Anyways, mér finnst þetta pínu sætt. Gaf Ívari svona vesti í jólagjöf og treysti því að hann muni nota það daglega þegar hann snýr aftur hingað (kannski þessvegna sem hann framlengdi fríið á íslandi??).
Er í fríi úr vinnu í dag, þeas fram til svona 16 þegar ég tek við vaktasímanum aftur. Nóttin var róleg, engin símtöl enda pínu vont veður og fólki ráðlagt að vera ekki að fara útúr húsi að ástæðulausu. Það hefur sennilega dugað til að halda einhverjum heima.
Las fréttir frá íslandi á meðan ég sötraði morgunkaffið og fékk þessa týpísku óveðurs-heimþrá. Skrítið að ég skuli alltaf fá svona mikla Íslandsþrá þegar það er óveður. Bara þessi orð; stormur, óveður, stórhríð, kolófært... hitta mig alveg beint í hjartastað og mig langar að kúra undir teppi í græna sófanum í Hrafnó og hlusta á veðrið berja húsið að utan og heyra í útvarpinu inní eldhúsi þar sem fréttamennirnir hamast við að lýsa veðurhamnum. Það er eitthvað svo ólýsanlega notalegt að vera veðurtepptur á sínu eigin heimili! Og ekki er síðra að fara síðan út að leika í öllum snjónum!
Þessi mynd er tekin um jólin í fyrra þegar við systkinin og Ívar fórum út í barnalega leiki! *gaaaman*Reyndar sýnist mér stefna í að það verði bráðum hægt að stökkva fram af húsþökum hér í Övik, það hefur snjóað ansi hressilega í gær og í nótt og var að byrja aftur núna. Ég ætlaði að hendast út að moka snjó (líður eins og ég hafi ekki mokað í áraraðir og klæjar í puttana að munda skófluna!) en þá fór semsagt að kyngja niður snjó aftur.
Sá eini sem hefur hætt sér út í dag er Júlíus og sennilega er hann kominn á kaf í snjó. Finn hann kannski aftur þegar vorar... Við Albert sitjum hins vegar inni, horfum á snjókornin falla og látum okkur líða vel. Kósí morgunn :)
Jæja ég ætla að halda áfram að reyna að grafa upp hvaða sænska sjónvarpsstöð ætlar að sýna HM í handbolta. Er farin að hafa smá áhyggjur af þessu öllu saman!
L8er
Inga kommentarer:
Skicka en kommentar