måndag 7 mars 2011

Allt á fullu í Haffsta!

Kominn tími á nýtt innlegg? Já ég held það bara.

Hér hefur gerst svo margt og mikið undanfarið að það yrði alltof langt að segja frá því öllu! T.d. skelltum við ívar okkur til gautaborgar í byrjun febrúar til að heimsækja pabbagamla. Það var frábær helgarferð, góður matur (og mikill!) bæði heima og á veitingahúsi, klassískir tónleikar, blúsdjamm á jazzpöbb í bænum, melodifestivalen að sjálfsögðu; bara sannkölluð lúxushelgi!

Ekki nema tveimur vikum seinna komu ma og pa svo hingað til okkar og fengu að testa -27 gráður! Brrr....! En það var nú ekkert sem smá kakó með stroh gat ekki reddað! Hér fórum við meðal annars í mjög litla fjallgöngu (eiginlega meira hólagöngu), skelltum okkur á skíði (mamma sat með bók í skíðaskálanum) þar sem pabbi átti glæsileg tilþrif bæði í lyftunni og brekkunni - ekki meir um það hér, híhí... fórum út að borða á strútabúi hérna rétt hjá og ýmislegt fleira. Virkilega góð heimsókn og það eina sem skyggði á var að ég fékk smá flensuskít og var ekki alveg á toppnum alla daga. En ekkert sem TREO gat ekki bjargað.

Við pabbi í fjallinu

Að vísu lagðist ég í rúmið í 2 daga eftir að þau fóru, með hita og hor, en það var ekkert á við hann Ívar minn. Hann ákvað að verða veikur í fyrsta sinn síðan ég kynntist honum og lá með bullandi hita í viku. Ég var farin að íhuga að hringja á lækni, en þá tókst honum að standa upp. Hjúkket.

Næsta heimsókn sem við fengum var hún Silja sem skellti sér hingað til okkar, m.a. til að vera í praktík á spítalanum í viku. Yndislegt að hafa hana hérna! Bara verst að við Ívar vorum ekki beint herra og frú Hressmann, en hún fékk þó amk að upplifa margt í vinnunni. Meðal annars legbólguaðgerð á tík, geldingu á hundi, aðstoðaði við að fjarlægja æxli, saumaði saman dýr eins og herforingi, gelti ketti á færibandi, hjálpaði að draga kálf og sauma hest og vikan endaði á að stór hundur fékk hjartastopp og dó á skurðarborðinu hjá okkur eftir aðgerð, svo þar fékk hún að upplifa lífgunartilraunir (sem því miður voru árangurslausar).
Síðasta daginn var svo keypt terta handa okkur Silju, helmingur tileinkaður mér því ég átti ammæli og helmingur Silju því hún hafði verið svo dugleg að hjálpa til á spítalanum! Gaman að því :)
Sem sagt viðburðarrík vika! Við skuldum henni að vísu gott djamm, vorum semsagt takmarkað hress, en stefnum á helgarferð til Köben til að bæta úr þessu! ;)

Í gær (sama dag og Silja fór) komu svo Tinna og Bergsteinn hingað og ætla að vera hjá okkur í viku vetrarfríi. Við skelltum okkur á skíði í dag og þau stóðu sig eins og algjörar hetjur! Hafa nú ekki oft farið á svigskíði, en voru farin að renna sér niður "fullorðinsbrekkurnar" í lok dags. Veðrið var frábært, nokkrar plúsgráður og glampandi sólskin í allan dag! Hefði ekki getað verið betri dagur, allir hressir og kátir og ekkert drama þrátt fyrir nokkrar byltur! ;)

Bergsteinn, Tinna og Ívar á toppnum
Hádegispása í yndislegu veðri!
Tinna á fullu :)

Á morgun stefnum við svo á ísveiði, ætlum að reyna að fá lánaðar græjur til að bora gat og vonandi getum við veitt okkur eitthvað í matinn. Annars er stefnan að fara meira á skíði í vikunni, kannski prófa nýtt svæði, skella okkur í sund, kannski á skauta.. og vonandi upplifa fullt af skemmtilegum ævintýrum saman! :)

Set vonandi inn fleiri fréttir af okkur í vikunni - ef það verður ekki of mikið að gera! ;)

L8er

Inga kommentarer:

Skicka en kommentar