lördag 6 november 2010

óvenjulegur laugardagsmorgunn

Ívar skoppaði framúr rúminu eldsnemma í morgun og fór að brasa í eldhúsinu, kom svo skoppandi inn í svefnherbergi og tilkynnti að við værum að fara út að hlaupa. Kryddkakan væri komin í ofninn og við hefðum semsagt 30 mín til að skokka á meðan hún væri að bakast.
Jahá. Jaháá. Ég ákvað að þetta væri ekki að gerast og sneri mér á hina hliðina, en hinn skoppandi Ívar gafst ekki upp og ég varð að feisa það að lokum að þetta var því miður að gerast í alvörunni.
Svo ég stundi og dröslaðist nöldrandi á fætur og í íþróttagallann... Skelltum okkur svo út í hálftíma skógarskokk í frosti og stillu og glampandi sólskini.
Komum heim, fórum í sturtu og gæddum okkur svo á heitri kryddköku (að vísu örlítið skrítin því ívar þurfti að sjálfsögðu að breyta uppskriftinni....!!) og ferskum smoothie. Erum núna á leið á handverksmarkað hérna í sveitinni, kósí :)
Það er að segja ef Ívar getur staðið upp úr sófanum. Hann hefur semsagt ekki hreyft sig í um það bil þrjár aldir og staulast núna um og skammast yfir þessari fáránlegu hugmynd sinni! Híhí...
Býst semsagt ekki við því að þessi ferski helgarmorgunn endurtaki sig neitt á næstunni ;)

Jæja best að koma sér á markað! :)

L8er