Veiðiferð dagsins var alveg meiriháttar skemmtileg - fyrir utan þá staðreynd að við fengum ekki einn einasta fisk! Ég er nú vön þessu aflaleysi, en hafði miklar væntingar til Bergsteins... Því miður buðum við bara fiskunum uppá dýrindis hlaðborð með maísbaunum, lirfum og möðkum sem þeir týndu af önglunum okkar án þess þó að veiðast. Heimsku fiskar!
Og það versta var að það var maður við hliðina á okkur sem var töluvert heppnari en við... svo ekki var hægt að kenna fiskleysi um.
En dagurinn var nú samt góður! Og hana nú. Skítt með fiska. Hver vill svosem veiða þessi slímugu kvikindi? Ekki við.
Það var sólskin og fallegt veður aftur í dag og mjög fín aðstaða við vatnið, lítill kofi með eldstæði bæði inni og úti. Eftir að fiskarnir voru orðnir saddir og hættir að stela ormunum okkar ákváðum við að við ættum skilið mat líka. Kveiktum upp bál úti og grilluðum pylsur og kjötbollur (sumir borða ekki pylsur), gæddum okkur á bolludagsbollum (sem heppnuðust!!!) og heitu kakói. Namminamm!
Gerðum svo einn eina tilraunina til að veiða, en þá voru fiskarnir meira að segja hættir að sýna beitunni neinn áhuga, svo þá gáfumst við nú upp.
Sumir að rembast við að bora gat - aðrir að púkast!
Bergsteinn tekinn við. Það var ekkert grín að bora þessar holur, ísinn var heill metri að þykkt!
Bergsteinn að græja veiðistöngina





Inga kommentarer:
Skicka en kommentar