söndag 27 juni 2010

Skrítinn dagur

Gudrun vakti mig um hálf 10 í morgun og spurði hvort ég vildi koma með í doðabelju. Jajamen, endilega - enda langt síðan ég hef lent í svoleiðis og einmitt mjög algengt útkall á vöktum. Ég rauk uppúr rúminu, skellti í mig morgunmat (súrmjólkin mín sem ég var svo dugleg að kaupa í gær) og dríbbaði mig út.
Var einhverra hluta vegna með alveg gríðarlegan hausverk og leið ekkert sérlega vel á leiðinni. Svo var mér orðið eitthvað hálf óglatt, en hugsaði með mér að það væri sennilega vegna þess að hún Gudrun keyrði pínu skrykkjótt. Þegar við komum svo á staðinn og fórum að skoða beljuna varð mér ennþá meira óglatt, og heimsóknin endaði eiginlega bara þannig að ég var inná baði á meðan Gudrun meðhöndlaði beljuna. Ældi að vísu ekki, en þorði ekki að fara langt frá klósettinu. Svo vorum við á leið í næsta sjúkling og mér leið soldið betur og hélt þetta væri að fara að gefa sig, nema allt í einu hellist yfir mig þvílík ógleði og hún þurfti að stoppa þannig að ég gæti hlaupið út og ælt úr mér lifur og lungum. Skemmtilegt svona með yfirmanninum, hehe ;) En svo eftir það var bara ekkert að mér og ég var alveg stálhress. Weeeeird. Hún stakk uppá morgunógleði en ég hló nú bara að því og sagðist ekkert vera ólétt. "neei.. en þú veist kannski ekki af því" Hm. Þá hætti ég að hlæja.
Ívar heldur því fram að þetta sé bara eldhúshæfileikum mínum - eða þeas skorti á þeim - að kenna, og ætli ég hallist ekki frekar að hans tillögu! Ætla að vanda mig betur næst!

Ég gerði merkilega uppgötvun í dag (þeas fyrir utan "morgunógleðina", haha!) - uppgötvaði nýtt hestakyn! Við fórum að skoða haltan hest, og þegar við komum á staðinn þá glápti ég úr mér augun og klóraði mér mikið í hausnum yfir hestastóðinu sem stóð fyrir framan okkur. Litlir hestar, aðeins stærri en íslenskir og aðeins meira klossaðir, en í öllum mögulegum litum alveg eins og íslenskir hestar og annars mjög líkir þeim að öllu leyti. Komst svo að því að þetta er rússneskt hestakyn, mjög sjaldgæft hérna í svíþjóð, sem heitir Basjkir. Gömul og forn hestategund, eins og íslenski hesturinn. Ég fór strax að spyrja og spyrja (lét Gudrun um halta hestinn, ehe) og komst að því að þetta kyn hefur 6 gangtegundir! Þar á meðal bæði tölt og skeið! Sjötta gangtegundin er svo einhvers konar valhopp skilst mér. Þetta fannst mér gríðarlega merkilegt alltsaman og komst svo að því mér til mikillar ánægju að konan þarna er með hestaleigu, og ekki bara hestaleigu heldur er líka hægt að leigja sér kofa yfir helgi með 300 m niður að vatni og bátaleigu. Ég veit hvað við Ívar ætlum að gera ef hann kemur í heimsókn!!

Jæja þá var Gudrun að hringja, hundur sem var keyrt á á leiðinni til okkar. Best að tölta sér niðreftir, hún kann ekki á röntgengræjurnar og ég ætla að þykjast kunna á þær, haha :P

L8er

Inga kommentarer:

Skicka en kommentar