Ég er svo heppin að það er bæði flautu- og gítarleikari í húsinu (já og "söngvari"). Núna fyrir hádegi hef ég fengið ókeypis flaututónleika í ansi langan tíma, og þar á eftir hófust gítar- og "söng"tónleikar sem standa enn yfir. Lucky me, ekki allir sem fá ókeypis underholdning við lesturinn, ehemm.
Er að íhuga að flýja út. Veðrið er að vísu ekki alveg nógu gott, ætlaði að vera sumarleg og sæt, en ætli ég verði ekki að salta þau plön. Í svona 153 sinn í vor/sumar. Verst að lopapeysan er ekki með.
Það á að reisa svokallaða midsommarstöng hérna niðrí bæ kl. 13. Ætli ég skottist ekki þangað og kíki á herlegheitin. Tek með mér myndavél og næ vonandi myndum af þessum merkisviðburði. Eftir að stöngin hefur verið reist verður að sjálfsögðu dansað í kringum hana - vona að ég geti sett inn athyglisverðar myndir eftir daginn. Þeas ef mér tekst þá að finna staðinn.
Ætlaði annars að lesa í allan dag, en eftir að ég leit á 3 stórar bækur, 1 um gæludýr, 1 um kýr og 1 um hesta, þá féllust mér eiginlega hendur. Get hvort sem er ekki lesið þetta á einum degi og hvar á ég svosem að byrja?? Hvort ætli sé mikilvægara að lesa um júgurbólgu og doða hjá kúm, eða bitsár og niðurgang hjá hundum, eða hrossasótt hjá hestum, eða eða eða...??? Held ég geri bara eins og dýralæknirinn, þeas HINN dýralæknirinn (gleymi alltaf að ég er víst orðinn dýri sjálf), ráðlagði; ef einhver hringir með vandamál sem ég get ekki svarað, bara segjast hringja tilbaka eftir smá stund og fletta því upp eða hringja í vin. Gott plan :)
Jæja, ég ætla að halda á vit midsommarævintýranna! Ekki laust við að ég sé smá einmana í dag. Það er leiðinlegt að vera ein þegar það er hátíðardagur og allir að skemmta sér. Maður veit að öll þjóðin er að bralla eitthvað skemmtilegt í góðra vina hópi! Mér finnst það eiginlega pínu svindl! Að vísu er mér boðið í grill í kvöld til Emmu sem er að vinna með mér, en finnst hálf asnó að troða mér þangað - það eru bara hún og foreldrar hennar.. hehe ;) En ætli ég skelli mér ekki samt.
Jæja. Uuuuuuuuuud!!
Inga kommentarer:
Skicka en kommentar