måndag 21 juni 2010

"Má ég sjá hvað þú ert orðin stór litla barn?"

Sko. Næsti maður á stofunni sem horfir á mig og segir með barnalegri röddu "Ætlar þú líka að verða dýralæknir þegar þú verður stór, vinan?" verður boxaður í gegnum vegginn og útí sjó. Og hana nú! Ég ER stór!! Så fat det dog!!

Er að verða örlítið leið á þessu ástandi. Velti fyrir mér í gær hvernig þetta verður eiginlega með mig - ætli ég verði bara barnaleg og svo gömul? Ekkert millistig þar sem ég lít bara fullorðin út? Isabelle segir að ég sé alltof sæt og fín til að vera dýralæknir.. að ég þurfi að hætta að greiða mér og maskara mig og vera úfin, mygluð og með bauga niður á rass og þannig yrði ég amk meira sannfærandi. Hmm. Það er samt eitthvað svo leiðinlegt. Mér finnst að maður megi alveg vera vel til hafður þó maður sé dýralæknir.. persónulega fyndist mér meira næs að vera afgreidd af snyrtilegum dýralækni heldur en hennar útgáfu. Fer að vísu eftir því hvort snyrtilegi dýralæknirinn liti út fyrir að vera 14. Þá hefði ég kannski valið hinn þrátt fyrir allt. Argh!

Sit hérna og gúffa í mig hnetunammi. Ég elska sænskt hnetunammi! Alls konar hnetur með súkkulaði og jógúrthjúp. MMMMMMMMM það er svo gott!! Verð samt að fara að hætta þessu.. eða amk fara að hlaupa í kringum vatnið eins og ég hef hugsað mér á hverju kvöldi síðan ég kom hingað. Að vísu er ég löglega afsökuð núna, þar sem ég er með hálsbólgu og hausverk. Viss um að hnetunammi er gott við soleiðis. Held ég hafi lesið það einhvers staðar.

Ég var svo fáránlega þreytt í vinnunni í dag, vona að það hafi verið kvefið, en þetta var bara rugl. Ég sofnaði tvisvar oní bókina sem ég var að reyna að lesa, það var rólegur dagur og dýralæknirinn skrapp heim og assistentinn var að þrífa og ég sat ein í hægindastól að lesa. Sem semsagt endaði með því að ég sofnaði tvisvar. Og þá meina ég steinsofnaði. Úff. Ætla í háttinn kl 22 í kvöld.

Hvað lærði ég aftur í dag? Maniggi. Jú tók júgurbólgupróf á belju í fyrsta sinn í langan tíma, tókst sem betur fer að mjólka úr henni án stórra skandala :P Svo var ég bara að smádýrast, ekkert spennó þar. Það er lítið að gera hjá okkur núna, klinikinn er nánast lokuð vegna skorts á dýralæknum og bara örfá bókuð tilfelli á dag, annars bara akút í sveitir og gæludýr. Pínu boring, en ég er ekki orðin alveg nógu sjóuð til að geta hoppað inn sem dýralæknir í annað hvort stórdýrin eða gæludýrin. Óóóóó sjæse, það minnir mig á það! Æ og ó - hún ætlar að segja mig í símatíma á morgun kjellingin. Hótaði því amk í dag. Oh ég þori ekki að svara í símann -hvað á ég svosem að segja?! Þetta eru allt skrítnir útlendingar sem ég skil örugglega ekki. Já eitt dæmi um hversu óskiljanlegt tungumál fólk talar hérna. Það hringdi bóndi í Karin (sem er semsagt ein af dýralæknunum) og sagði að hún yrði að koma því hann væri með belju og kálfahúsið væri dottið út. Ha? Jebb. Kálfahúsið datt út. Eftir mikið humm og ha komst hún að því að kálfahúsið þýðir sem sagt uterus og beljan var með uterusprolaps.. haha! Dásamlegt :)

Jæja. Búin með nammipokann og best að fara að tussast til að elda kvöldmatinn. Það vita allir að ef maður borðar fisk á eftir nammi þá eyðast áhrifin af namminu og maður kemur út í núlli. Um að gera að drífa í þessu.

L8er :)

Inga kommentarer:

Skicka en kommentar