tisdag 26 oktober 2010

Non-existing Elsa á fimmtudaginn...

Komst að því í vinnunni að ég mun verða non-existing á fimmtudaginn. Það er að segja ég er hvorki skráð í vinnu né í fríi.. ég er bara hreinlega ekki með á skemanu. En ekki ætla ég að kvarta, heldur skella mér í... í... íííí... IIIIIKEAAAAA! Jibbidískibbidí!
Í öllu okkar húsgagnabrasi (sem ég hef að vísu ekki sagt frá hér, en í stuttu máli þá hefur hárið á Ívari gránað um allan helming.. og eitthvað segir mér að það tengist mér og væntanlegum húsgagnakaupum og smávægilegu ákvarðanatökuvandamáli sem ég á við að stríða) höfum við ekki enn komist í Ikea, það er nebbla ekki til í Övik. En það er nú pís of keik að rúnta til Sundsvall í fína bílnum okkar og kíkja á mubblur.. oh hlakka svo til!

Rólegur dagur í vinnunni í dag, komst út úr húsi kl 17 (aftur!!) og við Ívar fórum í göngutúr í dagsbirtu (eða já, svona síðustu birtunni) með stóran veiðihund sem félagsskap. Kósí :)
Þetta stefnir semsagt í góða viku!

Jæja ætla að horfa á Simpsons, hvíla heilann soldið :)

lördag 23 oktober 2010

Long time no skrif

Sit hér á miðnætti, með rauðvínsglas og kertaljós og Ívar hrýtur á sófanum yfir ægilegri hasarmynd með tilheyrandi öskrum, sírenum og byssuskotum (þarf að taka það fram að hann fékk meirihlutann af flöskunni??)
Ákvað að þetta væri tilvalinn tími fyrir smá update fyrst ég er vakandi á þessum tíma sólarhrings, svona aldrei þessu vant.

Liggur beinast við að byrja þar sem ég endaði. Í síðustu viku kom mjög svo hrærð kona með börnin sín 2 að sækja hann Ulfzon. Hún hafði sett auglýsingu í blaðið sem við rákumst á og þóttumst nú þekkja köttinn á myndinni. Svo sú saga endaði eins og best varð á kosið og kisi litli komst heim til sín! Þetta endaði svo með blaðagrein þar sem var fjallað um litla kraftaverkið hann Ulfzon og góðmennsku Ulf að hafa bjargað honum. Gaman að því. Já og hann fær að halda nafninu sínu, heitir núna Mínus Ulfzon.

Annars er bara ágætt að frétta. Margt og mikið hefur gerst, en í stuttu máli síðan síðast:

* búin að tína fullt fullt af sveppum, endaði með að ég keypti mér sérhannaðan sveppaþurrkara og var farin útí stórframleiðslu á þurrkuðum sveppum. Sá fram á mikla möguleika í þessum bransa, en svo kom frost.
* fór í svokallað fitness box hjá sænskum homma, tíminn byrjaði á öndunaræfingum og ýmsum furðulegum stellingum, þar á meðal "bogamannastellingu" - já svona eins og þegar maður skýtur með píluboga, fyrst til hægri, svo til vinstri. Tíminn endaði á danssporum við Jackson 5. Hlæja? Gráta? Ég gerði bæði. Og hef ekki mætt aftur.
* íbbinn minn lagði í mikinn leiðangur frá köben og alla leið hingað, ekki nema 1200 km. Gekk rosa vel þangað til hann átti eftir svona 6 klst hingað. Þá fór bíllinn að hiksta og Ívar mundi að annað slagið er gott að fylla tankinn.
* eftir símtal með öskri og miklu reiðikasti (sem innihélt frasa eins og "ég er búin að skipuleggja allt.. ALLT!! Það EINA sem þú áttir að gera var að keyra hingað og taka bensín annað slagið á leiðinn - aaaarrrgggh!!!") hikstaði hann inná bensínstöð og allt reddaðist.
* nú lifum við í hamingju í svíaríkinu góða
* húsið er gult, skógurinn stór, himininn blár, dansbandskampen svíkur engan, Idol í fullum gangi, snabbmakkarónur í búðinni og svíar.. jah.. eru svíar.
* mikið að gera í vinnu, er þreytt þreytt og meira þreytt en íbbinn minn er góður við mig og eldar og hellir í rauðvínsglas handa mér þegar ég kem heim
* hann er ennþá heimavinnandi, málar hesthús og vinnur píparavinnu fyrir húsaleigunni þar til hann fær vinnu
* keyptum gardínur um daginn og handsaumuðum 8 st. (note to self: ekki hlusta á Ívar þegar hann þráir ekkert heitara en að komast út úr gardínubúð og segir "það er alls ekkert mál að sauma gardínur ástin mín, taktu bara þessar")
* eigum núna 8 st skakkar gardínur
* en það er sjarmerandi. Og hana nú.
* keypti minn fyrsta bíl um daginn! Og hlægilega fínan fyrsta bíl, hafði hugsað mér gamlan hikstandi golf, já eða þá audi 100 árgerð 1986, en endaði á fínasta bens jeppling. En ég fílann. Fæ mér samt audi 100 seinna.
* veturinn er kominn, -10 gráður í gær og fyrsti snjórinn í nótt.

Held að þetta sé það helsta. Hef sjaldan verið jafn stuttorð um jafn mikið. Sveimér þá.

Ætla að reyna að halda áfram að skrifa hérna annað slagið, þó ég hafi ekki lengur leiðast-tíma á kvöldin eins og áður. En nú er dýrið á sófanum risið upp svo ég ætla að skófla honum í rúmið með mér :)
Gúddnæt.