onsdag 16 juni 2010

I smell like a cow.. and I like it!

Jáh sveimér þá, lifði líka af dag 2 í vinnunni. Allt að gerast hérna. Er að vísu með mega ritstíflu og man ekkert hvað gerðist eiginlega í dag. Lykta samt eins og belja, þannig að ég hef sennilega farið í fjós.

Hux hux. Jú. Byrjaði inná klinik, ekkert sérlega spennó um að vera þar. Finnst reyndar endalaust fyndið þegar hjúkkurnar eru búnar að bólusetja og koma til mín að fá undirskrift... weird. ÉG er manneskjan sem er vön að hlaupa um allt að fá undirskriftir.. vita þær það ekki?! Döööh.. ;)

Eftir hádegi fór ég með í sveitina, tókum sauma úr einum hesti og fórum svo í akút.. uhm.. veitiggi hvað það heitir á íslensku.. þegar legið dettur út - anyone? Fórum allavega í svoleiðis útkall hjá nýborinni kjötbelju. Sem betur fer óvenju róleg og góð. Hjúkket. Kjötbeljur - not my thing. Blessaður bóndinn hafði því miður sýnt mikinn dugnað og hafði tekist að troða leginu sjálfur inn, þvílíkt skúffelsi! En ég fékk þó amk að loka fyrir pjulluna á greyinu.

Fór í matarbúð áðan. Spekúleraði lengi hvort það yrði hin ódýra og afspyrnu leiðinlega matvörubúð Lidl.. Liedl.. Ledl.. uhm. Eitthvað. EÐA.. hin risastóra yndislega stórfenglega sænska ICA verslun við hliðina. Sem er dýr. Í ljósi þess að ég ætlaði bara að kaupa jógúrt og súrmjólk, aðeins bara pínu jógúrt.. jú nó, þá ákvað ég að leyfa mér að fara í ICA. Big mistake. Big. Ég mun aldrei geta farið inn í þá verslun öðruvísi en að koma með amk 2 innkaupapoka út. I am in love. Þessi verslun er engu lík! Næst tek ég svefnpokann með og fæ að gista.. ætla að leggjast þétt upp við alla fersku ávextina og berin. Nei! Brauðdeildin! Frekar þar. Neei!! Ostadeildin..! Kavíarinn! Snabbmakkarónurnar..! Allur ferski fiskurinn! Eða kjötið! Eða morgunkornið! Eða mjólkurvörurnar.. eða hnetusælgætið. Nei. Nú veit ég. Leggst hjá deildinni þar sem maður getur blandað sitt eigið müsli í þar til gerðum müslí-bar! Ohhh.. þessi búð er OF mikið! Ég gæti án gríns eytt hálfum degi þarna inni. Ef ekki heilum!
Þar fóru allar tilraunirnar mínar til að verða fit og flott fyrir sumarið! En það kom hvort sem er aldrei bikiníveður í Köben - í þetta EINA sinn sem mér tókst að vera komin nokkurnveginn í bikiníform, já þá kom ekkert sumar. EKKI FYNDIÐ!! (hver sá sem stóð fyrir þessum ömurlega djóki má skammast sín). Anyways, það er annað problem. Mergurinn málsins er að ég ætla að dissa bikiníform og flytja inn í ICA. Jebb. Gott plan. Gott.

Jæja, nóg um mín problem. Ætla að horfa á fótbolta og hvíla mig. Trött jag e trött jag e jättejättetrött! :)

Zzzzzzzzzzzzzzzzzz.

Nei gleymdi einu. Simmi - hvernig kommentar maður á þetta blogg? Nenniru að skrifa það :)

1 kommentar:

  1. Haltu áfram að rokka þarna í se! ótrúlega dugleg ;) kram frá köben

    SvaraRadera