fredag 18 juni 2010

Bless í bili

Snúsaði í 40 mín áðan og er þar af leiðandi að verða of sein. Nenni samt ekki að flýta mér, svo ég tek bara venjulegu elsuna á þetta. Sitja í mestu makindum fram á síðustu stundu og þá fer allt í panik. Það er rigning og ég nenni ekki útúr húsi að leita að rútu sem fer til Sollefteå. Já maður skyldi halda að það væri ekki mikið mál í þessu litla krummaskuði, en bíðið bara - ég veit að mér tekst að villast og týnast og villast aftur áður en ég finn helv. rútuna. Kannski best að fara samt að koma sér út. Svona við nánari umhugsun.

En semsagt, engar fréttir um helgina. Ætla bara að slappa af og hafa það næs. Já og fara í staffapartí með isabelle í kvöld :)

L8er

Inga kommentarer:

Skicka en kommentar