingað!
1. Fór á bæjarrölt, tók langan göngutúr um bæinn og höfnina og komst að þeirri niðurstöðu að þetta er ljótur bær! Búið að gruna þetta í smá tíma, en nú er það hér með staðfest! Það er enginn gamall fallegur miðbær, húsin eru flest öll stór og ljót, og svo er mikið um iðnaðarhúsnæði með stórum reykspúandi strompum. Að vísu er erfitt að sjá bæinn fyrir trjám (aaarrrggh!!) en það sem ég sá var ekki sérlega fallegt. Og hana nú. Skrapp svo á þennan midsommarfest en varð fyrir miklum vonbrigðum þar, engir svíar að hegða sér eins og kjánar, sátu bara að drekka kaffi. Piff! Hérna til hliðar sést sem sagt sænsk midsommarstöng. Hún er reist til að fagna sumrinu, og yfirleitt dansað og sungið og voða fjör, en ég lenti í einhverju hálfdauðu partíi.
Hér koma svo myndir af bænum:
Jedúddamía.. þessi myndainnsetning var að gera mig klikk á tímabili enda endaði allt í einni klessu. Það verður bara að hafa það, nenni ekki að dunda í þessu lengur!
2. Ég skokkaði í kringum fallega vatnið mitt! Ótrúlega stolt af mér!! (set inn myndir af vatninu mínu SEINNA)
3. Ég fór á kvöldgöngu.. eða þeas labbaði heim frá Emmu eftir matarboðið, enn og aftur framhjá fallega vatninu mínu! Yndislegt kvöld eftir smá rigningarskúr og svo góður ilmur af gróðri og regni, dásamlegt!
Já svo ég var mjög ánægð með daginn :)
Minna ánægð með að yfirmaðurinn vakti mig kl 7 í morgun til að segja mér að hún væri á leiðinni hingað til að taka vaktina, en yrði smá sein og hvort ég gæti passað símann á meðan. What?!?! Ég skildi ekki neitt, en hún sagðist hafa þurft að "avbryta sin semester" til að koma hingað og taka vaktina. Af hverju sagði enginn mér það?! Pínulítið pirruð núna. En svosem ágætt fyrir mig og dýrin á svæðinu að hún komi, finnst bara að einhver hefði getað látið mig vita.
En þar með er því stórslysi allavega afstýrt ;)
Jæja ætli hún fari ekki að láta sjá sig hérna, best að koma sér á fætur!
L8er :)
Jæja ég sem hélt ég hefði kommentað á síðasta blogg! Sá mér til skelfingar að það hafði ekki skilað sér. En bíllinn er æði!!! Búin að sjá einhvern gráan? :) Og já fríhelgi er nú væntanlega ekki það versta af öllu heldur, eða á ég að segja bókahelgi...?
SvaraRaderaJeeey!! Komment! Þvílík hamingja :D
SvaraRaderaOg já, er búin að sjá einn svona gráan! Langar í.. haha!