torsdag 6 januari 2011

Snestorm í Övik

Já sveimér þá, hér er næstum því allt að því stórhríð á ferðinni! Með örlítið meiri snjókomu væri þetta komið. Rok, snjókoma og skafrenningur - þetta er vondasta veður sem komið hefur síðan ég flutti hingað. Og ég er á vakt. Að sjálfsögðu. Fannst soldið sárt að þurfa að skilja nýja fína stóra fjórhjóladrifna jepplinginn minn eftir á planinu í vinnunni og halda heimleiðis í litlum ljótum WV bíl. Að vísu er hann ekki lítill. Og ekki ljótur. Og reyndar er hann fjórhjóladrifinn. En samt! Hef meiri trú á míns eigins bíl!

Það hringdi hundaeigandi í mig áðan og tilkynnti að hann starfaði venjulega sem kokkur en hefði gerst dýralæknir í dag. Hann væri semsagt búinn að sjúkdómsgreina hundinn sinn, hann var með heilahimnubólgu - það passaði bara allt, hann las það á netinu - og var bara að hringja í mig til að spyrja hvort hundurinn myndi deyja úr heilahimnubólgunni þangað til á morgun ef hann kæmist ekki undir læknishendur fyrren þá.
Góður.

Já svo tilkynnti hann mér líka að hundurinn væri sennilega ekki með rävskabb, alltso kláðamaur (veitiggi hvað það heitir á ísl). Þá nebbla klóra þeir sér rosa mikið, hann las það á netinu, og hans hundur gerir það bara alls ekki.
Nehei. Takk samt fyrir að láta mig vita. Tíhí.. fólk er skemmtilegt :)

Ég er svaaangur. En finnst of snemmt að elda kl 17. En samt, hvað ef ég fæ útkall kl 18? Þetta er dilemma. Búin að huxum þetta heillengi. Eiginlega síðan kl 16. En ef ég byrja að elda núna og verð bara lengi að því? Þá verður kominn löglegur kvöldmatartími þegar maturinn er til. Hlýtur að vera pottrétt plan.

Ætla að elda rassfisk í rassgati með rassbollum. Plús p. Namminamm.

L8er

Inga kommentarer:

Skicka en kommentar