Kom heim úr vinnu áðan eftir 10 tíma vinnudag, vinkaði í Júlíus sem sat í svefnherbergisglugganum þegar ég labbaði framhjá, fór inn svo beint í eldhúsið að vaska upp og græja kvöldmat. Fannst ég heyra einhver skrítin hljóð, en var að vaska upp svo ég var ekki viss. Velti þessu fyrir mér í smástund en ákvað svo að kettirnir hlytu að vera að brasa eitthvað. Eftir nokkrar mínútur kviknaði svo á heilanum á mér.. KETTIRNIR! Ég hafði ekkert séð þá síðan ég kom inn. Fattaði svo að Júlíus hafði setið í SVEFNherbergisglugganum. Og fattaði svo að ég loka alltaf svefnherberginu þegar ég fer í vinnuna á morgnanna...... úbbbbbsííí! Dreif mig að opna og hleypa frekar reiðum (og svöngum!) ketti fram.. en enginn Albert. Fattaði þá að ég hafði náð í vinnuföt inní gestaherbergi í morgun.. og hef alltaf lokað þangað inn líka... Tvöfalt úbbsííí og tvöfalt reiðari köttur sem kom útúr því herbergi!
Kattagreyin hafa semsagt mátt dúsa í sitthvoru herberginu í allan dag, matar-, vatns- og kúkakassalausir!
Ég var að vísu þreytt í morgun, en eru engin takmörk??
Inga kommentarer:
Skicka en kommentar