lördag 25 september 2010

Ulfzon






Ég ætla að byrja þennan gráa, blauta og kalda laugardagsmorgun á fallegri sögu. Síðastu helgi var samstarfsmaður minn, Ulf, á vaktinni. Ég þurfti að röntga einn af mínum eigin sjúklingum, svo ég var að sniglast í vinnunni líka.
Þá komu inn ungur strákur og kona með lítinn kisa í fanginu. Þau höfðu fundið hann liggjandi útí skurði, kaldan og hrakinn og ansi illa farinn, sennilega var keyrt á hann. Þau höfðu reynt að hringja í lögregluna, en ekki tekist að ná sambandi við neinn og þess vegna komu þau til okkar.
Kisi var ómerktur og Ulf var í fyrstu nett pirraður yfir þessari truflun á vaktinni. Hver átti svosem að borga fyrir aflífun á þessum ónýta ketti? Við sendum fólkið heim og fórum að kíkja á köttinn.
Stór hluti af skinninu á annari afturlöppinni var eins og fláð af og hann var mjög marinn. Við ákváðum að smella einni röntgen mynd af afturhlutanum og jú - önnur mjaðmakúlan var brotin. Í öllu þessu brasi var kisi stilltur og góður og gerði ekki eina tilraun til að bíta okkur eða klóra. Ulf ákvað að svæfa hann og gá hvort það væri hægt að lappa honum saman. Þegar við fórum svo að skoða þetta betur var lærvöðvinn rifinn alveg í sundur við pelvis og við horfðum bara beint inn í mjaðmagrindina, sáum hvar þvagrásin lá og alles. Hann virtist samt frekar heillegur að innan. Ég horfði mjög svartsýn á þetta og fannst nú eiginlega best að leyfa kisa að sofna. Sérstaklega í ljósi þess að það var enginn til að borga dýralæknakostnaðinn. Kisi hafði hins vegar náð að bræða hjartað í Ulf - harðsvíruðum fimmtugum dýralækni - og hann ákvað að gefa honum séns. Á eigin kostnað.
Við saumuðum og saumuðum og honum tókst einhvern veginn að sauma vöðvann saman, draga húðina yfir opna svæðið og loka þessu öllu saman. Við vorum nú ennþá mjög svartsýn, dópuðum köttinn eins og við gátum, settum upp vökva og vonuðum hið besta. Daginn eftir var kisi farinn að rölta um. Þegar maður opnaði búrið hans brölti hann á fætur til þess að koma og nudda sér utan í okkur og malaði og malaði.
Og þannig hefur þetta gengið. Það er alveg sama hvað hann er bæklaður og bilaður og brotinn og bramlaður - hann elskar okkur öll! Hann hefur búið hjá okkur í vinnunni í viku og núna orðinn ansi brattur, hættur á sterku verkjalyfjunum og farinn að rölta um, alltaf jafn vinalegur og góður. Hann fékk að koma með mér heim núna um helgina og er innilega þakklátur fyrir að fá að kúra og knúsast allan heila daginn!
Og allt er þetta Ulf og hans þrautsegju að þakka. Mér finnst yndislegt að sjá að menn hafi ennþá tilfinningar eftir svona mörg ár í þessu starfi og séu tilbúnir til að leggja á sig blóð, svita og tár til að bjarga einu litlu kattarkvikindi.
Svo er spurning hvort við finnum eigendurna, ennþá hefur enginn dúkkað upp.. en ég veit amk 4 starfsmenn sem eru tilbúnir að slást um hann ef enginn eigandi lætur sjá sig, haha! Hann er algjörlega búinn að bræða alla þarna! :D
Svona leit þetta út, ekki fögur sjón.

Fyrst héldum við að þetta væri allur skaðinn og það yrði hægt að draga þetta saman

Við nánari athugun kom í ljós að vöðvinn var rifinn í tvennt og það var opið inn í grindarholið

En Ulf var þrautseigur og þetta er kisi í dag, viku eftir aðgerðina:


Hann var skírður Ulfzon :)

Jæja. Ég er víst á helgarvakt og hef miklar áhyggjur af því að síminn hringir ekkert... einn sjúklingur í gær og eitt símtal, bæði fyrir kl 20 og síðan hefur síminn verið steindauður. Auðvitað á maður að gleðjast yfir því, en get ekki sleppt þeirri tilfinningu að þetta sé lognið á undan storminum...! Vona bara að veðrið sé nógu ógisslegt til að fólk og dýr haldi sig bara inni og séu ekkert að þvæla neitt og slasa sig ;)

Ég ætla að reyna að fara og skoða bíla í dag. Verð víst að kaupa mér einn soleiðis ef ég ætla að búa fyrir utan bæinn. Hef bara ekki séð neitt spennandi ennþá og nú er ég að falla á tíma... flytjum inn í næstu viku og þá verðum við strandaglópar í Haffsta, hehe ;)

Æ. Ætlaði að blogga amk 2 sögur í viðbót en þolinmæðin er búin. Þær fá að bíða betri tíma.

L8er

lördag 18 september 2010

Almen krísa

Jæja gott fólk. Þá kom að því. Hið óumflýjanlega gerðist.

Aldurskrísa, tilvistarkreppa og almen lífskrísa.
Hef beðið lengi eftir aldurskrísunni.. í ljósi þess að ég skældi á 19 ára ammælisdaginn minn af því að ég var orðin svo gömul, þá hefur mér fundist mjög dularfullt hvað síðastliðnir ammælisdagar hafa gengið sársaukalaust fyrir sig. Bara næstum verið skemmtilegir.
En nú er komið að því... ég er göööööömul. Æ og ó. Held að mörg smáatriði hafi sett þessa krísu af stað; t.d. þegar ég var með 19 ára gamlan sjúklingskött um daginn og ætlaði að skrifa að hann væri fæddur 80-ogeitthvaðlítið. Hm. Fór svo að reikna. Skrítið.. hvernig gat hann verið 19 og verið fæddur 90-ogeitthvað?? Þá fóru illar grunsemdir að læðast að mér. Þessar grunsemdir styrkust enn frekar þegar ég stóð mig að því að kalla "kellingarnar" í vinnunni stelpur. Ó-ó. Svo fann ég hrukku um daginn. Ekki hrukku sem kemur þegar maður brosir og fer svo aftur. Nei. Þetta er permanent hrukka. Fer ekki alveg sama hvað ég geri. Í kjölfarið fór ég að leita að gráum hárum, en hætti þeirri leit von bráðar þar sem ég sá fram á að mín andlega heilsa myndi ekki þola grá hár. Svo kom myndarlegur maður með kött um daginn. Hann var fæddur 66. Altså maðurinn. Semsagt ekki bara gamall heldur eldgamall. Og svo framvegis. Ýmis smáatriði sem hafa rennt stoðum undir minn illa grun.
En það sem gerði endanlegt útslag var símtal við pabba minn áðan. Hann spurði hvort ég þekkti kall sem héti Sveinn Hjörleifsson. Kall. Já pabbi.. hann Sveinn var með mér í BEKK í grunnskóla!! Aaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaahh.
Hvar endar þetta??

Tilvistarkreppan er nú svona meira algeng í mínu lífi. Comes and goes. En samt svona óvenju slæm þegar hún lendir á sama tíma og aldurskrísan. Hvað er ég að gera að ráða mig hér í rassgati í eitt og hálft ár.. eitt og hálft ár?? Ég verð orðin ellidauð - eða nánast - eftir þann tíma. Þori varla að hugsa hvað talan verður komin uppí.. en gerði það samt. 28. 28. 28!!!! Aaaaaaaaaaaaaaaaaaahhhhh.
Ég ætla semsagt að enda líf mitt hér.. in the middle of nowhere. Gott plan Elsa, gott plan. Það jákvæða er að það eru þó amk smá líkur á því að ég verði étin af skógarbirni áður en ég drepst úr elli. En ég er samt hrædd við bjarndýr.

En þetta er týpískt fyrir mig. Búin að væla og vola yfir Köben í 6 ár og núna sé ég ekki sólina fyrir yndislegu elsku Köben. Köben er hérmeð besti staður á jarðríki og enginn nema algjör grasasni myndi yfirgefa Köben sjálfviljugur. Og hugsa sér öll mín hamingjusömu ár í Köben. Ég var nebbla ALLTAF hamingjusöm þar. Aldrei einmana. Aldrei með heimþrá. Aldrei að farast úr ástarsorg, einmanaleika og heimþrá. Mamma þurfti aldrei að koma í neyðarheimsókn til að bjarga minni andlegu geðheilsu þegar mér leið sem verst. Ég skældi aldrei. Ég hringdi ekki 50000 sinnum í Sveinu og bölvaði og ragnaði, skældi og vældi yfir því að þurfa að vera í Köben. Ég skældi aldrei í flugvélinni á leiðinni þangað eftir frí á Íslandi. Nei. Ég hlakkaði til að hitta elsku Köben. Ég bölvaði aldrei dönum, dönsku, danmörku, köben, skólanum, bílunum, malbikinu, hitanum, rigningunni, lestunum, strætóum. Nei. Ég var hamingjusöm. Frá innstu hjartarótum og fram í ystu fingurgóma. Og enginn skal halda öðru fram!

En núna. NÚNA. Nú er ég sko komin í heitasta helvíti. Hér er vonlaust að vera. Glatað. Svo öðruvísi en Köben. Hér er náttúra. Skógur. Elgir, hreindýr, bjarndýr. Kýr og kindur. Hestar. Fjöll. Skíðabrekkur. Góðir vinnufélagar. Fallegt rúmgott húsnæði. Skemmtilegir bændur. Skrítnir kúnnar. Hafið. Vötn. Baðstrendur. Útivist.
Jáh. Þetta sökkar.
Bigtæm.

En ætli þetta blessist ekki allt saman á endanum. Ég held það.

Og sennilega á ég ekkert eftir að sakna Köben mikið. Hins vegar á ég eftir að sakna elsku vinanna minna í Köben. Ég var ekki búin að átta mig á því hvað það yrði erfitt að kveðja. Ég hélt að flestir vinir mínir væru hvort sem er fluttir frá Köben, en áttaði mig á því um daginn að þeir bestustu vinir mínir eru ennþá á sínum stað þar. En þau eru samt búin að lofa að gleyma mér ekki þó ég sé stungin af í smá tíma. Hjúkket. Og ég mun allavega ekki gleyma þeim! Það er góð tilfinning að vita að maður á vini sem munu alltaf vera vinir manns, alveg sama þó það séu endalausar vegalengdir á milli og ekki daglegur hittingur. Það er allavega eitt sem litla hjartað mitt getur glaðst yfir í þessari miklu krísu ;)

Almenna lífskrísan er svo sambland af aldurskrísu, tilvistarkreppu og framtíðarstressi. Núna veit ég að ég verð hér í 1,5 ár. En hvað svo?? Hvert á ég að fara.. hvað á ég að gera? hvar á ég eiginlega heima??
Aaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaahhhh.

Jæja. Þetta var stuttur útdráttur úr skáldsögunni "Elsa's problem i Övik". Bíðum spennt eftir næsta kafla.

L8er

måndag 6 september 2010

Mánudagur...

..en ekkert venjulegur mánudagur. Eiginlega bara óvenjulega góður mánudagur á mánudagamælikvarða!
Það var röntgenkúrs í vinnunni næstum allan daginn, svo engir sjúklingar og ekkert stress. Og Iza og Kerstin (tvær af hjúkkunum okkar) elduðu handa okkur hinum í hádeginu! Namminamminamm! Þær hafa hérmeð ratað rétta leið að hjarta mínu; elduðu eggjahræru með skinku, osti, púrrulauk, kantarellum, tómötum ofl. og með ferskt salat með.. og eins og það hefði ekki verið nóg - í eftirrétt var súkkulaðikaka með lime-kremi oná.. óóójáá! Þær eru núna efstar á vinsældalista Elsu :)

Svo eignaðist ég líka sveppakörfu og sveppahníf... og er því reiðubúin í að nýta síðustu daga sveppatímabilsins í botn! Ég og Emma skruppum út á laugardaginn í sveppaleiðangur og fundum hellings hellings af trattkantarellum.. namminamm! Skógurinn var bókstaflega fullur! En margar þeirra voru pínkuponsulitlar, svo við spöruðum þær og ætlum aftur í næstu viku. Eins gott að enginn annar hafi þá komist í þær, þá verð ég vettttlaus! Ætluðum að merkja staðinn þar sem við fórum útaf stígnum og ég náði stolt í stóra spýtu og stillti henni upp... leit svo á Emmu, ægilega ánægð með mig. Emma horfði á mig með uppgjafarsvip og sagði.. "líttu í kringum þig". Þá mundi ég að ég var í sænskum skógi. Þar er soldið mikið af trjám. Og spýtum. Svona sirka útumallt. En ég dó ekki ráðalaus, heldur hlóð þá bara vörðu að gömlum og góðum íslenskum sið. Emma horfði á mig með vantrú þangað til verkið var búið og hún varð að viðurkenna að þetta var ekki mín vitlausasta hugmynd.. haha! Svo nú er staðurinn vandlega merktur og ég krossa fingur og vona að enginn svíi átti sig á því að íslensk varða þýði 'trattkantarellur í næsta nágrenni' :)

Planið er að fylla frystinn af sveppum til að eiga með öllum dýrindis steikunum sem ívar ætlar að elda handa mér þegar hann verður atvinnulaus hérna í sverige :P Eini gallinn er að ég hef ekki enn náð að bonda við elgveiðimann! Langar svo í elgskjöt og planið var að bjarga dýrmætum veiðihundi við dauðans dyr og græða þar af leiðandi ævilanga vináttu (og kjöt) veiðimannsins. Hingað til hefur mér því miður aðeins tekist að afskrifa þá hunda sem hafa komið til mín og dæmt þá í sjúkraleyfi og þar af leiðandi aðeins uppskorið fúla, bitra og vonsvikna veiðimenn. Ekki gott.. og tímabilið var að byrja í dag - er að falla á tíma með þetta!

Ég fór að skoða litla húsið hennar Marlene í gær og við erum búin að ákveða að flytja þangað! Spennó! Þetta er kannski ekki hús drauma minna, en díllinn sem þau buðu okkur var einum of góður til að afþakka. Ef Ívar leggur í hesthúsið þeirra og setur þakrennur þá fáum við að búa þarna frítt til 1. febrúar! Næs :) Og sérstaklega ef það tekur hann einhvern tíma að fá vinnu - þá hefur hann samt eð að gera OG við þurfum ekki að borga húsaleigu!
Húsið er staðsett svona 15 km fyrir utan bæinn, rétt fyrir utan pínkulítið þorp. Litla húsið okkar er á bakvið þeirra hús og þar fyrir aftan eru bara hestatúnin og svo stór skógur! Þar er svo endalaust af reið- og gönguleiðum og fullt af elg. Marlene segir að þeir kíki oft útúr skóginum við húsið okkar.. ótrúlega kósí! Og húsið er stórt á okkar mælikvarða, um 70 fermetrar með stóru eldhúsi (og stórum ísskáp!!!), stofu, svefnherbergi og gestaherbergi. Veit ekki hvernig við eigum að fylla uppí allt þetta pláss... *versli-versli-versl* :D

Jæja, langt bla-bla blogg. Ætlaði út að hlaupa en nú er orðið dimmt. Æææ-æ.


L8er

lördag 4 september 2010

Framtíð og fortíð.. já og smá nútíð.


Nútíðin er vægast sagt bissí. Búin að vinna eins og vitleysingur síðustu viku og lítur út fyrir að helgin verði ekki bara sofa sofa sofa eins og ég hafði hugsað mér. Það er ný stelpa í vinnunni sem er með helgarvaktina og ég asnaðist til að segja að hún gæti hringt í mig ef hana vantaði hjálp við eitthvað. Hún vakti mig rétt rúmlega 8 í morgun útaf einhverju sem ég get ómögulega hjálpað henni með og var þar að auki búin að hringja í annan og reyndari dýralækni fyrst. Hringdi svo aftur stuttu seinna útaf öðrum erfiðum sjúklingi sem er væntanlega að koma inn og var í stresskasti yfir óréttlæti heimsins að það væru TVEIR að koma inn samtímis.. Já shit happens. Get used to it :)
En semsagt, lítur út fyrir að rólega helgin mín sé dáin.
Planið mitt fyrir daginn var að sofa, fara í klippingu og kaupa mér buxur. Og sofa. Og lesa góða bók. Og sofa.
Planið fyrir morgundaginn var að sofa. Lesa góða bók. Fara og skoða hús... og já - þá erum við komin í framtíðina! Spennó!
Framtíðin lítur þannig út að ég ætla að setjast að hérna í Övik í ca 1,5 ár í viðbót!! Ívar ætlar að sjálfsögðu að koma og vera með mér í þessu litla ævintýri og er nú þegar búinn að segja upp vinnunni í Köben. Spennandi og skerí...!
Það var semsagt auglýst "långtidsvikariat" -hvað heitir það svosem á íslensku?- langtímaafleysingastaða..? og samstarfsfólkið mitt stóð allt á bakvið mig í að sækja um þessa stöðu og mikill hiti og æsingur í fólki. Yfirmaðurinn var semsagt soldið sló að ráða mig (er sló í öllu sem hún gerir) og allt var að verða vitlaust í vinnunni... fólk farið að boða til verkfalls ef ég fengi ekki stöðuna og ég veit ekki hvað og hvað.. haha! En gott að finna að maður sé velkomin á nýja vinnustaðnum! :)
Er að vísu ekki búin að skrifa undir neina pappíra ennþá og ætlaði þar af leiðandi að bíða með að setja þetta á veraldarvefinn, en komst að því í gær að bossinn er farinn í frí út september og ég gat ekki beðið svo lengi með að segja fréttirnar!

Húsið sem ég er að fara að skoða er hjá hjúkku sem vinnur með mér, hún er með auka hús á landareigninni sinni sem er akkúrat að losna núna. Þetta er útí sveit, ca 10-15 km frá bænum. Lítið hús, 75 fermetrar, byggt 98. Þau eru með hesthús þar sem við ívar gætum fengið að vera með hesta og snjósleðaleiðir rétt við húsið... næææs :)
Þetta verður óneitanlega töluvert öðruvísi líf en í Köben og ég á örugglega eftir að sakna stórborgarlífsins annað slagið, en hérna eru hins vegar miklir möguleikar á útivist, skíðum, veiðum, hestamennsku, snjósleðaferðum osfrv! Þetta verður vonandi gott ævintýri! Og ef ekki þá er þetta hvort sem er bara tímabundið ;)

Fortíðin... Í gær kvöddum við gamlan og góðan vin, Prinsinn hennar Þóru. Hann var felldur og grafinn í Hólshúsum. Það vakti upp margar minningar síðustu 10 ára og þá sérstaklega eldri minningar. Árin þegar við stigum okkar fyrstu skref í hestamennskunni. Vissum ekkert og kunnum ekkert, en elskuðum hesta. Riðum út eins og vitleysingar, helst á stökki því það var skemmtilegast. Reyndum að læra, en það gat verið erfitt. "Taktu fastar í tauminn til að láta hann tölta" má túlka á marga vegu; Þóra kreisti og kreisti tauminn þar til hnúarnir hvítnuðu en aldrei tölti hesturinn..!
Það rifjast upp sumrin sem við unnum við reiðskólann, gamla góða reiðskólagengið.. ég, Þóra, Sunna og hestarnir okkar, þau Gola, Prins, Rökkvi, og seinna Vinur og Hvítusunna ásamt ýmsum öðrum utanaðkomandi hestum sem slógust í hópinn, t.d. "Teppið" :) Mínírekstrarnir okkar þar sem allir hestarnir hlupu í mismunandi áttir og tók okkur marga klukkutíma að safna þeim saman aftur og komast af stað - ef við þá komumst af stað yfirhöfuð! Góðar stundir í sólskini útá túni, grillaðar samlokur og kakó með nokkrum kaffikornum útí. Berbaksreiðtúrar, sundreiðar með hinum og þessum skakkaföllum (!), kappreiðar, stökk yfir skurði, Baugaselsferðir, Landsmót, Einarsstaðir; í minningunni voru þessi ár svo áhyggjulaus og skemmtileg, sól og sumar, líf og fjör. Auðvitað voru þau það alls ekki alltaf, en þetta eru samt með mínum uppáhalds minningum. Og í gegnum öll þessi ár var Prins með. Það er skrítin tilfinning að hafa kvatt þennan gamla höfðingja þó að maður hafi vitað að þessi dagur kæmi. En ég er allavega þakklát fyrir að við skyldum hafa fengið að kynnast þessum stolta snillingi, hann hefur svo sannarlega gefið lífinu lit í gegnum þessi 10 ár!

Prins í Léttishólfinu við Reiðskólann, unglegur og sætur :)

Stokkið yfir skurð í Baugaseli
Síðasta hestaferðin 2008