Jæja gott fólk. Þá kom að því. Hið óumflýjanlega gerðist.
Aldurskrísa, tilvistarkreppa og almen lífskrísa.
Hef beðið lengi eftir aldurskrísunni.. í ljósi þess að ég skældi á 19 ára ammælisdaginn minn af því að ég var orðin svo gömul, þá hefur mér fundist mjög dularfullt hvað síðastliðnir ammælisdagar hafa gengið sársaukalaust fyrir sig. Bara næstum verið skemmtilegir.
En nú er komið að því... ég er göööööömul. Æ og ó. Held að mörg smáatriði hafi sett þessa krísu af stað; t.d. þegar ég var með 19 ára gamlan sjúklingskött um daginn og ætlaði að skrifa að hann væri fæddur 80-ogeitthvaðlítið. Hm. Fór svo að reikna. Skrítið.. hvernig gat hann verið 19 og verið fæddur 90-ogeitthvað?? Þá fóru illar grunsemdir að læðast að mér. Þessar grunsemdir styrkust enn frekar þegar ég stóð mig að því að kalla "kellingarnar" í vinnunni stelpur. Ó-ó. Svo fann ég hrukku um daginn. Ekki hrukku sem kemur þegar maður brosir og fer svo aftur. Nei. Þetta er permanent hrukka. Fer ekki alveg sama hvað ég geri. Í kjölfarið fór ég að leita að gráum hárum, en hætti þeirri leit von bráðar þar sem ég sá fram á að mín andlega heilsa myndi ekki þola grá hár. Svo kom myndarlegur maður með kött um daginn. Hann var fæddur 66. Altså maðurinn. Semsagt ekki bara gamall heldur eldgamall. Og svo framvegis. Ýmis smáatriði sem hafa rennt stoðum undir minn illa grun.
En það sem gerði endanlegt útslag var símtal við pabba minn áðan. Hann spurði hvort ég þekkti kall sem héti Sveinn Hjörleifsson. Kall. Já pabbi.. hann Sveinn var með mér í BEKK í grunnskóla!! Aaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaahh.
Hvar endar þetta??
Tilvistarkreppan er nú svona meira algeng í mínu lífi. Comes and goes. En samt svona óvenju slæm þegar hún lendir á sama tíma og aldurskrísan. Hvað er ég að gera að ráða mig hér í rassgati í eitt og hálft ár.. eitt og hálft ár?? Ég verð orðin ellidauð - eða nánast - eftir þann tíma. Þori varla að hugsa hvað talan verður komin uppí.. en gerði það samt. 28. 28. 28!!!! Aaaaaaaaaaaaaaaaaaahhhhh.
Ég ætla semsagt að enda líf mitt hér.. in the middle of nowhere. Gott plan Elsa, gott plan. Það jákvæða er að það eru þó amk smá líkur á því að ég verði étin af skógarbirni áður en ég drepst úr elli. En ég er samt hrædd við bjarndýr.
En þetta er týpískt fyrir mig. Búin að væla og vola yfir Köben í 6 ár og núna sé ég ekki sólina fyrir yndislegu elsku Köben. Köben er hérmeð besti staður á jarðríki og enginn nema algjör grasasni myndi yfirgefa Köben sjálfviljugur. Og hugsa sér öll mín hamingjusömu ár í Köben. Ég var nebbla ALLTAF hamingjusöm þar. Aldrei einmana. Aldrei með heimþrá. Aldrei að farast úr ástarsorg, einmanaleika og heimþrá. Mamma þurfti aldrei að koma í neyðarheimsókn til að bjarga minni andlegu geðheilsu þegar mér leið sem verst. Ég skældi aldrei. Ég hringdi ekki 50000 sinnum í Sveinu og bölvaði og ragnaði, skældi og vældi yfir því að þurfa að vera í Köben. Ég skældi aldrei í flugvélinni á leiðinni þangað eftir frí á Íslandi. Nei. Ég hlakkaði til að hitta elsku Köben. Ég bölvaði aldrei dönum, dönsku, danmörku, köben, skólanum, bílunum, malbikinu, hitanum, rigningunni, lestunum, strætóum. Nei. Ég var hamingjusöm. Frá innstu hjartarótum og fram í ystu fingurgóma. Og enginn skal halda öðru fram!
En núna. NÚNA. Nú er ég sko komin í heitasta helvíti. Hér er vonlaust að vera. Glatað. Svo öðruvísi en Köben. Hér er náttúra. Skógur. Elgir, hreindýr, bjarndýr. Kýr og kindur. Hestar. Fjöll. Skíðabrekkur. Góðir vinnufélagar. Fallegt rúmgott húsnæði. Skemmtilegir bændur. Skrítnir kúnnar. Hafið. Vötn. Baðstrendur. Útivist.
Jáh. Þetta sökkar.
Bigtæm.
En ætli þetta blessist ekki allt saman á endanum. Ég held það.
Og sennilega á ég ekkert eftir að sakna Köben mikið. Hins vegar á ég eftir að sakna elsku vinanna minna í Köben. Ég var ekki búin að átta mig á því hvað það yrði erfitt að kveðja. Ég hélt að flestir vinir mínir væru hvort sem er fluttir frá Köben, en áttaði mig á því um daginn að þeir bestustu vinir mínir eru ennþá á sínum stað þar. En þau eru samt búin að lofa að gleyma mér ekki þó ég sé stungin af í smá tíma. Hjúkket. Og ég mun allavega ekki gleyma þeim! Það er góð tilfinning að vita að maður á vini sem munu alltaf vera vinir manns, alveg sama þó það séu endalausar vegalengdir á milli og ekki daglegur hittingur. Það er allavega eitt sem litla hjartað mitt getur glaðst yfir í þessari miklu krísu ;)
Almenna lífskrísan er svo sambland af aldurskrísu, tilvistarkreppu og framtíðarstressi. Núna veit ég að ég verð hér í 1,5 ár. En hvað svo?? Hvert á ég að fara.. hvað á ég að gera? hvar á ég eiginlega heima??
Aaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaahhhh.
Jæja. Þetta var stuttur útdráttur úr skáldsögunni "Elsa's problem i Övik". Bíðum spennt eftir næsta kafla.
L8er
Inga kommentarer:
Skicka en kommentar