torsdag 24 juni 2010

Djúpa laugin

Jahá. Nú á alldeilis að henda mér útí djúpu laugina. Og hún er sænsk og köld eins og allar laugar í þessu landi. Ég sem ætlaði að hafa það næs í heita pottinum, að minnsta kosti þangað til hinn svo kallaði "intro-tími" væri yfirstaðinn, en ég á sem sagt rétt á 14 daga "sundkennslu" áður en mér verður sparkað útí.
Vegna starfsmannaskorts og misskilnings í sambandi við helgarvaktina verður ekki tekið tillit til þess að ég er gagnslaus vitlaus og allslaus wannabe-dýralæknir sem er ekki einu sinni búin með aðlögunartímann, heldur var ég sett á vaktina! Jibbíjey! Not.
Svo ég ætla bara að tilkynna það hér og nú til eigenda gæludýra, hesta og nautgripa í Övik og nágrenni að passa sérlega - og þá meina ég SÉRLEGA - vel uppá dýrin sín um helgina! En in case að þeir sjái þetta ekki var ég að íhuga aðra lausn sem er að setja bara símann á silent. Jebb jebb. Uppfull af góðum hugmyndum ;)

-hvað er að gerast?! Japanir að skora.. AFTUR!!! Þetta getur ekki verið að gerast....?!

Æj það er svo hrikalega gott veður úti, eiginlega of gott. Ég fæ alltaf samviskubit yfir að hanga inni í góðu veðri, en ég meika bara ekki að druslast út núna! Vildi eiginlega óska þess að það væri rigning svo ég gæti hangið inni í tölvu og yfir fótbolta (og borðað súkkulaði!) með góðri samvisku..! Má ég vera inni.......? Plíííís...? Kannski verður líka gott veður á morgun og þá má ég alveg vera inni núna ef ég lofa að fara út á morgun í staðinn. Augnablik. Ok godkendt. Það er flott veðurspá f morgundaginn og alla helgina. Hjúkk :)

Á morgun er enn einn heilagi dagurinn í þessu landi -Midsommar! Og meira að segja lokað á stofunni.. ekki vissi ég að þetta væri SVONA stór dagur.. en þakklát fyrir frídag! Þarf að rifja upp akut medicin og saumaskap fyrir vaktina ;) Vona samt að það verði eitthvað um að vera í bænum, væri gaman að sjá smá líf og fjör á þessum litla stað.

Jæja ég ætla að fara að einbeita mér að því að sjá danina tapa (?!?) á móti Japan.

L8er.

Inga kommentarer:

Skicka en kommentar