Sá sem var fyrstur til að prófa nýju risastóru flöffí sængina sem við Ívar fengum í jólagjöf var að sjálfsögðu Albert. Hann var mjög ánægður með þessa jólagjöf. Besta sem hann hefur fengið lengi!
Héðan er gott að frétta. Búin að lækna (eða reyna) 2 kýr og einn hund. Í gær var ég dr. Dauði sem er aldrei gaman, fékk 2 símtöl og bæði voru beiðnir um akút aflífanir. En svona er þetta, það er víst ekki hægt að lækna alla. Í dag hef ég ekki verið dr. Dauði - eða amk náð að forða mér áður en annað kom í ljós..!
Er sybbin og lykta eins og belja. Og er líka svöng en samt er ég búin að borða kvöldmat. Afleitt. Já og mér leiðist.
En spurning um að taka Albert á þetta og fara að sofa í flöffínessinu. Held það leysi öll mín vandamál. Fyrir utan beljulyktina að vísu.
L8er
L8er
Inga kommentarer:
Skicka en kommentar