Nei. Ég fann ekki spákúlu, því miður, en ég held samt að framtíðin sé kannski aðeins að skýrast. En meira um það seinna.
Búið að vera brjálað að gera undanfarið og ég er dáin úr þreytu. Ákvað að gefa nú samt frá mér örlítið lífsmark á þessum miðvikudagsmorgni áður en ég mæti örlítið of seint í vinnunna (sýnist stefna í það).
Búin að vera á tveimur næturvöktum í röð, á mánudaginn vann ég í 19 tíma streit, komst ekki heim fyrren hálf 3 um nóttina. Í gær vann ég svo í 12 tíma streit. Var vakin einu sinni í gærkvöldi af konu sem var með læðu að gjóta og kettlingur fastur. Hún vildi ekki koma inn á vaktina, hafði ekki efni á því og ég sagði henni að hringja í fyrramálið og hún gæti þá komið inn kl 8. Bað hana vinsamlegast að hringja ekki fyrir 7 nema það kæmi eitthvað uppá. Hún hringdi kl 6. Takk elsku kona. Hringdi til að spyrja hvort við gætum ekki örugglega lógað kettinum fyrir hana ef keisari yrði of dýr. Veit ekki með ykkur, en mér fannst nú að þessi spurning hefði jafnvel getað beðið til 7...? Gat að sjálfsögðu ekki sofnað eftir þetta og er frekar bitur yfir þessum glataða klukkutíma af svefni!
Jæja ég vissi það, nú er ég orðin sein!
Ætla að reyna að bæta mig í blogginu, lofa! :)
tisdag 31 augusti 2010
onsdag 18 augusti 2010
Afsakið hlé...
Búið að vera mikið að gera undanfarið og ég hef annað hvort ekki haft tíma eða orku til að blogga. Hef eytt öllum mínum frístundum með elsku Marlene sem er að hætta hjá okkur á morgun - ái litla hjartað mitt kremst við tilhugsunina! Yndislegri manneskju hef ég sjaldan kynnst!
Á morgun fer ég svo til Köben að knúsa kallinn minn, langþráð knús!! Og Albert og Júlíus ætla ég líka að knúsa, sama hvað þeim finnst um það ;)
Skrapp í búðir með Marlene í gær.. og þurfti á klósettið:
Jæja nú er ég orðin of sein í vinnunna. Of kors.
"Heyrumst" eftir helgi!
Á morgun fer ég svo til Köben að knúsa kallinn minn, langþráð knús!! Og Albert og Júlíus ætla ég líka að knúsa, sama hvað þeim finnst um það ;)
Skrapp í búðir með Marlene í gær.. og þurfti á klósettið:
Jæja nú er ég orðin of sein í vinnunna. Of kors.
"Heyrumst" eftir helgi!
lördag 14 augusti 2010
Einn tveir og anda..
Hugarástand mitt er núna svona álíka eins og hjá ljóskunni með "anda-inn anda út" vasadiskóið (eða sennilega er það nú ipod í nútímaútgáfu af þessum brandara). Heilinn minn er soðinn uppúr og ræður ekki við mikið meir en einmitt að einbeita sér að því að anda.
Er á helgarvakt og það er laaangt eftir af henni og minns er þreyttur. Var að vinna allan daginn í gær og svo í útköllum til að ganga eitt um nóttina, svaf illa, vakin í dag um 9 og var að koma heim núna, kl 17. Væri fínt ef fólk gæti sleppt því að hringja í smá stund. Takk. :)
En það hefur gengið ágætlega, ekkert beint disastercase enn sem komið er og allir á lífi (7-9-13 *bank bank bank*). Já allir nema þá helst uppúrsoðni heilinn minn!
Ætla að hvíla mig.
L8er
Er á helgarvakt og það er laaangt eftir af henni og minns er þreyttur. Var að vinna allan daginn í gær og svo í útköllum til að ganga eitt um nóttina, svaf illa, vakin í dag um 9 og var að koma heim núna, kl 17. Væri fínt ef fólk gæti sleppt því að hringja í smá stund. Takk. :)
En það hefur gengið ágætlega, ekkert beint disastercase enn sem komið er og allir á lífi (7-9-13 *bank bank bank*). Já allir nema þá helst uppúrsoðni heilinn minn!
Ætla að hvíla mig.
L8er
onsdag 11 augusti 2010
Búin að jafna mig
Það tók nokkra daga, en nú hef ég náð andlegu jafnvægi á ný eftir hið misheppnaða sveppanámskeið. Við fórum ekki aftur í skóginn, það er búið að rigna alla vikuna svo ég hef ekki getað spreytt mig aftur.. sem er kannski bara eins gott fyrir mína andlegu heilsu.
ehm. Það er víst miðvikudagur í dag sem þýðir að mánudagur og þriðjudagur hljóta að hafa liðið en ég bara man ekki hvað ég gerði. Sennilega var ég þreytt. Giska á það.
Jú bíddu! Í gær var ég inná skurðstofu að gelda ketti og aðstoða James við legbólguaðgerð á berner sennen hundi *gaaman*
Í dag fékk ég svo loksins að gera aðgerðir sjálf. Mér hefur hingað til ekki verið hleypt mikið inná skurðstofu þar sem ég þarf að vera undir eftirliti og það hefur ekki verið mannskapur (þarf amk 3) til þess að fylgjast með mér þegar ég tek mér hníf í hönd. Nei ókei, ekki 3. En einn reyndari þarf að vera memm svona í byrjun og það var loksins hægt í dag. Gerði svosem engar stóraðgerðir, en tók tvær læður úr sambandi og það eru nú að verða komin 2,5 ár síðan ég gerði það síðast ef ég man rétt (sem er reyndar ekki víst). Gott að æfa sig aðeins með hnífinn :)
Stórtíðindi dagsins eru annars sú að ég og Marlene skokkuðum 7 km áðan. Mjög stolt af mér. Mjög.
Já og önnur stórtíðindi sem ég veit ekki hvernig leggjast í mig eru að ég réði mig í tvo mánuði í viðbót hérna í Övik, semsagt út október. Hef svosem ekki aðra vinnu í rassvasanum (haha.. skrifaði óvart rassgatinu) og er skítblönk svo sennilega var þetta það rétta í stöðunni. En samt. Það gera þá 11 vikur í viðbót hérna. Án Ívars. Alein. Aaaaalein.
En ætli tíminn líði ekki eins og vanalega. Finnst hann nú yfirleitt gera það, svona einhvern veginn.
Jæja ég er orðin þreytt. Ennþá að flissa yfir vinnu í rassgatinu sem bendir til þess að það sé komin tími á rúmið mitt!
L8er
ehm. Það er víst miðvikudagur í dag sem þýðir að mánudagur og þriðjudagur hljóta að hafa liðið en ég bara man ekki hvað ég gerði. Sennilega var ég þreytt. Giska á það.
Jú bíddu! Í gær var ég inná skurðstofu að gelda ketti og aðstoða James við legbólguaðgerð á berner sennen hundi *gaaman*
Í dag fékk ég svo loksins að gera aðgerðir sjálf. Mér hefur hingað til ekki verið hleypt mikið inná skurðstofu þar sem ég þarf að vera undir eftirliti og það hefur ekki verið mannskapur (þarf amk 3) til þess að fylgjast með mér þegar ég tek mér hníf í hönd. Nei ókei, ekki 3. En einn reyndari þarf að vera memm svona í byrjun og það var loksins hægt í dag. Gerði svosem engar stóraðgerðir, en tók tvær læður úr sambandi og það eru nú að verða komin 2,5 ár síðan ég gerði það síðast ef ég man rétt (sem er reyndar ekki víst). Gott að æfa sig aðeins með hnífinn :)
Stórtíðindi dagsins eru annars sú að ég og Marlene skokkuðum 7 km áðan. Mjög stolt af mér. Mjög.
Já og önnur stórtíðindi sem ég veit ekki hvernig leggjast í mig eru að ég réði mig í tvo mánuði í viðbót hérna í Övik, semsagt út október. Hef svosem ekki aðra vinnu í rassvasanum (haha.. skrifaði óvart rassgatinu) og er skítblönk svo sennilega var þetta það rétta í stöðunni. En samt. Það gera þá 11 vikur í viðbót hérna. Án Ívars. Alein. Aaaaalein.
En ætli tíminn líði ekki eins og vanalega. Finnst hann nú yfirleitt gera það, svona einhvern veginn.
Jæja ég er orðin þreytt. Ennþá að flissa yfir vinnu í rassgatinu sem bendir til þess að það sé komin tími á rúmið mitt!
L8er
söndag 8 augusti 2010
Fratnámskeið
Pifff.. sveppanámskeið. Hver nennir svosem svoleiðis? Afþreying fyrir pensjónista sem eiga sér ekkert líf og hafa ekkert að gera.. Paufast um í blautum skógi og leita að ljótum sveppum. Já. Klárlega bara fyrir pensjónista og lúða. (lesist: ég fann enga sveppi!)
Ég var LÉLEGASTI nemandinn á sveppanámskeiðinu! Þvílíkur skandall! Ég sem elska að tína sveppi og er góð að finna þá.. á Íslandi. Ég labbaði og labbaði og paufaðist og paufaðist í þessum stóra ljóta sænska skógi sem var fullur af trjám og gróðri og ég fékk innilokunarkend og blotnaði í tærnar og var stungin af mýflugum og bitin af höggormi og stönguð af elg (neei ókei, smá ýkjur.. en samt!). Og ég bara fann ekki sveppi. Bara ekki.
Eftir laanga leit rakst ég á þrjú eintök af svart trumpetsvamp. Ef maður finnur einn þá eru þar fleiri, oft í stórum breiðum. Það lærði ég í bóklega tímanum. Svo ég fylltist hamingju og nýrri trú á lífinu. En nei. Það voru bara þessir þrír. Þeir hafa gleymt að lesa kaflann um útbreiðslu sína í bókinni. Asnar!
Svo var ég farin að örvænta og íhugaði alvarlega að láta mig bara hverfa í skóginum og aldrei snúa aftur. Það voru 5 mínútur í hitting (fika!) og ég var ennþá bara með 3 pínkulitla sveppi í körfunni og búin að sjá útundan mér hvernig allt hitt fólkið skreið um á fjórum fótum og tíndi í gríð og erg. Þá fann ég 7 kantarellur og 2 eitursveppi. Skellti þeim í körfuna (eitursveppirnir sem uppfyllingarefni svo þetta liti aðeins meira út) og neyddist svo til að labba tilbaka og feisa það að vera lélegasti nemandi námskeiðsins. Heimsku ljótu svíar með heimsku ljótu fullu sveppakörfurnar sínar.
Skandall. Ég segi ekki annað.
Og ég sem keypti nautasteik í gær til að hafa með öllum kantarellunum sem ég ætlaði að tína. Jamm og jæja. Við ætlum út í skóg aftur annað kvöld svo ég verð að reyna að standa mig betur. Þýðir ekki að gefast upp. En ég sver það - ef ég sný ekki tilbaka úr skógarferð morgundagins þá vitið þið af mér ráfandi einhvers staðar útí skógi með tóma körfu - of þrjósk og skömmustuleg til að láta sjá mig í mannabyggðum á ný.
Annað sem ég lærði í dag (fyrir utan að sveppanámskeið eru glötuð) var að það borgar sig að skrúfa lokið á neskaffibaukinn. Sérstaklega ef hann er stór. Og maður rekst í hann. Og hann dettur í gólfið. Og maður á ekki ryksugu. Já maður er alltaf að læra eitthvað nýtt.
Jú vissulega fann ég sveppi.. bara ekki rétta sveppi...
Svo fann ég líka kúk. Það voru nú ekki allir sem fundu kúk.
Kennarinn að segja frá og útskýra. Mjög pedagógísk.
Afrakstur dagsins. Þessi tveir til hægri eru óætir.
Ég var LÉLEGASTI nemandinn á sveppanámskeiðinu! Þvílíkur skandall! Ég sem elska að tína sveppi og er góð að finna þá.. á Íslandi. Ég labbaði og labbaði og paufaðist og paufaðist í þessum stóra ljóta sænska skógi sem var fullur af trjám og gróðri og ég fékk innilokunarkend og blotnaði í tærnar og var stungin af mýflugum og bitin af höggormi og stönguð af elg (neei ókei, smá ýkjur.. en samt!). Og ég bara fann ekki sveppi. Bara ekki.
Eftir laanga leit rakst ég á þrjú eintök af svart trumpetsvamp. Ef maður finnur einn þá eru þar fleiri, oft í stórum breiðum. Það lærði ég í bóklega tímanum. Svo ég fylltist hamingju og nýrri trú á lífinu. En nei. Það voru bara þessir þrír. Þeir hafa gleymt að lesa kaflann um útbreiðslu sína í bókinni. Asnar!
Svo var ég farin að örvænta og íhugaði alvarlega að láta mig bara hverfa í skóginum og aldrei snúa aftur. Það voru 5 mínútur í hitting (fika!) og ég var ennþá bara með 3 pínkulitla sveppi í körfunni og búin að sjá útundan mér hvernig allt hitt fólkið skreið um á fjórum fótum og tíndi í gríð og erg. Þá fann ég 7 kantarellur og 2 eitursveppi. Skellti þeim í körfuna (eitursveppirnir sem uppfyllingarefni svo þetta liti aðeins meira út) og neyddist svo til að labba tilbaka og feisa það að vera lélegasti nemandi námskeiðsins. Heimsku ljótu svíar með heimsku ljótu fullu sveppakörfurnar sínar.
Skandall. Ég segi ekki annað.
Og ég sem keypti nautasteik í gær til að hafa með öllum kantarellunum sem ég ætlaði að tína. Jamm og jæja. Við ætlum út í skóg aftur annað kvöld svo ég verð að reyna að standa mig betur. Þýðir ekki að gefast upp. En ég sver það - ef ég sný ekki tilbaka úr skógarferð morgundagins þá vitið þið af mér ráfandi einhvers staðar útí skógi með tóma körfu - of þrjósk og skömmustuleg til að láta sjá mig í mannabyggðum á ný.
Annað sem ég lærði í dag (fyrir utan að sveppanámskeið eru glötuð) var að það borgar sig að skrúfa lokið á neskaffibaukinn. Sérstaklega ef hann er stór. Og maður rekst í hann. Og hann dettur í gólfið. Og maður á ekki ryksugu. Já maður er alltaf að læra eitthvað nýtt.
Litlir ljótir svíar í halarófu :)
Jæja. Ég ætla útí búð að kaupa mér sveppakörfu. Og kannski sveppabók svo ég sé klár í slaginn á morgun. Svo vona ég bara að sveppirnir hafi lesið sömu bók og ég og geti nú haldið sig þar sem þeir eiga að vera og litið út eins og þeir eiga að gera. Og vaxið í stórum breiðum takk.
L8er
L8er
lördag 7 augusti 2010
Góður dagur!
Vá hvað það er langt síðan ég bloggaði! Biðst afsökunar á þessu, tíminn líður alltaf hraðar en ég held! Vikurnar hérna eru oftast eins og einn langur dagur; ég vakna, fer í vinnu, kem seint heim, borða, sef - vakna, fer í vinnu, kem seint heim, borða, sef - osfrv. Semsagt bara vinna.
Þessi vika var hins vegar öðruvísi að því leyti til að ég skellti mér á sveppanámskeið. Jamm og já. Þóra sagði að ég væri farin að hegða mér eins og fimmtugur leiðinlegur svíi - og sagði í næstu setningu að það ætti einstaklega vel við mig að fara á sveppanámskeið. Jahá. Hvernig á ég að skilja þetta? Hmm. ;)
Anyways, mér fannst bara gaman á sveppanámskeiðinu. Og hana nú! Á fimmtudaginn var bóklegur tími. Einstaklega skemmtilegt að stúdera skrítna svía - varð ekki fyrir vonbrigðum þar :) Á morgun förum við svo útí skóg með kennaranum. Hún er ekta ofur-pedagógískur svíi sem margtuggði ofan í mannskapinn að maður gæti fengið "jätteont i magen" ef maður borðar eitraða sveppi, hráa sveppi eða of mikið af sveppum. Eins gott að passa sig á því, ekki vil ég fá jätteont i magen!
Í dag var dásamlegur dagur (fyrir utan að mig vantaði íbbann minn með mér!). Fékk lánaðan bíl hjá Jenny (hjúkku) yfir helgina með því skilyrði að ég myndi rúlla og kíkja á hestana hennar. Veðrið var dásamlegt, steikjandi hiti en skýjaslæða fyrir sólinni svo hún var sem betur fer ekki sterk. Ég rúntaði og kíkti á hesta, fór svo í langan bíltúr um sveitina og fann að lokum baðströnd og henti mér loksins útí í fyrsta sinn í sumar!! Dásamlegt!
Hitti svo Emmu í kvöld, ætluðum út að borða sushi - nema bara að það lokar víst kl 17.00 á laugardögum hérna í övík. Spes ;) En fundum okkur annan stað, kósí útiveitingastað við höfnina. Maturinn var að vísu óhugnalega vondur, en yndislegt sumarkvöld engu að síður!
Jæja, verð að koma mér í háttinn svo ég verði fersk í sveppatínslu á morgun! :D
Þessi vika var hins vegar öðruvísi að því leyti til að ég skellti mér á sveppanámskeið. Jamm og já. Þóra sagði að ég væri farin að hegða mér eins og fimmtugur leiðinlegur svíi - og sagði í næstu setningu að það ætti einstaklega vel við mig að fara á sveppanámskeið. Jahá. Hvernig á ég að skilja þetta? Hmm. ;)
Anyways, mér fannst bara gaman á sveppanámskeiðinu. Og hana nú! Á fimmtudaginn var bóklegur tími. Einstaklega skemmtilegt að stúdera skrítna svía - varð ekki fyrir vonbrigðum þar :) Á morgun förum við svo útí skóg með kennaranum. Hún er ekta ofur-pedagógískur svíi sem margtuggði ofan í mannskapinn að maður gæti fengið "jätteont i magen" ef maður borðar eitraða sveppi, hráa sveppi eða of mikið af sveppum. Eins gott að passa sig á því, ekki vil ég fá jätteont i magen!
Í dag var dásamlegur dagur (fyrir utan að mig vantaði íbbann minn með mér!). Fékk lánaðan bíl hjá Jenny (hjúkku) yfir helgina með því skilyrði að ég myndi rúlla og kíkja á hestana hennar. Veðrið var dásamlegt, steikjandi hiti en skýjaslæða fyrir sólinni svo hún var sem betur fer ekki sterk. Ég rúntaði og kíkti á hesta, fór svo í langan bíltúr um sveitina og fann að lokum baðströnd og henti mér loksins útí í fyrsta sinn í sumar!! Dásamlegt!
Hitti svo Emmu í kvöld, ætluðum út að borða sushi - nema bara að það lokar víst kl 17.00 á laugardögum hérna í övík. Spes ;) En fundum okkur annan stað, kósí útiveitingastað við höfnina. Maturinn var að vísu óhugnalega vondur, en yndislegt sumarkvöld engu að síður!
Jæja, verð að koma mér í háttinn svo ég verði fersk í sveppatínslu á morgun! :D
onsdag 4 augusti 2010
Ekki fleiri ævintýri takk, þetta er orðið ágætt takk.
Var á vakt í gærkvöldi. T'íðindalaust þangað til ég var nýkomin inn úr dyrunum um 19-leytið eftir skýrsluskrif og hangs í vinnunni (síminn hringir einhvern veginn alltaf þegar ég er ný-eitthvað; nýkomin úr vinnufötunum, nýsest í bílinn til að keyra heim, nýkomin innúr dyrunum heima, nýbúin að setja hakkið á pönnuna.. osfrv.)
Jæja síminn hringdi semsagt. Hvolpur sem hafði lent í slag við stærri hund. Jamm og já. Já og augað hangir út. Ó. ó. ó. Ég sagði þeim að koma á spítalann og krossaði alla mína fingur og tær að þetta væru móðursjúkir eigendur og að augað væri á sínum stað.
Neibb.
Augað var ekki á sínum stað. Bara frekar langt í frá. Þetta var pínkulítill hvolpur, 1,5 kg af ónefndri ófríðri smáhundategund með útstandandi augu - og semsagt annað þeirra alveg óþarflega óvenjulega útstandandi. Dýrið argaði af öllum lífs og sálar kröftum og fjölskyldan skældi.
Úff púff. What to do? Sem betur fer var ég svo ótrúlega heppin að samstarfsmaður minn sem er í sumarfríi var staddur á klinikinni að brasa eitthvað og ég gat fengið hann til að hjálpa mér að koma auganu á sinn stað. Það gekk ekki áfallalaust, en hafðist fyrir rest og nú veit ég hvernig maður gerir það. Maður er víst alltaf að læra eitthvað nýtt.
Það merkilega við þessa sögu er hins vegar það að hundurinn sem orsakaði þennan augnskaða var einn af sjúklingunum mínum. Elsku uppáhalds bangsasjúklingurinn minn sem ég hef eytt vikum í að reyna að bjarga.. já einmitt.. auganu úr! Hún er með stórt hornhimnusár sem vill ekki gróa og ég hef gert ALLT fyrir hana M. mína! Núna síðast sendi ég hana til sérfræðings einhvers staðar langtíburtu.. og hún kom tilbaka og þakkaði mér fyrir með þessum hætti! Skamm!
En sagan er nú ekki búin enn. M. fékk nefnilega sinn augnskaða í slag við hund. Og sá hundur tilheyrir fjölskyldunni sem átti litla hvolpinn sem M. réðst á í gær.
Talandi um auga fyrir auga!
Þessar fjölskyldur eru semsagt nágrannar. Ég stakk upp á því að þau myndu smíða góða girðingu á milli. Fjölskyldan hafði ekki húmor fyrir því. Skrítið.
Af öðrum athyglisverðum atburðum dagsins má nefna að ég var að reyna að lækna 1 árs gamlan rottweilerhlunk, 53 kg takk fyrir takk. Hann asnaðist til að setjast oná fótinn á mér.. og ég sat föst! Ég er að meina það - ég gat ekki losað fótinn undan flykkinu, hann þurfti að standa upp á endanum! Hahaha.. mér fannst þetta alveg endalaust fyndið! Aldrei lent í svona vandamáli áður!
Namm namm. Ég eldaði mér snabbmakkó og mamma scan sænskar kjötbollur með tómatsósu. Eldaði mér helmingi meir en ég ætlaði að borða, ætlaði að taka afganginn í nesti. Nema bara það varð enginn afgangur. Úbbsííí...
Á morgun ætla ég að gerast sænskur lúði! Ég ætla að fara á sveppanámskeið! Emma og Jenny í vinnunni ætla að fara og buðu mér með.. þar sem það eru takmarkaðir afþreyingarmöguleikar í þessum bæ (ætli þær hafi einhvern tímann heyrt um að fara í bíó...?) þá ákvað ég að skella mér bara með :)
Á morgun er semsagt bóklegur tími í sveppatínslufræðum og svo förum við útí skóg á sunnudaginn að tína sveppi. Þá eigum við að hafa öðlast sjálfstæði og hugrekki til að tína okkar eigin sveppi og eigum ekki að spyrja kennarann mikið. En það er mjög mikilvægt að allir takið með sér "fika". Kannski bara saft & bulle. Jafnvel :)
Gaman gaman.. ég hlakka til! Haha.. Mest hlakka ég til að stúdera skrítna svía.. þetta getur nú varla klikkað?! :D
Jæja, það er víst kominn háttatími á mig. Svaf endalaust illa síðustu nótt, mig dreymdi bara hunda með augun útúr hausnum og móðursjúka eigendur og ég klúðraði öllu. Úff!
Góða nótt :)
Jæja síminn hringdi semsagt. Hvolpur sem hafði lent í slag við stærri hund. Jamm og já. Já og augað hangir út. Ó. ó. ó. Ég sagði þeim að koma á spítalann og krossaði alla mína fingur og tær að þetta væru móðursjúkir eigendur og að augað væri á sínum stað.
Neibb.
Augað var ekki á sínum stað. Bara frekar langt í frá. Þetta var pínkulítill hvolpur, 1,5 kg af ónefndri ófríðri smáhundategund með útstandandi augu - og semsagt annað þeirra alveg óþarflega óvenjulega útstandandi. Dýrið argaði af öllum lífs og sálar kröftum og fjölskyldan skældi.
Úff púff. What to do? Sem betur fer var ég svo ótrúlega heppin að samstarfsmaður minn sem er í sumarfríi var staddur á klinikinni að brasa eitthvað og ég gat fengið hann til að hjálpa mér að koma auganu á sinn stað. Það gekk ekki áfallalaust, en hafðist fyrir rest og nú veit ég hvernig maður gerir það. Maður er víst alltaf að læra eitthvað nýtt.
Það merkilega við þessa sögu er hins vegar það að hundurinn sem orsakaði þennan augnskaða var einn af sjúklingunum mínum. Elsku uppáhalds bangsasjúklingurinn minn sem ég hef eytt vikum í að reyna að bjarga.. já einmitt.. auganu úr! Hún er með stórt hornhimnusár sem vill ekki gróa og ég hef gert ALLT fyrir hana M. mína! Núna síðast sendi ég hana til sérfræðings einhvers staðar langtíburtu.. og hún kom tilbaka og þakkaði mér fyrir með þessum hætti! Skamm!
En sagan er nú ekki búin enn. M. fékk nefnilega sinn augnskaða í slag við hund. Og sá hundur tilheyrir fjölskyldunni sem átti litla hvolpinn sem M. réðst á í gær.
Talandi um auga fyrir auga!
Þessar fjölskyldur eru semsagt nágrannar. Ég stakk upp á því að þau myndu smíða góða girðingu á milli. Fjölskyldan hafði ekki húmor fyrir því. Skrítið.
Af öðrum athyglisverðum atburðum dagsins má nefna að ég var að reyna að lækna 1 árs gamlan rottweilerhlunk, 53 kg takk fyrir takk. Hann asnaðist til að setjast oná fótinn á mér.. og ég sat föst! Ég er að meina það - ég gat ekki losað fótinn undan flykkinu, hann þurfti að standa upp á endanum! Hahaha.. mér fannst þetta alveg endalaust fyndið! Aldrei lent í svona vandamáli áður!
Namm namm. Ég eldaði mér snabbmakkó og mamma scan sænskar kjötbollur með tómatsósu. Eldaði mér helmingi meir en ég ætlaði að borða, ætlaði að taka afganginn í nesti. Nema bara það varð enginn afgangur. Úbbsííí...
Á morgun ætla ég að gerast sænskur lúði! Ég ætla að fara á sveppanámskeið! Emma og Jenny í vinnunni ætla að fara og buðu mér með.. þar sem það eru takmarkaðir afþreyingarmöguleikar í þessum bæ (ætli þær hafi einhvern tímann heyrt um að fara í bíó...?) þá ákvað ég að skella mér bara með :)
Á morgun er semsagt bóklegur tími í sveppatínslufræðum og svo förum við útí skóg á sunnudaginn að tína sveppi. Þá eigum við að hafa öðlast sjálfstæði og hugrekki til að tína okkar eigin sveppi og eigum ekki að spyrja kennarann mikið. En það er mjög mikilvægt að allir takið með sér "fika". Kannski bara saft & bulle. Jafnvel :)
Gaman gaman.. ég hlakka til! Haha.. Mest hlakka ég til að stúdera skrítna svía.. þetta getur nú varla klikkað?! :D
Jæja, það er víst kominn háttatími á mig. Svaf endalaust illa síðustu nótt, mig dreymdi bara hunda með augun útúr hausnum og móðursjúka eigendur og ég klúðraði öllu. Úff!
Góða nótt :)
måndag 2 augusti 2010
Góðan daginn
Bara ein stutt morgunkveðja enn og aftur. Það var mikið að gera í gær og ég kom ekki heim úr vinnu fyrren um 20.30 og þá.. haldið ykkur fast.. þá fórum við Marlene út að skokka! Jibbíjey! Og það var meira að segja gaman! Ekkert smá yndislegt sumarkvöld með ilm af náttúru og nýslegnu heyi. Fengum meira að segja hund með okkur (sem samstarfskona á) svo þetta hefði ekki getað verið öllu betra!
Er heppin að hafa Marlene hérna, hún ætlar að taka þátt í 15 km hlaupi í september svo hún þarf að vera dugleg að æfa og ég get þá dröslast með henni :) Hentar mér mjög vel að hafa einhvern sem dregur mig með ;)
Í nótt er ég víst á vaktinni enn og aftur. Ég skil ekki hvað vikurnar fljúga áfram! Þetta er þriðja vaktin mín síðan ég fór frá íslandi.. sem þýðir að þetta er þriðja vikan mín! Og þá eru ekki nema 4 eftir þar til ég kemst til að knúsa kallinn og kettina í köben!
Úbbsííí... verð að fara að koma mér í vinnuna!
L8er
Er heppin að hafa Marlene hérna, hún ætlar að taka þátt í 15 km hlaupi í september svo hún þarf að vera dugleg að æfa og ég get þá dröslast með henni :) Hentar mér mjög vel að hafa einhvern sem dregur mig með ;)
Í nótt er ég víst á vaktinni enn og aftur. Ég skil ekki hvað vikurnar fljúga áfram! Þetta er þriðja vaktin mín síðan ég fór frá íslandi.. sem þýðir að þetta er þriðja vikan mín! Og þá eru ekki nema 4 eftir þar til ég kemst til að knúsa kallinn og kettina í köben!
Úbbsííí... verð að fara að koma mér í vinnuna!
L8er
söndag 1 augusti 2010
Að hlaupa eða ekki hlaupa...
Vaknaði kl 07.30 í morgun, harðákveðin í því að fara út að skokka. Núna er klukkan orðin 19.30 og það hefur ekki ennþá gerst. Skrítið.
Fór hins vegar í langan göngutúr í kringum vötnin, held það séu um 7 km. En það var samt ekki hlaup, heldur labb. Svo nú veit ég ekki hvort það má skipta þessu út eða hvort ég neyðist til að fara að hlaupa í kvöld. Hmm.
Mér er búið að leiðast alveg afspyrnumikið í dag. Ekki búin að hitta neinn. Búin að hanga á netinu, lesa næstum heila Twilight-bók (segir mjög mikið um hversu mikið mér hefur leiðst!), sortera myndir og laga til í tölvunni, lesa um húðsjúkdóma hjá dýrum (sem ég get aldrei troðið inní hausinn á mér hvort sem er), þvo þvott, fara í labbitúr og útí búð. *gaaaman*
Skil ekki hvers vegna þessar blessuðu Twilight bækur slógu svona í gegn. Mér finnst þetta hreint út sagt leiðinlegar bækur. Mér leiðist Edward og mér leiðist Bella. Hélt þetta myndi kannski lagast með tímanum, en núna er ég langt komin með bók 3 og mér finnst þetta ennþá jafn leiðinlegt.
Mig langar svo að sparka í Edward, aka mr. Boring. Er hægt að vera öllu leiðinlegri?! "ó búhú, ég get ekki verið kærastinn þinn því ég er vampíra.. en ég elska þig samt.. búhú. En það gengur ekki. Ég ætla að fara. Það er best fyrir þig. Nei ég kem aftur, það er betra. En ég vil ekki sofa hjá þér. Ég verð að fá að giftast þér. En þú mátt ekki verða vampíra. Ó búhú hvað allt er erfitt. Og ég er ekki með sál."
Og svona heldur hann áfram eeeendalaust! Og hún aftur á móti vælir og volar og vill endilega selja sálu sína fyrir þennan óhugnalega leiðinlega vampírugaur og eyða með honum restinni af þeirra eilífa vampírulífi. Og hann er meira að segja ískaldur. Ískaldur!! Halló.. ojbara.
Nei þá hefði ég frekar valið heita góða varúlfinn. Sem er prakkari og skemmtilegur og finnst gaman að vera til!
Jáh sveimér þá hvað ég skil þetta ekki. En ég ætla samt að klára allar bækurnar ;) Og sjá allar myndirnar.. og halda áfram að vona að hún dömpi Edward. *plísplísplííís*
Jæja. Þetta var allt sem ég hafði að segja eftir þennan dag ;) Á morgun hefst ný vika með nýjum ævintýrum. Og ég kann ennþá ekki neitt um húðsjúkdóma.
L8er
Fór hins vegar í langan göngutúr í kringum vötnin, held það séu um 7 km. En það var samt ekki hlaup, heldur labb. Svo nú veit ég ekki hvort það má skipta þessu út eða hvort ég neyðist til að fara að hlaupa í kvöld. Hmm.
Mér er búið að leiðast alveg afspyrnumikið í dag. Ekki búin að hitta neinn. Búin að hanga á netinu, lesa næstum heila Twilight-bók (segir mjög mikið um hversu mikið mér hefur leiðst!), sortera myndir og laga til í tölvunni, lesa um húðsjúkdóma hjá dýrum (sem ég get aldrei troðið inní hausinn á mér hvort sem er), þvo þvott, fara í labbitúr og útí búð. *gaaaman*
Skil ekki hvers vegna þessar blessuðu Twilight bækur slógu svona í gegn. Mér finnst þetta hreint út sagt leiðinlegar bækur. Mér leiðist Edward og mér leiðist Bella. Hélt þetta myndi kannski lagast með tímanum, en núna er ég langt komin með bók 3 og mér finnst þetta ennþá jafn leiðinlegt.
Mig langar svo að sparka í Edward, aka mr. Boring. Er hægt að vera öllu leiðinlegri?! "ó búhú, ég get ekki verið kærastinn þinn því ég er vampíra.. en ég elska þig samt.. búhú. En það gengur ekki. Ég ætla að fara. Það er best fyrir þig. Nei ég kem aftur, það er betra. En ég vil ekki sofa hjá þér. Ég verð að fá að giftast þér. En þú mátt ekki verða vampíra. Ó búhú hvað allt er erfitt. Og ég er ekki með sál."
Og svona heldur hann áfram eeeendalaust! Og hún aftur á móti vælir og volar og vill endilega selja sálu sína fyrir þennan óhugnalega leiðinlega vampírugaur og eyða með honum restinni af þeirra eilífa vampírulífi. Og hann er meira að segja ískaldur. Ískaldur!! Halló.. ojbara.
Nei þá hefði ég frekar valið heita góða varúlfinn. Sem er prakkari og skemmtilegur og finnst gaman að vera til!
Jáh sveimér þá hvað ég skil þetta ekki. En ég ætla samt að klára allar bækurnar ;) Og sjá allar myndirnar.. og halda áfram að vona að hún dömpi Edward. *plísplísplííís*
Jæja. Þetta var allt sem ég hafði að segja eftir þennan dag ;) Á morgun hefst ný vika með nýjum ævintýrum. Og ég kann ennþá ekki neitt um húðsjúkdóma.
L8er
Prenumerera på:
Kommentarer (Atom)