..en ekkert venjulegur mánudagur. Eiginlega bara óvenjulega góður mánudagur á mánudagamælikvarða!
Það var röntgenkúrs í vinnunni næstum allan daginn, svo engir sjúklingar og ekkert stress. Og Iza og Kerstin (tvær af hjúkkunum okkar) elduðu handa okkur hinum í hádeginu! Namminamminamm! Þær hafa hérmeð ratað rétta leið að hjarta mínu; elduðu eggjahræru með skinku, osti, púrrulauk, kantarellum, tómötum ofl. og með ferskt salat með.. og eins og það hefði ekki verið nóg - í eftirrétt var súkkulaðikaka með lime-kremi oná.. óóójáá! Þær eru núna efstar á vinsældalista Elsu :)
Svo eignaðist ég líka sveppakörfu og sveppahníf... og er því reiðubúin í að nýta síðustu daga sveppatímabilsins í botn! Ég og Emma skruppum út á laugardaginn í sveppaleiðangur og fundum hellings hellings af trattkantarellum.. namminamm! Skógurinn var bókstaflega fullur! En margar þeirra voru pínkuponsulitlar, svo við spöruðum þær og ætlum aftur í næstu viku. Eins gott að enginn annar hafi þá komist í þær, þá verð ég vettttlaus! Ætluðum að merkja staðinn þar sem við fórum útaf stígnum og ég náði stolt í stóra spýtu og stillti henni upp... leit svo á Emmu, ægilega ánægð með mig. Emma horfði á mig með uppgjafarsvip og sagði.. "líttu í kringum þig". Þá mundi ég að ég var í sænskum skógi. Þar er soldið mikið af trjám. Og spýtum. Svona sirka útumallt. En ég dó ekki ráðalaus, heldur hlóð þá bara vörðu að gömlum og góðum íslenskum sið. Emma horfði á mig með vantrú þangað til verkið var búið og hún varð að viðurkenna að þetta var ekki mín vitlausasta hugmynd.. haha! Svo nú er staðurinn vandlega merktur og ég krossa fingur og vona að enginn svíi átti sig á því að íslensk varða þýði 'trattkantarellur í næsta nágrenni' :)
Planið er að fylla frystinn af sveppum til að eiga með öllum dýrindis steikunum sem ívar ætlar að elda handa mér þegar hann verður atvinnulaus hérna í sverige :P Eini gallinn er að ég hef ekki enn náð að bonda við elgveiðimann! Langar svo í elgskjöt og planið var að bjarga dýrmætum veiðihundi við dauðans dyr og græða þar af leiðandi ævilanga vináttu (og kjöt) veiðimannsins. Hingað til hefur mér því miður aðeins tekist að afskrifa þá hunda sem hafa komið til mín og dæmt þá í sjúkraleyfi og þar af leiðandi aðeins uppskorið fúla, bitra og vonsvikna veiðimenn. Ekki gott.. og tímabilið var að byrja í dag - er að falla á tíma með þetta!
Ég fór að skoða litla húsið hennar Marlene í gær og við erum búin að ákveða að flytja þangað! Spennó! Þetta er kannski ekki hús drauma minna, en díllinn sem þau buðu okkur var einum of góður til að afþakka. Ef Ívar leggur í hesthúsið þeirra og setur þakrennur þá fáum við að búa þarna frítt til 1. febrúar! Næs :) Og sérstaklega ef það tekur hann einhvern tíma að fá vinnu - þá hefur hann samt eð að gera OG við þurfum ekki að borga húsaleigu!
Húsið er staðsett svona 15 km fyrir utan bæinn, rétt fyrir utan pínkulítið þorp. Litla húsið okkar er á bakvið þeirra hús og þar fyrir aftan eru bara hestatúnin og svo stór skógur! Þar er svo endalaust af reið- og gönguleiðum og fullt af elg. Marlene segir að þeir kíki oft útúr skóginum við húsið okkar.. ótrúlega kósí! Og húsið er stórt á okkar mælikvarða, um 70 fermetrar með stóru eldhúsi (og stórum ísskáp!!!), stofu, svefnherbergi og gestaherbergi. Veit ekki hvernig við eigum að fylla uppí allt þetta pláss... *versli-versli-versl* :D
Jæja, langt bla-bla blogg. Ætlaði út að hlaupa en nú er orðið dimmt. Æææ-æ.
L8er
Inga kommentarer:
Skicka en kommentar