Ég ætla að byrja þennan gráa, blauta og kalda laugardagsmorgun á fallegri sögu. Síðastu helgi var samstarfsmaður minn, Ulf, á vaktinni. Ég þurfti að röntga einn af mínum eigin sjúklingum, svo ég var að sniglast í vinnunni líka.
Þá komu inn ungur strákur og kona með lítinn kisa í fanginu. Þau höfðu fundið hann liggjandi útí skurði, kaldan og hrakinn og ansi illa farinn, sennilega var keyrt á hann. Þau höfðu reynt að hringja í lögregluna, en ekki tekist að ná sambandi við neinn og þess vegna komu þau til okkar.
Kisi var ómerktur og Ulf var í fyrstu nett pirraður yfir þessari truflun á vaktinni. Hver átti svosem að borga fyrir aflífun á þessum ónýta ketti? Við sendum fólkið heim og fórum að kíkja á köttinn.
Stór hluti af skinninu á annari afturlöppinni var eins og fláð af og hann var mjög marinn. Við ákváðum að smella einni röntgen mynd af afturhlutanum og jú - önnur mjaðmakúlan var brotin. Í öllu þessu brasi var kisi stilltur og góður og gerði ekki eina tilraun til að bíta okkur eða klóra. Ulf ákvað að svæfa hann og gá hvort það væri hægt að lappa honum saman. Þegar við fórum svo að skoða þetta betur var lærvöðvinn rifinn alveg í sundur við pelvis og við horfðum bara beint inn í mjaðmagrindina, sáum hvar þvagrásin lá og alles. Hann virtist samt frekar heillegur að innan. Ég horfði mjög svartsýn á þetta og fannst nú eiginlega best að leyfa kisa að sofna. Sérstaklega í ljósi þess að það var enginn til að borga dýralæknakostnaðinn. Kisi hafði hins vegar náð að bræða hjartað í Ulf - harðsvíruðum fimmtugum dýralækni - og hann ákvað að gefa honum séns. Á eigin kostnað.
Við saumuðum og saumuðum og honum tókst einhvern veginn að sauma vöðvann saman, draga húðina yfir opna svæðið og loka þessu öllu saman. Við vorum nú ennþá mjög svartsýn, dópuðum köttinn eins og við gátum, settum upp vökva og vonuðum hið besta. Daginn eftir var kisi farinn að rölta um. Þegar maður opnaði búrið hans brölti hann á fætur til þess að koma og nudda sér utan í okkur og malaði og malaði.
Og þannig hefur þetta gengið. Það er alveg sama hvað hann er bæklaður og bilaður og brotinn og bramlaður - hann elskar okkur öll! Hann hefur búið hjá okkur í vinnunni í viku og núna orðinn ansi brattur, hættur á sterku verkjalyfjunum og farinn að rölta um, alltaf jafn vinalegur og góður. Hann fékk að koma með mér heim núna um helgina og er innilega þakklátur fyrir að fá að kúra og knúsast allan heila daginn!
Og allt er þetta Ulf og hans þrautsegju að þakka. Mér finnst yndislegt að sjá að menn hafi ennþá tilfinningar eftir svona mörg ár í þessu starfi og séu tilbúnir til að leggja á sig blóð, svita og tár til að bjarga einu litlu kattarkvikindi.
Svo er spurning hvort við finnum eigendurna, ennþá hefur enginn dúkkað upp.. en ég veit amk 4 starfsmenn sem eru tilbúnir að slást um hann ef enginn eigandi lætur sjá sig, haha! Hann er algjörlega búinn að bræða alla þarna! :D
Við nánari athugun kom í ljós að vöðvinn var rifinn í tvennt og það var opið inn í grindarholið
En Ulf var þrautseigur og þetta er kisi í dag, viku eftir aðgerðina:
Hann var skírður Ulfzon :)
En Ulf var þrautseigur og þetta er kisi í dag, viku eftir aðgerðina:
Jæja. Ég er víst á helgarvakt og hef miklar áhyggjur af því að síminn hringir ekkert... einn sjúklingur í gær og eitt símtal, bæði fyrir kl 20 og síðan hefur síminn verið steindauður. Auðvitað á maður að gleðjast yfir því, en get ekki sleppt þeirri tilfinningu að þetta sé lognið á undan storminum...! Vona bara að veðrið sé nógu ógisslegt til að fólk og dýr haldi sig bara inni og séu ekkert að þvæla neitt og slasa sig ;)
Ég ætla að reyna að fara og skoða bíla í dag. Verð víst að kaupa mér einn soleiðis ef ég ætla að búa fyrir utan bæinn. Hef bara ekki séð neitt spennandi ennþá og nú er ég að falla á tíma... flytjum inn í næstu viku og þá verðum við strandaglópar í Haffsta, hehe ;)
Æ. Ætlaði að blogga amk 2 sögur í viðbót en þolinmæðin er búin. Þær fá að bíða betri tíma.
L8er
Ég ætla að reyna að fara og skoða bíla í dag. Verð víst að kaupa mér einn soleiðis ef ég ætla að búa fyrir utan bæinn. Hef bara ekki séð neitt spennandi ennþá og nú er ég að falla á tíma... flytjum inn í næstu viku og þá verðum við strandaglópar í Haffsta, hehe ;)
Æ. Ætlaði að blogga amk 2 sögur í viðbót en þolinmæðin er búin. Þær fá að bíða betri tíma.
L8er
Inga kommentarer:
Skicka en kommentar