söndag 23 januari 2011

Á skíðum skemmt' ég mér trallalala :)

Já það höfum við svo sannarlega gert í dag. Fórum á nýjar slóðir í stærstu brekkur sem við höfum komist í hingað til og bara hægt að ná ansi góðri ferð! Ótrúlega fallegt útsýni, bjart og fallegt veður og ekki "nema" svona 10 mínusgráður. Hérna heima voru hinsvegar -16 svo við völdum greinlega réttan stað til að skíða!

Fallegt útsýni á toppnum!


Ég sakna nú soldið kallsins míns í þessu skíðabrasi, finnst eitthvað vanta þegar hann er ekki með. Sá kall í alveg eins skíðaúlpu og buxum og Ívar á og íhugaði í smá stund að skella mér bara heim með honum... þar til ég sá að hann var með ÞRJÚ börn. Þá ákvað ég að ég gæti haldið út í 2 daga í viðbót og beðið eftir míns eigins kalli ;)
Ætti nú reyndar að vera að laga til og þrífa.. humm hummm... skemmtilegra að hafa pínu fínt þegar hann kemur loksins. Bara því miður ekki mín sterkasta hlið. Sennilega meira búið að líkjast svínastíu en mannastíu hjá mér þessar vikur. En ég er allavega búin með risa-uppvaskið. Bara eftir að ryksuga smá ;)
Sennilega lýsandi fyrir dugnað minn í húsverkunum að ég þurfi að hringja í Ívar til að spyrja hvar gólftuskan væri eiginlega..... komst þokkalega upp um mig þar!

En jæja, tölvan að verða battlaus. Kannski verður minna um skrif núna eftir að kallinn kemur. Veit ekki einu sinni hvort neinn sé að lesa þetta. Haha. Athyglisvert. Ætti kannski að prófa að skrifa í næstu færslu að ég sé ólétt og gá hvort ég fái viðbrögð eða hvort ég sé í alvöru bara að skrifa einkadagbók á netinu..!

L8er

Inga kommentarer:

Skicka en kommentar