tisdag 29 juni 2010

Kúlulaus geimvera



Afrek dagsins: gelding á geimveru. Eða nánar tiltekið þessu fyrirbæri:



Þvílíkur köttur! Loksins loksins loksins fékk ég að koma við Sphynx-kött! Eins og mig hefur dreymt um það í mörg ár! Og fékk að skera í hann í þokkabót ;) Að vísu var pínu svekkelsi að klappa honum, verð eiginlega að viðurkenna að það var ekkert rosalega lekkert.. hann var heitur og þvalur og soldið gúmmíkendur. Og ég var smá þvöl á höndunum líka svo við eiginlega hálf límdumst saman. Jammí. En samt, finnst þetta svo fyndin dýr. Þetta var nú eitt af kvikindunum sem ég grátbað mömmu og pabba um sem krakki.. "en mamma, nú veit ég - HÁRLAUS köttur! Svo sniðugt.. engin hár og þ.a.l. engin möguleg ofnæmisvandamál (hélt ég)"
"nei elsa mín, það er líka hægt að fá ofnæmi fyrir hárlausum köttum"
"ó... -en má ég fá frosk?
-og svona hélt þetta víst áfram í ansi mörg ár.. fann líka kattategund sem er næstum því jafn ljót, cornish rex (þessir með krullurnar), sem átti að vera einstaklega hentug fyrir ofnæmisfólk. En nei. Allt kom fyrir ekki. Ekkert dýr inná heimilið.
En semsagt, loksins fékk ég að koma við svona dýr. *gaaaman*

Af öðrum afrekum dagsins má nefna að ég klippti gat á kött. Kafloðið grey, allt í flækju og ég var einum of effektiv á skærunum. Úbbsí :/ Þurfti að sauma 2 spor. Stórt klapp fyrir mér. *klapp* En nú veit ég allavega hvað ég á að gera til að fá að æfa mig að sauma. Ehee..
Nei svona í alvöru, þetta var ekki sniðugt, en kallgreyið sem átti köttinn tók þessu sem betur fer vel. Þetta er nú eitthvað sem getur alltaf gerst (og flestir á staðnum höfðu lent í) en bara leiðinlegt þegar maður er nýr.

Hm. Af hverju finnst mér eins og allar aulasögurnar mínar endi hérna - en engin afrekasaga?! Verð að muna að skrifa amk eina sögu sem endaði vel fyrir hver 10 aulamistök ;) T.d. í dag, þá bólusetti ég hvolp. Það gekk vel.

Mmm núna er ég í alvörunni að borða góðan kvöldmat :) "Jibbíkleina" eins og hún Sif segir. Chili con carne og hrísgrjón. Að vísu er chili con carne-ið úr krukku, en það er samt gott. Og það besta er að það er nægur afgangur fyrir morgundaginn ;)

Æ og ó. Enn og aftur inneignarlaus. Þetta er vonlaust ástand. Mér finnst ég ekki gera annað en að kaupa inneign og inneign og meiri inneign. Og það versta er samt að ég þarf að fara alla leið útí búð til að kaupa, því það er ekki hægt á netinu nema maður sé með sænskt kort. Svindl.

Jæja ég ætla að fara að einbeita mér að matnum mínum :)

L8er

Inga kommentarer:

Skicka en kommentar