Var svo í endalausu stressi í vinnunni og losnaði ekki fyrren 12.30 til að reyna að komast í bankann, með næsta sjúkling bókaðan 13.10. Komst í bankann, en þá gátu bankastúlkurnar að sjálfsögðu ekki tekið dankortið mitt. Þær reyndu - og ég þurfti að sýna passa til að fá að reyna að borga reikninginn minn (!) en ég var svo snjöll að grípa hann með í morgun í þessu landi þar sem ekki má prumpa án þess að sýna passa. Eitt stig fyrir mig. Því miður var það eina stig dagsins.
Þær bentu mér að fara í hraðbanka og taka út. Ég reyndi það, en fékk ekki krónu útúr hel***** maskínunni. Fór aftur inn og tilkynnti þetta. "jaaá.. hraðbankinn okkar er soldið skrítinn stundum, prófaðu bara einhvern annan" Þá var kl alveg að verða 13 og ég farin að svitna. Hljóp í næsta hraðbanka, þar voru 5 manns á undan mér. Hringdi í Ívar og öskraði yfir þessum aðstæðum, sennilega með reyk útúr eyrunum, og skyndilega var fólkið horfið. Reyndi við hraðbankann... jú hann vildi gefa mér peninga, en ekki nema 2500 sem vildi svo skemmtilega til að að var hámarksupphæð. Ég fór í fýlu og reyndi x 3 í viðbót.. á meðan röðin á bakvið mig lengdist í ca 10 manns. Og svo bilaði hraðbankinn. Haha. Greyið gafst bara upp og tilkynnti tekniskt problem. Oj vilket problem.
Þá var kl orðin 13.10 og ég varð að fara uppá spítala að taka á móti fúlum eiganda sem hafði þurft að bíða. Með 2500 í veskinu. Í 100-seðlum. Takk hraðbanki, takk.
Svo var fúll eigandi, sorgmæddur eigandi, eigandi sem bókaði ekki tíma heldur mætti bara og ég þurfti samt að sinna, ásamt svaka drama í kringum æðalegg sem brotnaði inní æð á ketti (ég gerði það samt ekki!!). Þvílíkur dagur.
Átti gott móment þegar eigandi kom að ná í köttinn sinn eftir geldingu. Hann sagði að kötturinn héti Fredrik (hélt ég) og ég hljóp um allan spítala að leita að kettinum Fredrik. Fann hann ekki og var orðin frekar örvæntingarfull þegar ég fór að spyrja hitt starfsfólkið útí köttinn Fredrik. Allir horfðu á mig eins og spurningamerki og enginn vissi neitt. Þangað til það fattaðist að eigandinn hét Fredrik en ekki kötturinn. Hjúkket - ég sem hélt við hefðum týnt Fredrik, hefði ekki komið mér á óvart miðað við daginn.
Hehe.. Enski strákurinn var fyndinn í dag. Hann hélt ég væri hjúkka en ekki dýralæknir (arg!!). Hann er svona voðalega enskur eitthvað, svona mr. perfect, og svo var ég eitthvað að undirbúa fyrir blóðprufu þegar hann kemur til mín og spyr hvort hjúkkur í svíþjóð megi taka blóð. "Uhh.. veitiggi alveg" sagði ég. Hann horfði eitthvað skrítilega á mig og fór svo eitthvað að tala um eitthvað sem mætti ekki í englandi. Neihei.. sagði ég, ekki alveg að hlusta, og hélt áfram að græja. Hann hélt svo eitthvað áfram að tuða um ensku reglurnar og ég skildi ekki alveg hvað hann ætti við, skildi hann fyrst þannig að hjúkkurnar tækju alltaf blóð í englandi og að hann væri hissa á því að ég væri að gera það. Svo fattaði ég að hann var að ruglast og hélt ÉG væri hjúkka að fara að taka blóð. Hann fattaði það greinlega á sama tíma að hann væri kannski að misskilja eitthvað, en í staðinn fyrir að segja það bara þá varð hann gríðarlega vandræðalegur og muldraði eitthvað um hjúkkur og dýralækna á meðan hann reyndi í mesta ofboði að lesa á pínkulitla nafnskiltið framan á mér.. hahaha.. það var yndislegt að fylgjast með þessu hjá aumingja perfect guy, hihi ;) Á endanum varð hann að aula því útúr sér hvort ég væri dýralæknir. Jesssör - þarna sér maður hvað ég er sannfærandi!! Hmm...
En að öðru. Ég tók nokkrar myndir í vinnunni áðan. Bara að vara við áður en ég set þær hérna inn, það er soldið mikið af rusli! Það fer alveg í mínar fínustu að það skuli vera svona erfitt að ganga frá eftir sig..! Eins og ég er nú mikill ruslari og draslari heima hjá mér, þá vil ég að vinnustaðurinn sé í lagi! Það á að vera hreint og fínt og hlutirnir á sínum stað! Hér koma myndir:
Jæja, best að fara að hætta þessu, hringja í kallinn og fara að sjófa :)
L8er.
PS. Komst að því í dag að ICA er ekki alltaf ástin í lífi mínu... ekki þegar ég þarf að versla og er dauðþreytt eftir laaangan og vonlausan dag, vantar müsli og það eru 30 tegundir fyrir framan mig. Ég veit ekki hvað ég stóð lengi fyrir framan hilluna, en það var sem betur fer ennþá miðvikudagur þegar ég komst loksins út með eitthvað skrambans müsli. Og það er pottþétt vont. Kemur update á mrg ;)
L8er.
PS. Komst að því í dag að ICA er ekki alltaf ástin í lífi mínu... ekki þegar ég þarf að versla og er dauðþreytt eftir laaangan og vonlausan dag, vantar müsli og það eru 30 tegundir fyrir framan mig. Ég veit ekki hvað ég stóð lengi fyrir framan hilluna, en það var sem betur fer ennþá miðvikudagur þegar ég komst loksins út með eitthvað skrambans müsli. Og það er pottþétt vont. Kemur update á mrg ;)