söndag 13 mars 2011

Vikan sem hvarf...

Síðasta kvöldið með Tinnu og Bergsteini í kvöld - held að ekkert okkar skilji hvernig þessi vika leið svona hratt! En svona er þetta víst þegar maður skemmtir sér!
Við höfum brallað heilan helling eins og vanalega, eftir fiskveiðidaginn kom snjókomudagur sem við eyddum í Paradísarbaðinu svokallaða, hálfgerðum vatnsgarði hérna í Övik. Hvorki meira né minna en 4 rennibrautir, þar af ein stærsta rennibraut svíþjóðar! Börnin entust í heila 5 tíma oní þessu stuð-baði, voru öll blá og marin á hnjám og mjöðmum eftir endalausar rennibrautarferðir, og við Ívar orðin vel meyr í pottinum (sem var nú ekki heitari en svo að maður var komin með hroll eftir allan þennan tíma). Góð sundferð sem allir voru mjög ánægðir með :)

Daginn þar á eftir þurfti ég að vinna, en Ívar og krakkarnir skelltu sér á skauta á utanhúss svelli í glaðasólskini, pínu leiðinlegt að missa af því - þó ég sé nú hálfgerð belja á svelli og skautar ekki mín sterkasta hlið, ehee.. ;)

Á föstudeginum var aftur skýjað og snjókoma og við skelltum okkur í keilu fyrst veðrið vildi ekki leika við okkur. Þar var mikil keppni í 2 klst og sumir tapsárari en aðrir (ég haaaata að tapa í keilu!!!). En góður dagur engu að síður... :)

Bergsteinn í keilu

Sýnist Tinna vera að plana næsta múv í huganum...

Einbeittur!

Í gær vöknuðum við snemma í glampandi sól og blíðu, pökkuðum niður nesti og nýjum skóm og skelltum okkur til Solberg sem er skíðasvæði um klst bílferð héðan. Svæðið stóð nú ekki alveg undir mínum væntingum, ég bjóst við aðeins fleiri brekkum, eeen góður dagur engu að síður :) Við skíðuðum þarna allan eftirmiðdaginn, mestallan tímann í sól - þegar skýin komu þá kipptum við því í lag með smá sólardansi ;) Börnin voru nú hálf skömmustuleg fyrir hönd okkar Ívars - ekki alveg sannfærð um að taka þátt í sólardansinum okkar þarna í miðri skíðabrekku, hehe! En það er nú bara þannig að sólardansinn klikkar ekki og eftir smá tíma var komin glampandi sól aftur! Og hana nú!
Börnin stóðu sig enn og aftur ótrúlega vel á skíðunum, voru farin að skíða á fullu niður allar brekkur eftir daginn!
Á leiðinni heim (og líka á leiðinni uppeftir) keyrðum við svo í gegnum svæði þar sem hreindýrahjarðir ganga lausar. Ég sagði krökkunum að hafa nú augun opin og reyna að sjá hreindýr - og hafði ekki fyrr sleppt orðunum þegar skógurinn í kringum okkur var beinlínis stútfullur af dýrum! Fleiri hundruð dýr á ferðinni þarna rétt við veginn - og sum uppá vegi líka.

Hreindýr í vegkantinum

Team Æðisleg komin í brekkuna ;)

Hver eru sætust?? ;)

Fallega grett uppí sólina í nestispásu, hehe ;)

Fallegt á toppnum

Hressar skíðakonur :)

Og að lokum mynd dagsins: Ívar að reyna að mynda hreindýr... híhí ;)

Í gærkvöldi var svo eurovisionkeppni svía og við héldum pítsu- og nammipartí í tilefni þess. Því miður vann ekki okkar lag, eeeen gott kvöld engu að síður :) (held reyndar að tinna hafi verið pínu skotin í gæjanum sem vann, enda sætur hjartaknúsari þar á ferð!)

Í dag vorum við að íhuga aðra sundferð, en þegar við fórum á fætur í glampandi sólskini og um 0 gráðu hita var nú ákveðið að eyða þessum degi utandyra! Við skelltum okkur útí garð og lögðumst í heilmiklar snjóhúsasmíðar! Við Ívar erum nú einhvern veginn alltaf hálf stórtæk í þessum húsagerðum okkar (sbr. piparkökuhúsið um daginn) svo krakkarnir þreyttust á okkur eftir soldinn tíma og gerðust moldvörpur í staðinn fyrir eskimóar... grófu endalaust af holum og göngum í stóra skaflinum fyrir utan húsið.
Það var alveg frábært veður, sól og blíða, og allir kófsveittir að brasa. Marlene og Christer, okkar yndislegu grannar, komu svo yfir með pikknikk-körfu með pylsum og pylsubrauði og meðlæti - höfðu fylgst með öllu brasinu útum gluggann og datt í hug að við værum orðin svöng! Na-hajs! :D
Eftir margra klst bras tókst okkur Ívari að ljúka við þakið á snjóhúsinu - og þá var farið í snjóslag!
Núna erum við komin inn - þrjú tonn af blautum fötum hanga til þerris um alla íbúð.. og nú hefði verið gott að eiga þurrkara!!
Ívar skjögrar hér um gólf og segist vera orðinn gamall - stirður eftir allt þetta útibras - og ég verð eiginlega að vera sammála! Jiminn hvað maður er orðinn gamall eitthvað...!

Við Tinna byrjaðar á grunninum að húsinu

Bara komin ansi langt...

...en þá gáfust börnin nú upp á þessu einhæfa húsabrasi og fóru að grafa holur í staðinn

Bergsteinn í holumokstri... kominn með slatta af freknum (enda sætastur þannig að eigin sögn, haha!)

Að lokum tókst þetta hjá okkur! Heilt snjóhús risið! :)

Þessi vika hefur verið ótrúlega skemmtileg og endurnærandi - börnin í góðum gír og allir hressir og kátir, veðrið gott og nóg hægt að gera hérna í sveitinni okkar. Ég er allavega strax farin að hlakka til næstu barnaviku, hvenær sem hún verður nú!

L8er

Inga kommentarer:

Skicka en kommentar