Pínu erfiður dagur í dag. Aflífaði mína fyrstu hunda, já ekki einn heldur tvo. Og þeir komu í þokkabót á sama tíma inn á stofu. Ég var eini dýralæknirinn á staðnum, en sem betur fer var dugleg hjúkka með mér. Þetta voru að vísu bókaðar aflífanir, ekkert akút drama, en samt. Fannst þetta pínu mikið í einu.
Skrítið hvað ég á alltaf erfitt með aflífanir á hundum. Á einhvern veginn auðveldara með að aflífa ketti, hesta og önnur dýr - ekki það að mér sé sama, en það er bara minna erfitt. Fyrri hundurinn í dag var gömul tík, svört labbablanda, og ungt par með hana. Þau grétu bæði frá því að þau komu inn og allan tímann á meðan þetta stóð yfir. Vá hvað ég var nálægt því að henda öllu frá mér og fara bara líka að skæla! Tókst nú sem betur fer að harka af mér og komast fram á gang. Bara til að draga upp næstu pentósprautur og fara inná næstu stofu. Þar var eldri maður með fallegan gamlan veiðihund, hann skældi nú sem betur fer ekki á meðan ég sprautaði svo mér tókst að komast í gegnum þetta. En ái hvað hjartað mitt kramdist.
Er samt mjög ánægð með hvernig þetta fer fram hérna á stofunni. Það er gert svo fallegt fyrir eigendurna. Sett ullarteppi á borðið, loftljósin slökkt og bara kveikt á lampa og einu kerti. Og svo er pakki af tissue við borðið og tveir stólar til að sitja við kveðjustundina. Aflífunarherbergin eru svo með sér útgang út af klinikinni og eigendurnir fá að sitja hjá dýrinu eins lengi og þeir þurfa og geta svo bara laumast út án þessa að þurfa að fara grátandi í gegnum heila biðstofu með fullt af forvitnum augum.
Jæja. Nóg af drama!
Ok ég ætla allavega að reyna þetta. Skrifa þá skemmtilegt komment seinna en þetta er bara test.
SvaraRaderaVei! Ég gat! veit samt ekki hvað ég var að lofa upp í ermina með skemmtilegu kommentin! En úff vá hundar eru verra en allt! Ekki það að ég hafi reynsluna en ég get allavega ímyndað mér að það sé erfiðast. Annars löngu kominn háttatími á mig, knús og bless.
SvaraRadera