Yess sör. Í tilefni þess að ég er aftur orðin ein í svíaríki (tímabundið) þá hef ég hugsað mér að reyna að blogga smá. Núna er reyndar ekki besti tíminn, því það liggur oná mér stór gulur köttur sem er frekar mikið fyrir mér og ætlar EKKI að færa sig :) Herra Albert, aka Fat Albert, aka Garfield, er alltso frekar sáttur við að kjella sé komin heim úr jólafríi. Eftir að hafa lokið við hina vanalegu skammarræðu sem ég fæ alltaf þegar hann hefur verið skilinn eftir einn heima þá hefur hann legið á mér eins og klessa og kúrir undir sæng hjá mér á nóttunni. Ekki oft sem mr. Grömpí er með svona stanslausar ástaryfirlýsingar ;)
Júlíus hins vegar... tjah. Hann er úti.
Já. 2011. Engin áramótaheit, tek ekki þátt í svoleiðis. Eða reyndar eitt, mig langar svo að skrifa áramótapistil. Hefur langað að gera það í mörg ár, bara svona smá yfirlit yfir liðna árið, en í fyrsta lagi kem mér aldrei að verki og í öðru lagi man ég aldrei hvað gerðist á árinu *blúbb-blúbb* (bendi í þessu samhengi á lag með ljótu hálfvitunum um gullfiskaminni.. gott lag). Ég held samt að það væri gott fyrir mig að rifja upp annað slagið hvað gerist í mínu lífi. Það hlýtur að vera gott að muna eitthvað? Eða?
Ég man allavega hvað gerðist fyrir tveimur vikum. Þá fór ég heim í jólafrí! Jíbbískíbbí! Gat fengið frí heila 10 daga og var heima bæði jól og áramót. Yndislegt! Gerði svosem ekkert sérstakt, en var með elsku fjölskyldunni, Heklu rúsínubollu, heilsaði uppá hestakrúttin okkar og át. Mest át ég bara.
Áramótin voru aðeins öðruvísi í ár, en við héldum þau fyrir sunnan í þetta sinn. Það höfðu ekki allir tök á að koma norður, svo eina leiðin til að sameinast var að hittast í reykjavík. Mér líkar nú aldrei við nýjungar og þaðan af síður tilbreytingar eða hliðarspor frá gömlum og góðum venjum, en í þessu tilfelli var það nauðsynlegt. Ég get sætt mig við ýmislegt svo lengi sem fjölskyldan er saman! Svo ég haldi áfram að vera væmin þá er hefð hjá ingogrétufjölskyldu (sem við héldum áramótin hjá) að nefna eftirminnilegustu atburði ársins og við nefndum öll fjölskyldufríið sem við fórum í eftir útkskriftina mína; ma, pa, þóra, steini, ég og amma (já og Ívar að sjálfsögðu, en hann var ekki með á gamlárs..). Mér fannst pínu gaman að það að vera öll saman væri eftirminnilegast hjá öllum. Er það ekki sætt? :)
Jæja. Nóg væmni. Til að jafna þetta út: Vinnuárið byrjaði á vakt mánudaginn 3. jan. Fékk hringingu um áttaleytið um kvöldið. Kvíga sem var að bera og kálfurinn fastur. Úbbsídeisí. Hef aldrei farið í fæðingarhjálp áður. En það má nú ekki nefna svoleiðis hluti, svo ég dríbbaði mig af stað. Kom í fjósið þar sem beljan var lögst og dauður kálfshaus og löpp útúr henni. Önnur framlöppin lá beygluð aftur með kálfinum og komst ekki yfir mjaðmagrindina. Það var vonlaust að reyna að lagfæra þetta, kálfurinn kominn alltof langt út og pikkfastur í fæðingarveginum. Eina leiðin var að saga kálfinn. Úbbsídeisí. Aldrei gert það áður, amk ekki live. Gerðum þetta í skólanum, söguðum dauða kálfa í kassa, en þetta er svona pínu öðruvísi. Ehe.
En ég reyndi og reyndi, veltist um á gólfinu í drullu og blóði í tæpa 3 tíma að saga bút fyrir bút út úr kúnni, þar til mér og bóndanum tókst loksins að tosa restina af honum út. Þvílík hamingja! Ég veit ekki hvort þið getið (viljið?) séð fyrir ykkur það hamingjusama móment þegar ég og bóndinn sitjum sveitt, blóðug og skítug á fjósgólfinu, skælbrosandi útað eyrum að takast í hendur yfir leifunum af kálfinum. *gaman*
Og það sem er ennþá meira gaman er að hann hringdi í dag til að láta vita að beljan lifir! :) Góð byrjun á vinnuárinu.
Er ég ekki komin í svona umþaðbil núll í væmni vs. ógeð?
Annars hef ég nottla frá svo gríðarlega mörgu að segja að ég get ekki byrjað neins staðar. Þetta er þá bara gott í bili. Sjáum til hvort það kemur meira...
L8er
Inga kommentarer:
Skicka en kommentar