lördag 22 januari 2011

Winter Wonderland

Í morgun komst sjónvarpið mitt loksins í lag, það er löng saga að segja frá öllu brasinu í kringum það, en í stuttu máli þá pöntuðum við internet og digital sjónvarp í byrjun nóvember og þetta var - eftir mööörg símtöl og að lokum eitt brjálæðiskast - að komast í lag áðan! En nú ætti ég að geta horft á handboltann, þeas þá leiki sem eru sýndir í sænska sjónvarpinu, í aðeins betri gæðum en í tölvunni. Gaman! :)

Það var glampandi sól í allan dag, en mér tókst að sjálfsögðu að hangsa þar til sólin var sest bakvið trén og SVO drulla mér í göngutúr. Týpískt. En gott veður engu að síður og fallegur dagur. Verst að það eru snjósleðar bókstaflega útumallt.. langar líka!!! Maður heyrir suðið í þeim úr öllum áttum, nánast eins og að vera inní býflugnabúi. Nema snjósleðabúi.
Fallegi fallegi vetrarskógurinn minn :)

Núna er svo planið að kúra fyrir framan sjónvarpið restina af deginum og reyna að ná úr mér kvefskít vikunnar. Búin að vera slöpp og hóstandi alla vikuna og nú finnst mér þetta vera orðið ágætt. Stefni semsagt á það að vera orðin frísk á morgun, því þá stendur til að fara á skíði með yndislega skíðagenginu mínu:

Þessir litlu ormar tilheyra tveimur sem vinna með mér og hafa verið dugleg að bjóða mér með á skíði. Nýjasti bestasti vinur minn er 4 1/2 árs pjakkurinn á endanum - þessi með snjókúluna! :D Á morgun er planið að skella okkur á nýjar slóðir og prófa aðeins stærri brekkur! Það er ótrúlega gaman að skíða með þessum gríslingum, þau eru svo dugleg - plata mig með í allskonar offpist ævintýri og stökkpalla sem ég ræð ekkert við.. haha! Hlakka reyndar til þegar Ívar kemur og getur farið í þessar ævintýraferðir með þeim og ég get haldið mig bara í sléttu troðnu brekkunum, hehe ;)

Jæja, ætla að einbeita mér aðeins að sjónvarpinu :)

L8er

Inga kommentarer:

Skicka en kommentar